Kyle Xy Kyle Xy

Kyle xy eða Ofvitinn , í íslensku heiti þáttanna, eru mjög skemmtilegir þættir sem eru sýndir á rúv. Þeir voru fyrst alltaf sýndir klukkan 18:10 á laugardögum en hafa svo ekki haft neinn sérstakan sýningartíma og hafa verið sýndir á breytilegum tímum síðustu laugardaga. Í byrjuninni þá vaknar Kyle nakinn í skógi nálægt Seattle, Washington og man ekki neitt um líf sitt. Hann kann ekki neitt, ekki að borða, ekki tala, ekki neitt.. Þegar hann er að labba þarna um tekur löggan hann. Þeir finna engin gögn um hann og hann er látin á barnaheimili og uppgötvar þar að hann er ekki með nafla. Nicole Trager, sálfræðingur sem sýnir Kyle mikinn áhuga gerir sér grein fyrir því að Kyle á ekkert heimili og tekur hann að sér á meðan að löggan leitar að foreldrum hans. Kyle á erfitt fyrst með að falla inní en svo lærir hann að tala og eignast vini og verður ástfangin. Hann er mjög gáfaður og getur lesið bækur með því að líta á blaðsíðurnar einu sinni. Þættirnir eru svona spennandi, unglingaþættir sem fjalla um strák sem er að reyna að finna út hver hann er og að reyna að falla inní og eignast vini. Þessir þættir eru ekkert einungis um Kyle heldur kynnist maður hinum persónunum og vandamálum þeirra.

Leikararnir;

Kyle - Matthew Joseph Dallas fæddur 21. okt 1982 í Pheonix, Arizona, USA.
Nicole Trager - Margurite MacIntyre fædd 11. maí 1965 í Michigan, USA.
Stephen Trager - Bruce Thomas. Hann leikur eiginmann Nicole.
Lori Trager - April Matson fædd 20. júní 1985 í Californiu, USA. Hún leikur dóttur Nicole og Stephen.
Josh Trager - Jean-Luc Bilodeau fæddur 4. nóv 1990 í Vancouver, Canada. Hann leikur son Nicole og Stephen.
Amanda Bloom - Kirsten Prout fædd 28. sept 1990 í Vancouver, Canada. Hún leikur stelpuna sem Kyle er hrifin af.
Declan McDonough - Christopher Anthony Olivero fæddur 15. okt 1984 í Stockton, Califoniu, USA. Hann leikur kærasta Lori.
Charlie - Cory Monteith fæddur 11. maí 1982 í Calgary, Alberta, Canada. Hann leikur kærasta Amöndu.
Tom Foss - Nicholas Christopher Schroeder fæddur 22. júní 1962 í New Wesrminster, Canada. Leikur spooky gaurinn í þáttunum.

Mér finnst þetta alveg æðislegir þættir og vona að ykkur finnist þessi grein fín. Tek það líka bara fram að þetta er fyrsta svona greinin mín :D
En já Enjoy! ;)