talvan mín er biluð svo ég fór hingað niðrá bókasafn með vini mínum.n veit eiginlega ekki hvað ég er að gera, það væri kannski sniðugt að fara heim að læra undir samræmdu. en ég nenni ekki. soldið pirrandi með gosflöskur. ef þú kaupir þér 1/2 liters þá þegar þú ert búinn með hana þá finnst þér þú hafa keypt of lítið en ef þú kaupir eins liters þá geturu ekki klárað hana. ég var að klára 1/2 liters mix núna og mig langar í meira. ég er að vonast eftir að geta spilað EVE:tsg í maí en er ekki viss. vinur minn er að sýna mér heimskuleg teletubbies myndbönd. hvað er þetta eiginlega með tubbana. ef þið hafið horft á einn svona þátt þá vitið þið hversu mikil sýra þetta er þeir segja bara “stórt knús” og “o ó” og endurtaka síðan allt það sem þeir gera. hvað í fjandanum á þetta að þíða, er verið að heila þvo krakkana?
ég er búinn að vera 20 mínotum lengur en ég má vera hérna. screensaverið á tölvunni við hliðina á mér er video af borði úr wolfeinstein 3D. Ætli öllum í heiminum finnist danska leiðinleg? mér finnst hún vera það. ég kom hingað líka í fyrradag. bað um að láta endurnýja bókasafnskortið mitt og ég átti að sækja það þegar ég var búinn í tölvunni en ég gleymdi því. en ég kom aftur í dag og sótti það. ógeðslega hef ég ekkeert að gera. það er svo skrítið að þegar maður er í skólanum þá nennir maður því ekki og hlakkar til að komast í frí en svo þegar maður er kominn í frí þá leiðist manni og maður hefur ekkert að gera. æji ég nenni ekki að skrifa meira. Þvílíkt sorp!