Ég kemst ekki á huga á næstunni. Ég er að fara niður í fjallhús í kvöld og fer í leitirnar. Kem heim síðla sunnudags, ábyggilega dauðþreytt. Krossleggið fingur fyrir almennilegu veðri á V-landi. Síðan þá eru réttir á mánudag og þegar þær eru búnar þarf að flytja hestana í aðra rétt en þær eru daginn eftir. Svo þegar að við erum búin að reka allar kindurnar úr hreppnum sem að voru þeim réttum á einn bæ í hreppnum þá förum við með hestana heim og þá er komið kvöld og líklegt að svefninn verði á næsta leiti eftir 4 erfiða daga. Svo verð ég kannski að draga kindur eða e-h á miðvikudag og kemst kannski ekki í tölvu fyrr en á miðvikudag eða fimmtudag. Ef að ég verð ekki að draga á miðvikudag fer ég í skólan og á badmington æfingu og þannig minni líkur á að komast í tölvuna. Og þar sem að ég fæ 2-3 daga frí í skólanum þarf ég ábyggilega að vinna eitthvað upp:(

Ekki sakna mín þó að ég verði ekki hér næstu daga.