Þar sem að ég er ný hér á huga og ég sé að þetta er tilgangslaussasta og virkasta áhugamálið þá áhvað ég að pósta hingað frekar en eithvað annað :)

Allavegana þar sem að þetta er minn fyrsti póstur á huga þá myndi ég að öllum líkindum nota hann til þess að segja frá sjálfri mér. En hvar er frumleikinn í því, og metnaðurinn.

Þessi póstur ætla ég að tileinka sögu Tómatsósunnar :-)

En saga tómatsósunnar er nú einmitt Stórmerkileg (með stórum staf) saga sem mörg börn en þann dag í dag segja sín á milli en hún byrjar einmitt á tveim tómötum sem voru á röllti í sínu mesta sakleysi. Komu þeir að götu einni, en nafn þeirrar götu hefur aldrei hingað til komið fram í frásögnum að mér vitandi. Allavegana þá komu þeir að götunni frægu og skima nú tvisvar í báðar áttir og hlusta eftir bílum, en ekkert sjá þeir né heyra í neinum bíl, áfram halda þeir í sínu mesta öryggi yfir götuna þegar að skyndilega annar tómaturinn verður fyrir því óláni að heljarinnar trukkur keyrir yfir hann.

Hinn tómaturinn deyr nú ekki ráðalaus og kallar á eftir honum; “Komdu nú hingað tómatsósan þín”.

Þangað má rekja upphaf tómatsósunnar og er ég þess feginn að hafa orðið ´ljós um þetta á mínum bernsku árum enda um þónokkuð undraverk að ræða
Kveðja.