Er ég ein um það eða eru fleiri alveg hooked á 4400?!? Ég hef ekki séð svona spennandi þætti lengi, þeir halda mér stjarfri við skjáinn allan tímann og svo þegar þeir enda þá stendur maður barasta á öndinni af spennu!

En nú þegar það er bara einn þáttur eftir (í bili allavegana) þá finnst mér allt vera í lausu lofti í þáttunum … ég hef ekki fengið nein svör við því hvað er að gerast, í hverjum þætti vakna bara fleiri og fleiri spurningar! Það eina sem maður veit fyrir víst er að allt, bæði gott og slæmt, sem þeir brottnumdu gera hefur bylgjuáhrif, sem á endanum helgar meðalið … ef svo má segja …

Eftir þáttinn í gær þá er þrennt sem ég er að pæla í og kannski einhver getur varpað ljósi á …

1) Hvern var Maiya að tala um í gær sem á að vera einhvers lags „bjargvættur“ þeirra úr 4400 hópnum sem eftir eru? Ætli það sé barnið hennar Lily? … eða kannski Shawn? … hann getur jú læknað sjúka eins og einn mjög svo merkilegur maður gat …

2) Hvað er með þennan Jordan Collier? Mér líst ekkert á hann, hann hlýtur að hafa einhverja myrka ástæðu fyrir allri þessari góðmennsku sinni … þetta er allt of mikið sem hann er að gera fyrir þjáningarfélaga sína, maður getur ekki annað en spurt sig hvað sé að baki …

3) Er þetta eðlileg hegðun hjá þeim sem nývaknaðir eru úr dái, sem við sjáum hjá Kyle? Eða er eitthvað til í því sem hann sagði, að hann sé ekki Kyle … ég meina hvað vitum við hvað Shawn í raun gerði við hann til að vekja … ekki veit hann það!

En endilega my fellow fans látið heyra í ykkur:-)