ég er að stjórna campaign í forgotten realms 3ed.. ég ákvað að prófa að skrifa sögu um þetta campaign, reyndar er þetta tvennt það sama, því ég læt þá gera söguna, þó hún er mest öll fyrirfram ákveðin. en hérna er svona ca. fyrsti kafli bókarinnar, sem sjálfsagt segir ekki mikið um framhald hennar, en mig langaði bara að fá smá feedback frá einhverjum sem ég þekki ekki eða þekkir mig ekki. svo endilega deilið hugsunum ykkar um þessa sögu.

1. Kafli.

Hvar eru þeir? Hvert er ég að fara? Ég veit ekki hvert ég er kominn! Eru þeir að elta mig?

Hann hljóp eins hratt og fæturnir gátu mögulega borið hann í gegnum skóginn. Hjartað barðist við að dæla blóði í úttútnaðar æðarnar og augun voru galopin. Hann vissi ekki hversu lengi hann hafði verið að hlaupa í þessum skógi né hvort Þursarnir sem höfðu setið fyrir honum væru að elta hann. Honum fannst að hann hafi aðeins hlaupið í örstutta stund, þegar hann hljóp upp að manni á hesti. Honum brá svo ógurlega að hann hoppaði hæð sína í loft upp, sem var ekkert voðalega mikil hæð, og lenti svo beint á rassinum!
,,Vóóó! Rólegur, herra…..Gamli maður!” Sagði reiðmaðurinn. Reiðmaðurinn leit niður af hesti sínum á manninn sem sat þarna nær dauðann úr hræðslu. Gamli maðurinn var ekki hár meðal manna, enn hann var þrekvaxinn og sterkbyggður á að líta. Hann var meira ljósgrár á hörund heldur en hvítur eða svartur. Hann var klæddur í tjóðruð göngumansföt, sem samanstóðu af rifnum leðurjakka, gömlum dýraskinns buxum og bundnum skóm. Eina vopn sem hann hafði sér til varnar og veiðar var öxi. Öxin var stór og mikil með stórum eggblöðum beggja vegna á enda skaftsins. Ekki eitt einasta hár stóð á höfði hans, en hann hafði frekar einkennilegt skegg með dökkrauðum röndum sem virtust vaxa út úr hökunni allri, þó með jöfnu millibili. Skeggið þakti andlit hans frá hægra eyra til þess vinstra og það hefði auðveldlega geta náð niður á bringuna hefði það ekki verið svona stíft!
Reiðmaðurinn ávarpaði manninn í annað skiptið:
,,Guð minn góður! Þú ert þakinn blóði! Hvað hefur komið fyrir þig? Ertu þjáður?”
Ráðvillti og hræddi maðurinn greip exi sína þar sem hún lá í grasinu og snögglega beindi henni að hávaxna reiðmanninum, og hrópaði svo:
,,Hver ert þú?”
,,Ég heiti Fáfnir, Fáfnir Mark og er Heilagur Riddari fyrir guð minn, Tyr. Andlitið þitt, og nær allur líkami þinn er þakinn blóði, er allt í lagi með þig? Ertu hjálparþurfi?”
Gamli maðurinn strauk með handabakinu yfir ennið sitt og sá blóðið. Riddarinn, Fáfnir, gat lesið úr svipbrigðum blóðuga mannsins að hann var ráðvilltur og ringlaður.
,,Og hvað er nafn þitt, herra?”
,,……Ég, ég er ekki meiddur!” Hvíslaði maðurinn.
,,Herra, heyrir þú í mér?”
,,hhuuu?”
,,Hvað heitir þú, gamli herra?”
,,Ég er ekki gamall!” Svaraði maðurinn, sem varð hálf móðgaður.
,,…og ég heiti Mandarian.”
,,Ertu meiddur, Mandarian?”
,,Nei, það held ég ekki.”
,,En hvað í Tyrs nafni kom fyrir þig? Af hverju ert þú þakinn blóði?”
Mandarian hikaði í smá stund, en sagði svo:
,,Ég…..ég man það ekki!”
,,Manstu það ekki???” Endurtók Fáfnir, frekar hissa. ,,Var nokkuð ráðist á þig?”
,,Já, ég held það!”
,,Hvað er það sem þú manst?” Spurði Fáfnir yfir sig hissa á því að hafa fundið lítinn, sköllóttan mann úti í miðjum skógi, þakinn blóði sem greinilega var ekki hans eigið sem hafði ekki hugmynd um hvernig það komst þangað.

