Nei, þessi korkur er ekki um það hvernig á að spá fyrir fólki með því að nota drykki sem búnr eru til úr líkamsvessum þeirra, ef þið hélduð það.

Kók. Svarti drykkurinn. Malt. Dökkbrúni drykkurinn. Liturinn er ekki það eina sem aðgreinir þá, líka bragðið. Merkilegt. Ef þið blandið þessum tveim drykkjum saman, með því að hella fyrst kóki (as in coca cola, ekki cocaine) í glasið sem þið fenguð í skóinn fyrir tveim árum, og síðan fyllið það með malti, þá heitir sá drykkur kók og malt, sem útfærist sem kókómalt.

Þetta hefðbundna kókómalt var því fundið upp með því að blanda saman malti og kóki, taka burtu kókið, setja duft í, taka burtu maltið og setja mjólk í. Nafnið hélt sér, þrátt fyrir hráefnisbreytingar.

(Ofangreint er fróðleiksmoli úr smiðju vansa, fleiri væntanlegir)