Leiðir til að verða betri stjórnandi og spilari (eitthvað tekið úr Arcane en ekki allt):


Fyrir báða

* Atburðir gærdagsins eru mun merkilegri en spilið.
* Teningar er eitthvað sem aðrir hugsa um.
* Fjöldi áhorfenda er það sem skiptir máli, smábörn og dýr eru góð til að skapa andrúmsloft, sérstaklega í horrorspilum.
* Live action er best á almannafæri þar sem þú getur hrætt hinn almenna borgara.
* Ef eitthvað gott er í sjónvarpinu þá er best að hafa kveikt á því á meðan, af hverju að taka eitthvað upp þegar þú getur séð það núna.


Betri stjórnandi

* Ekki muna eftir bókunum.
* Ekki vera búin að ljósrita/prenta charecter sheets.
* Reglur eru reglur, best er að vera meira en helming tímans í að fletta upp einhverju í bókum.
* Spilarar hafa gaman af því ef allir NPC heita heinskulegum nöfnum.
* Óleysanlegar þrautir eru skemmtilegastar, sýnir spilurunum hvað þú ert snjall.
* Stoppaðu öll samtöl sem eru á milli persónanna.
* Dreptu alla, þegar allir spilararnir eru dauðir þá ert þú búin að vinna.
* eða: Dreptu engann, spilararnir geta verið óhræddir um að þeir geti ráðist á dreka með skeið.
* Ekki hugsa um bakgrunninn.
* Þorsteinn Joð er góð fyrirmynd: “Ertu viss um að þú ætlir að gera þetta? Er þetta þín endanlega ákvörðun”
* Segðu spilurunum hvað þeir eiga að hugsa.
* Gott er að lýsa öllum NPCs eingöngu með tölum.
* Að byrja ævintýri á bar er best vegna þess að þá kannast spilararnir við sig og ekkert kemur þeim á óvart.
* Spilið á að fara frá punkt A til B, annað er bannað, stoppaðu spilara sem vilja skoða aðra hluti.


Betri spilari

* Ofbeldi leysir allan vanda, þú átt þennan dásamlega Desert Eagle, notaðu hann.
* Ekki tala við aðra spilara sem persónan þín.
* Ekki muna eftir charecter sheetinu þínu.
* Skriffæri eru fyrir aumingja, þú sýnir hæfileika þína með að muna alla punkta og tölur persónunnar þinnar.
* Minntu stjórnandann á allar minniháttar reglur og láttu hann fara eftir þeim.
* Þó það eyðileggi allt spilið fyrir öðrum þá skaltu aldrei gera neitt sem persónan þín myndi ekki gera, persónan þín skiptir öllu máli.
* Ekki hugsa um bakgrunn persónunnar þinnar, hún kom bara fram á einhverjum bar í hóp annarra persóna sem líka voru ekki til augnabliki áður.
* Það er asnalegt að persónan þín skeri sig úr hópnum, fyrir utan að hún er kannski að sterkari en aðrir.
* Gott er að kynna persónuna sína sem samansafn af tölum.
<A href="