Málið er það að ég fékk ekkert páskaegg þetta ár.

Svo um daginn þá fór ég að ræða við bekkjarbróðir minn og hann sagði mér að hann ætti 3 páskaegg inní ísskáp. Nr. 4,5 og e‘ð annað sem að ég man ekki. En hann var samt hálfnaður með 5.

Svo frétti hann að ég hafi ekki fengið neitt páskaegg þessa páska svo að hann sagðist vera til í að selja mér páskaegg nr. 4. Nema við vitum ekki verðið sem að á að vera á því. Hann vill hins vegar hafa að 1500 en ég nenni ekki að borga 1500 fyrir páskaegg nr. 4.

Svo hvað haldið þið að sé sanngjarnt verð á páskaeggi nr. 4 ? kannski 1500 og ég er bara að flippa ?

Plís, mig langar í páskaegg útaf því að ég get ekki fengið pönnuköku og mig langar fáránlega mikið í pönnukökur.
já.