Mandarian stóð undrandi á svip og velti fyrir sér hvað hefði eiginlega komið fyrir hann. Hann sagði Fáfni frá ferðum sínum yfir höf og fjöll og þegar hann kom í þennan part landsvæðisins. Um leið og hann hafði komið inn fyrir skógarlínuna þessar skógs þá höfðu Þursar setið fyrir honum og ráðist á hann.
,,Hve margir segir þú að það hafði verið?” Spurði Fáfnir furðu lostinn eftir þessa sögu Mandarians.
,,Það…..voru þrír eða fjórir að minnsta kosti, þetta gerðist svo snögglega. Ég var að ganga inn í skóginn, leita mér að mat eða lítilli lautu til að sofa í, þegar tveir risavaxnir Þursar stukku fyrir framan mig. Þeir héldu á gríðarstórum trálurkum sem voru eins og kylfur í laginu, og lyktin…..Jakkk!” Ég sneri mér í flýti við og byrjaði að hlaupa í burtu þegar annar Þurs kom vinstra megin að mér og greip mig. Og þá….þá… og þá man ég ekki meir! Nema það að ég var að hlaupa geysi hratt og ég rakst á þig.
,,Átti þessi atburður sér stað einhvers staðar hér í grendinni?”
,,Ég er ekki viss, en það hefur ekki geta verið langt í burtu.”
Fáfnir stökk niður af hestinum sínum og tók hjálminn af sér. Batt hann svo hest sinn við eitt nærliggjandi tré og sagði við Mandarian:
,,komdu þá, hrjáði vinur minn! Við skulum í sameiningu finna þessa ljótu þrjóta og taka á þeim á viðeigandi hátt. Þú skalt vísa leiðina.” Saman fóru þeir svo í þá átt sem Mandarian hafði lent í þessu launsátri, bæði til að rannsaka hvað hefði átt sér stað og að refsa þeim sem frömdu illvirkið.



Þetta var frekar þéttgróinn skógur. Háu beyki- og eykartrén gnæfðu yfir þeim er þeir gengu hægt og hjóðlega í gegnum runnanna og gráu, líflausu plönturnar sem þökktu jörðina. Lítið var um dýralíf í þessum skógi, einstaka sinnum heyrðist í uglum baula sorgarþung lög sín eða hirti hlaupa á brott í fjarska.
Nú þegar Mandarian gat andað örlítið léttar gat hann betur virt fyrir sér þennan virðulega bjargvætt sinn. Hann var mikill maður að velli og hávaxinn. Síða, hvíta hárið náði niður á breyðar axlirnar. Kynnbeinin voru stór og mikil, og virðulegt nefið prýddu andlitið ásamt stórum, skærbláum augunum. Þar sem Fáfnir var klæddur upp í fulla brynju og fór fagmannlega um bæði sverð sín, og vegna nokkurra öra í andlitinu og haltra hans, skynjaði Mandarian að Fáfnir væri bardagavanur maður með meiru.

Það var lítill sem enginn vindur inni í skóginum og barst því allt hljóð vel um þveran og endilangan skóginn. Farið var að líða á daginn. Þeir voru búnir að vera að læðast um skóginn í um tvær stundir þegar þeir fóru að heyra undarleg hljóð koma langt úr suðri, úr þeirri átt sem þeir stemdu. Þeir laumu sér hægarra áfram nú en áður í þá átt sem þeir töldu hjóðin koma frá. Rúm hálf stund leið þar til þeir gátu greint hvaða óvættur þetta var sem var að gefa frá sér þessi hljóð, Þursar voru það. Þursar eru öllu stærri en menn. Þeir eru algrænir á hörund og með langar þungar hendur. Oft voru þeir klæddir í illa lyktandi vestum úr dýraleðri. Þessi dýr eru alls ekki þekkt fyrir gáfur sínar því þau eru talin til heimskari skepna jarðarinnar sem standa á tveim fótum.
Enn áfram laumust þeir. Hjartað í Mandarian fór að slá örlítið hraðar því nær sem þeir komust að Þursunum. Fáfnir staðnæmdist snögglega og pískraðið lágt til Mandarians og benti honum á að stoppa einnig. Bennti svo hann til austurs. Þar í stórri lautu, sem virtist umkringja háan stein sem leit út fyrir að hafa eitt sinn gnæft yfir lautinni en hafði nú fallið. Þar stóðu fjórir stórir, grænir og illalyktandi Þursar. Blóð þakti lautina! Svo virðirst að blóði hafði verið slett yfir öll tré í nær þrátíu faðma radíus. Hrollur fór um þá, en Mandarian var hálfpartinn farinn að sjálfa, þó hann væri reiðubúinn að hefna sín á þessum skepnum. Er þeir færðu sig nær lautinni varð þeim ljóst að tveir risarnir voru á hnjánum og bogruðu yfir nokkrum af látnum Þursum sem láu í blóði sínu, hálf skornir í sundur. Hin tvö stóðu ráðvillt hjá, vitjandi að sárum sínum – sem voru keimlík þeim sem voru á líkum hinna Þursanna.

