Jæja félagar spunaspilarar,´heyrst hefur að spilamót sé í vændum og jafnvel hef ég heyrt að það verði í mars/apríl.
Þessar fréttir hef ég frá Starfsmönnum Nexus.
Ef þessar fréttir eru á rökum reystar þá spyr ég: Af hverju hefur ekkert heyrst af þessu á Huga?
En það er nú kanski ekki aðalatriðið, heldur frekar hvernig það verður skipulagt.
Nú muna sjálfsagt allir sem hafa spilað í nokkur ár eftir gömlu mótunum sem haldin voru. Og man fólk að mótin voru oft misvel skipulögð. Það vantaði stöðugt stjórnendur, f´lk var skráð sem “vanir spilarar” en fengu óreynda stjórnendur. Og.s.fr.
Nú spyr ég hver áhugi sé fyrir mótinu og hvað fólk vildi helst sjá spilað á mótinu, hverja langar að stjórna og hvar og hvernig mótinu verðið háttað. Verður það stanslaust án pásu eða vill fólk hætta kl: 4.00? Þessum spurningum vildi ég gjarnan fá svarað og einnig hvort fólk viti almennt meira um mótið en ég(eru þetta kanski gamlar uppl?). Best væri að fá stóra skoðannakönnun sm væri hægt að nota til að styðjast við.

Mætum öll á Mótið(hvenær sem það verður)!!!