Jæja… Enn ein dæmisagan af mér að spila :)

Í leiðbeiningum fyrir GM um hvernig á að verðlauna PCs með punktum í GURPS er bent á að verðlauna góða spilun á character sérstaklega en einnig samspil með hópnum (og góðar hugmyndir, lausnir o.fl.) Þetta tvennt þarf ekkert að fara vel saman…

Nú síðast spilaði ég barbarian “warrior” af göfugum barbarian ættum í GURPS í fantasy ævintýri. Þessi ágæti herramaður hafði það sem við kusum að kalla barbarian code of honour sem innifól m.a. kvöðina “always avenge any insults”. Þessi PC var þokkalega rúnnaður character en einnig þónokkuð bardagahæfur enda líkamlega vel á sig kominn, liðtækur með boga en ákaflega fær með sitt hand-and-a-half sverð.

Á einum punkti í ævintýrinu (við mættum bara tveir spilarar held ég það kvöldið) vorum við tveir PC félagar á svona n.k. knights errand sem var nokkuð mikilvægt að mínum character fannst. Á einum stað erum við félagarnir stoppaðir af tveimur alvöru riddurum í platemail og á brynjuðum hestum. Slæmar fréttir í GURPS. Þótt ég væri að spila mann sem lét ekki segja sér fyrir verkum nema af fáum útvöldum reyndi ég vegna mikilvægis ferðarinnar að tala mér leið framhjá þessum riddurum.

Hinn spilarinn var ekkert á því að hefja bardaga þrátt fyrir endurteknar tilraunir mínar til að gera honum ljóst (án þess að riddararnir föttuðu) að við ættum að ráðast á þá af fyrra bragði. Þegar ekkert gekk í því að tala sig út úr vandanum og riddararnir höfðu móðgað mig fram og til baka var nóg komið. Sama hvað hver segir talar enginn við Colin Ravendark með þessum hætti og ég chargeaði riddarana tvo með brugðið sverð á hestinum mínum og vonaði að hinn characterinn myndi láta sér vaxa eistu í snarhasti. Við börðumst við riddarana tvo og tókst mér (með hjálp hestsins nýja sem ég komst að að var þjálfaður war-horse mér til mikillar ánægju) að drepa þann fyrri og koma svo félaga mínum til hjálpar og fella þann seinni.

Þarna stóðum við eftir illa tjónaðir (það er ekkert grín að særast illa þegar læknisfræðin er föst á miðöldum!) en ég mun ánægðari með sjálfan mig enda voru hinir betur búnir til bardaga. Svo var riðið af stað til að klára questið án þess að ruppla hræin almennilega því tíminn var naumur!

Málið er að stundum er ekki hægt að ná markmiðinu nema að lenda í bardaganum en jafnvel bardagaglöðustu menn sjá sér stundum hag í því að REYNA að tala sig framhjá bardaganum. Og stundum verður að láta slag standa ef persónan sem maður spilar myndi gera þannig, hvað sem hópnum líður.