Já ég gerði merkilega könnun í gær (eða fyrradag man það ekki)

allavegana ég fór í smáralindina og tók tíman á því hvað maður er lengi að versla sér
sundskýlu
síma
pulsu og kók

já góðir hálsar ég man ekki tímana en niðurstaðan var skýr

þú er lengur að versla þer pulsu og kók en síma ef þú ert Pétur :D

ég byrjaði á sunskílunni og af því að útilíf er stór verslun þá tók sinn tíma að finna sunskýlur en á endanum fundust þær og þá var ég snöggur að grípa einar og stökkva á kassan þar sem ein manneskja var að afgreiða og 4 í röð — pifff

síðan var ég að labba og tala í símann þegar síminn hættir að tala við mig eða hátalarinn bilar(gúddbæ nokia 3310) þannig að ég ákvað að gera stutt stopp í símanum og versla mér eitt stikki fjarskiptatæki. Ég gekk beint að gæa sem leit út fyrir að vera í bubbles og sagði “mig vantar síma” hann sagði ok og fór í skápinn fyrir aftan sig og tók út myndarlegan kassa og sagði “þessi á að þola eithvað högg og eithvað vatn og hann er með myndavél” ég sagði náttúrulega “já takk” (ég þarf að geta talað í símann í sturtu) og hann stimplaði hann inn og sagði þetta eru 29.900 krónur og ég rétti honum kortið og fór út.

síðan áhvað ég nú að fara og fá mér eina pulsu og kók :P (það er regla ef þú ferð í smáralind þá færðu þér pulsu og kók) og ég fór þangað og þurfti að bíða í 5 manna röð þannig að þetta var orðin lengri tími en tók að versla sér síma.


allavegana þá eru það spurningar dagsins :D

1. Hvernig síma átt þú ?
2. Hvað færð þú þér á pulsuna þína ?
3. Hvernig bíl á Pabbi þinn ?
4. Hver er annar stafurinn í nafninu þínu ?
5. Fynst þér að mörgæsir ættu að ná heimsyfirráði ?

Bætt við 22. maí 2007 - 11:38

Ohhhh já mín svör …

1. Nokia 5500 Sport
2. Eina með öllu takk :D
3. M.Bens 190E
4. É að sjálfsögðu
5. Jább allavegana betri en Bush :D