Fáfnir færði sig að Mandarian og hvíslaði:
,,Kannastu eitthvað við þennan stað eða þessi skrímsli?”
,,Ekki kannst ég við staðinn, Fáfnir,” sagði Mandarian, ,,en ég held að þetta séu sömu skrímslin sem réðust að mér.”
,,Mandarian!” Hálf urraði Fáfnir, svo að Mandarian kipptist við.
,,Þú verður að vera alveg viss um það. Það verk sem við erum að fara að gera hér í nafni réttvísinnar skal vera hængur á né neinn vafi um að þeim sem er verið að refsa sé sekur. Ég spyr þig aftur, litli félagi, ertu eða ertu ekk viss um að þetta séu þeir sem sóttu að þér fyrr í dag?” Mandarian hugsaði sig um stutta stund, með opinn munninn, og svaraði svo smá efins:
,,Já….þetta eru þeir sömu.” Fáfnir gaf honum hvasst augnaráð og hvíslaði svo ýttinn:
,,Ertu alveg viss? Upp á….þitt einasta skegghár?
,,Já. Ég er viss. Þetta eru þeir.” Svaraði Mandarian, meira sannfærandi, en var þá en hálf efins innst inni. Fáfnir varð ögn sáttari og fór á kné.
,,jæja þá, þá skulum við byðja fyrir þessum sálum sem við erum að fara að deyða. Megi Tyr veita þeim öryggum dauða af ökkar gjörðum hér í dag, og megi Jergal, guð skráningar dauðra sála, rita niður sálir þeirra svo þeir meigi eiga eilífa hvíld að dauða loknum.”





2. Kafli.

Eftir að bæninni lauk skiptu þeir liði. Fafnir fór hægra megin við lautina en Mandarian vinstra megin. Fáfnir steig ofur hægt skref fyrir skref í átt að einum Þursnum sem stóð og snéri baki að honum þar sem hann var að sleikja sárin sín. Mandarian fylgdist með Fáfni úr fjarlægð hinu megin frá og beið þess merki um að hefja árásina. Fáfnir var kominn svo nálægt þessu óféti að hann gat séð svitann leka niður af þessu dökkgrænu, slímugu húð. Þessi gífurlega ólykt sem minnti einna helst á rotnandi lík blandað saman við for, skít og önnur ógeðfelld óhreinindi ollu því að Fáfnir var næstum farinn að kúgast. Þegar hann var kominní um það bil fjóra faðma frá dýrinu sá hann litla uppþornaða trágrein undir fætinum sínum, sem var rétt óstigin til jarðar. Hann stoppaði snögglega og hugsaði sig um, svo steig hann harkalega niður á greinina. “SNARK!” Bardaginn var byrjaður. Þursinn snéri sér skyndilega við með undrunar svið. Fáfnir, sem var kominn með bæði sverð sín í hendurnar, hljóp upp að Þursinum og hjó hægri fót hans af við nára. Og þegar Þursinn féll niður kom Fáfnir aftan að honum og veitti honum bana högg í höfuðið, klauf það í tvennt.
Mandarian áttaði sig á því að hefndin væri hafin. Hann herti grip sitt á exinni og spratt af stað að einum Þursanna. Þursinn tók eftir honum, og hann ætlaði að fara sveifla lurkinum sínum, en það var um seinan. Mandarian stökk hátt upp og í einu höggi klauf hann Þursinn frá vinstri öxl hans til hægri mjaðmarliðs. Féll Þurinn samstundis dauður niður, í tveim helmingum. Voru þá hinir tveir Þursarnir farnir að öskra að öllum lífs og sálarkröftum af hræðslu. Fáfnir sótti að öðrum Þursanna og hann sá að Þursarnir, sem voru farnir að hörfa hratt aftur á bak, voru komnir í satt að segja móðursýkisástand! Þursinn tók ekki einu sinni eftir Fáfni sem var kominn alveg upp að honum því eina sem hann gerði var að stara á Mandarian og orga af hræðslu. Fáfnir hoppaði upp og sparkaði fast í magann á Þursinum sem datt svo niður. Fáfnir spratt á fætur, hélt svo Þursinum kjurum með því að stíga á bringuna hans og gróf svo langblaðið sitt í miðjum háls Þursins.
Þó að Mandarian skilfi, bæði úr hræðslu og bræði, gekk hann yfir tvístraða líkið og að einu eftirlifandi skepnunni sem haltraði aftur á bak frá honum. Hann nálgaðist Þursinn hratt. Þursinn fylltist skelfingu og fór að hlaupa aftur á bak, svo hratt að hann tók ekki eftir því þegar hann hrasaði aftur fyrir sig á stóra steininum í miðri lautinni. Mandarian hljóp upp á steininn, stökk svo af honum, hóf exina hátt á loft og í einni snöggri hreyfingu negldi hann tvíblaða exinni djúpt í bringu Þursins, svo djúpt að það rétt sást í efra blað axarinnar í gegnum bringubeinin.

Nú ríkti þögn. Ekkert hreyfðist. Það eina sem heyrðist voru stuttu hröðu andardrættir Fáfnis og Mandarians. Fafnir dró sverðið sitt úr hálsi Þursins, andaði djúpt og tók hárið frá andlitinu.
,,Þá er það búið, Mandarian.”
,,Já, það er víst svo.”
,,Göngum frá líkunum svo það verði ekki skömm af gjörðum okkar.”
Drógu þeir svo líkin saman í haug, grófu skurð og letu Þursana þar ofan í. Eftir það grófu þeir svo yfir skurðinn og fóru svo sáttir á átt að áfangastað Fáfnis, Nathlekh.
Nafn: Knotania