Já þá er komið að fyrsta korki mínum hér í laaangan tíma.

Var að koma úr íslensku prófi, gaman að segja frá því að ég mundi ekki eftir því að það væri próf fyrr en ég var farinn að sofa, náði ekki að sofna heillengi lá upp í rúmi í 2-3 tíma og þá mundi ég eftir prófinu og þá gekk ekkert betur að sofna.. :( En á endanum sofnaði ég nú og vaknaði hress áðan fékk mér að éta og þannig.

Kem í skólann og viti menn, man ég ekki eftir íslesnskuprófinu! :O ég fór að lesa á fullu, mætti sem betur fer snemma, og var búnað lesa 1-2 kafla og þá kemur kennarinn.

Því miður var ekki prófað úr neinu sem ég las.. enda las ég kafla sem við erum ekki búin að gera, en ég held mér hafi gengið ágætlega..

EEN það sem þessi korkur átti upphaflega að vera um var að ég sat hérna, við tölvuna sný bakinu í gluggann. Svo heyrist svona krunk í krummanum úti :) ég lít ekkert við held að hann sé langt í burtu, en svo kemur það nær og nær, svo ég sný mér við og Búmm, gaurinn klessti á gluggann! Hélt að rúðan myndi brotna :/ þessir hrafnar eru helmingi stærri en þeir líta út fyrir.

don't drink & fly ;) - ciao; huma