Nú ligg ég uppi í rúmi og heng í tölvunni minni. Er að deyja úr ógleði og mig langar í alvörunni í skólann á mánudaginn, þarf að tala við fólk.
Eins og þið hafið líklegast heyrt, þá er mikið um veikindi á Ísafirði (kom í fréttum, nanananabúbú…) og í mínum hóp í leikfimi mættu fjórir (erum venjulega c.a. 20) þannig að : vettlingurinn, Addydogg, kindin og systir hennar. Eru öll veik, en bara þrír af mínum vinahóp eru heilsuhraustir: einn áttundabekkingur, einn níundabekkingur og einn tíundabekkingur, og svo ég - en bara á föstudegi.
Svo var Ebeneser að monta sig yfir því í gærkveldi að hann hefði ekkert orðið veikur, og ég tók náttúrulega þátt í því.

Hrein og bein kaldhæðni.