Hverjar eru væntingar ykkar til næstu seríu Prison Break? Núna býst maður jú við því að þeir eru lausir við fangelsið þannig að þátturinn mun sennilega breytast talsvert og það mun koma nýtt flæði á hann.

Halda menn að sería 2 eigi eftir að heppnast eða verður þetta slöpp, ófrumleg leið til að græða á vinsældum fyrri þátta?

Sjálfur var ég tiltölulega sáttur með fyrstu seríuna. Þættirnir voru spennandi og fín tilbreyting frá ruglinu í Lost og leiðindunum í Desperate Housewifes. Þættirnir drógust á langinn og voru lengi að koma sér að efninu en við slíku má búast og þekkjum við Lost áhugamenn þetta allt saman.

Ég er þó efins með næstu seríu. Ég er, eins og flestir hérna, spenntur að sjá hvað gerist og hver staðan er hjá Mikka og félugum en ég er líka hræddur um að ég verði fyrir vonbrigðum.

Á góðu hliðinni mun sería 2 fara í allt aðra átt og í raun fáum við smá ferskleika inní þetta.. Á meðan aðrar vinsælar þáttaraðir taka engum breytingum. Það má gefa næstu seríu séns en ég held að fyrstu þættirnir eiga eftir að segja til um við hverju má búast og vonandi verður Sería 2 jafn áhugaverð og spennandi og sú fyrri var.

Hvað finnst ykkur svo?