Vissuð þið þetta?

Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Buffy og alla hina.

1. Charisma Carpenter kyssti fyrst strák í þriðja bekk á bak við stól meðan hinir krakkarnir voru að horfa á bíómynd, þegar slökkt var á ljósunum. Hún var sjúk í stráka, og elskaði tilhugsunina um að vera ástfangin og eiga kærasta, þau horfðu á hvort annað, og kysstust svo bara. Hún hljóp ekki í burtu af því henni líkaði það.

2. Fyrsti koss Nicholas Brendon var þegar hann var 14 ára með stelpu sem hét Joana (ákvað að þýða ekki nafnið). Þau voru á föstu.

3: Charisma Carpenter var ekki vinsæl í skóla en hún var klappstýra og allir þekktu hana. Skóla ástin hennar var ekki heldur vinsæll, hann var alltaf einn og var frekar lokaður.

4: Nicholas Brendon á tvíburabróðirinn Kelly sem hann leitar alltaf til að fá ráð um konur.

5: Nicholas Brendon var með leikkon, Wendy Thomson sem hann hitti á softball (ekki viss um þýðinguna) leik.

6: Fyrsta ást Charismu var strákur sem hét Danny, þá var hún 11 ára svo sagði hann henni upp út af stelpu sem hét Brandy.

7: Charisma Carpenter segir um Nicholas Brendon “It's hard kissing someone you're not in love with but I love Nicky. He's my buddy. But, kissings intimate.” (ég ákvað að hafa þetta á ensku þar sem ég hef fengið kvartanir yfir að þýða það sem kemur beint frá leikurunum)

8: David Boreanaz er ítalskur og tékkóslavískur.

9: Þegar David var krakki var alltaf verið að koma að honum að leika sér með kerti í kirkjugörðum.

10: David Boreanaz er virkilega hrifinn af Jazzi og Blús.

11: David boreanaz er háður skyndibitamat.

12: Besti vinur David í Buffy þáttunum er Nicky (Nicholas Brendon).

: David var í fótboltaliði þegar hann var í menntaskóla og hann var talinn algjör nördi.

14: Sarah Michelle gellar var líka nörd í menntaskóla, hún fékk aldrei undir A- sem er ekki það nördalega af því að vera klár er flott, en hún gerði ekkert annað en að læra og hún segir að henni hafi beint verið refsað fyrir að vera gáfuð og að fara ekki í partýin og náttfatapartýin og farið í áheyrnarpróf í staðinn.

15: Sarah fór á emmy verðlauna-afhendinguna sama kvöld og “the prom” var í skólanum hennar, og sleppti loka-partýinu.

16: Sarah er raunverulega dmeð brúnt hár ekki ljóst, hún litaði það fyrst ljóst fyrir Buffy hlutverkið.

17: Orðrómur var um að Sarah hafi verið með Jerry o'connell. Hann var allavega hrifinn af henni, og sagan segir að Jennifer Love Hewitt hafi komið þeim saman.

18: Anthony stewart head er frábær vinur leikaranna í Buffy þrátt fyrir aldursmuninn. Hann er reyndar svo.. ekki Giles þegar hann hangir með þeim og reytir af sér brandara.

19: Alyson Hannigan og Seth Green hafa þekkt hvort annað síðan þau voru bæði fimm ára gömul. Fyrsta myndin þeirra saman var “My stepmother is an Alien”

20: Uppáhalds geisladiskur Alyson Hannigan er nýji diskurinn með Ben Lee.

21: Seth Green hætti í Buffy þáttunum í fjórðu seríu til að vera í bíómynd og ætlar sér ekki að byrja aftur að vera reglulega í þáttunum.

22: Cordelia er nafnið sem Joss valdi fyrir leiðinlegu vinsælu stelpuna í Buffy því konan hans þekkti einu sinni stelpu sem var vond við hana og hét Cordelia.

23: Xander er alvöru persóna sem Joss bjó til og var að reyna að láta Xander líkjast sér þegar hann var í menntaskóla.

24: Alvöru eftirnafn Alyson Hannigan er Lee og þá heitir hún; Alyson Lee Hannigan

25: Næstum allir kirkjugarðar sem sýndir hafa verið í Buffy eru ekki ekta.
….Seize the moment cause, tomorrow you might be dead….