Fyrir þá sem ekki vita þá er komin ný verslun á netið sem heitir DriveThruRPG.com. Hún selur PDF útgáfur af alls konar nýjum, gömlum, og jafnvel out of print RPG bókum. Þar sem þetta er í eigu White Wolf þá er skiljanlega mest um þeirra efni og efni frá aðilum sem þeir sjá um dreifingu fyrir (Malhavoc Press, Sword & Sorcery, o.fl.), en einnig eru þeir með efni frá R.Talsorian Games, Eden Studios, Chaosium o.fl.

PDF skrárnar eru þó ekki eins og þær sem maður fær á RPGNow.com heldur er um að ræða e-books sem nota Adobe Digital Rights Management, sem þýðir að fólk þarf að fá sér .Net passport hjá Microsoft og “virkja” Adobe Readerinn hjá sér en hann þarf svo að vera útgáfa 6 eða nýrri. Þetta á að koma í veg fyrir að fólk gefi vinum og kunningjum eintök.

Þeir lofa a.m.k. einni ókeypis bók í hverri viku og þessa vikuna er hægt að fá bæði Exalted bókina og Gamma World d20 Player's bókina ókeypis.

En þetta er þó ekki gallalaust. Aðal gallinn, og það sem pirrar mig mest, er að White Wolf menn kunna einfaldlega ekki að búa til PDF skrár. Gamma World bókin er t.d. 19mb! Þetta er bara ALLT of stór skrá, og þetta er ekki einsdæmi.
Hinn gallinn á þessu eru verðin. Þeir eru nefnilega ekkert að hafa þetta neitt sérstaklega ódýrt. T.d. er venjulega ekki nema eins dollara munur á kostnaði við að kaupa e-bókina og að kaupa hana í pappírsformi. Og þá á maður eftir að prenta það sem mann vantar að hafa við höndina. Maður hefði haldið að e-bók ætti nú að kosta eitthvað minna en pappírsútgáfan, sérstaklega þar sem maður hefur engan séns á að blaða í e-bókinni áður en maður kaupir hana.

Þrátt fyrir gallana, þá finnst mér þetta sniðug hugmynd og hefði áhuga á að heyra hvað öðrum hér finnst um þetta framtak.

Rúnar M.