Tunnan! Desember 2005, part 2. *Bíómyndarödding byrjar að tala og myndavél rennir yfir gamalkunnannsal, tunnusalinn, aftur
stútfullann af spenntum áhorfendum, komnir til að fylgjast með verðlaunaafhendingunni*
Kæru sorparar nær og fjær, verið aftur innilega velkominn á seinni part desemberverðlauna Tunnunar!
*Salur klikkast*
Fyrir þá sem ekki muna erum við búinn að útdeila 5 verðalaunum og eigum fimm eftir,
fimm gífurlega frábær, merkilega og spennandi verðlaun.
En áður en við höldum áfram að fá verðlaun þá munum við leyfa ykkur sorpurum að líta
aðeins á þann merka og yndislega stað, stjórnanda Vippa herbergið! Atli, yfir til þín.
*Klippt yfir á myndavél sem sýnir Atla standa fyrir utan hurð sem á stendur V.I.P á, hann lýtur pirraður út, myndinni er varpað
á breiðtjald í stóra salnum*

Atli: Já hér erum við fyrir utan V.I.P herbergið sem er víst AÐEINS fyrir STJÓRNENDUR en EKKI fyrir DÓMNEFND eins og maður myndi
halda og að sjálfsögðu búast við!!! En já allavega, þrátt fyrir þessa ógurlegu ÓSANNGIRNI að dómnefndin fái ekki að vera í
V.I.P herbergi heldur BARA STJÓRNENDUR þá fengum við leyfi til að líta inn til að sýna munað STJÓRNANDANNA sem dómnefndind fær
víst EKKI að njóta…..*muldrar eitthvað* Jæja komum okkur þá inn…*strunsar inn og myndavélagaurinn á eftir honum*
*Benni situr í góðu chilli í leðursófa, með stóra gullkeðju með stóru B á, demantspinna í auganu og demants hringi í nipplunum
klæddur í aðeins handklæði með gylltum útsaumuðum V.I.P stöfum, að fá fótsnyrtingu og nudd og með kampavínsflösku, kavíar og vínber, LucyTree við hlið hans
að fá sama service, klædd í gylltan glansani kjól með demants hálsmen og demantsarmbönd, Leifur er síðan í lazy boy stól að horfa út um stóran glugga yfir stóra salinn
og að horfa á sjálfann sig á stóra tjaldinu í salnum með Þórhildi í fanginu, hún er í rauðum glansandi kjól með stóra demantseyrnalokka og helling af hringjum
með misslitum gimsteinum, hann er í úrvals jakkafötum,fjólubláum, með bindi, með stólinn á nuddstillingu og með lappirnar í heitu
vatni með fínasta rauðvín og ýmsar ostategundir, með sólgleraugu og eins keðju og Benni nema bara með L-i og með gull armbönd líka,
Hugi er síðan í heitapottinum, með marglita froðu og tvær ofurfyrirsætur með sér, með eins sólgleraugu og þeir og með gull hringi
á báðum höndum sem mynda á einni HUGI og hinni HUNK, fyrirsæturnar að mata hann á mismunandi konfekt molum sem hann spýtir út úr
sér og sjálfvirk ryksuga (úr gulli að sjálfsögðu) sýgur upp ef honum finnst þeir vondir*
Atli: Já hér erum við með V.I.p herbergið og inni í því “Vippanna” svokölluðu.
Segðu mér Benni, hvernig er að vera hérna inni, vitandi af því að restinn af dómnefndinni fær ekki einu sinni sæti í
helvítis salnum né geymsluskáp né pláss í fatahenginu svo restin af dómnefndinni þarf að labba um með þetta!
*Lyftir upp gyllta blaðinu, níðþungt greinilgea, verðlaunum fyrir bestu fréttina* Hvert sem er? Ha Benni? Svaraðu því?
Benni: Atli minn, svona bara er þetta, við gátum ekki reddað betri díl en að aðeins stjórnendur fengu V.I.P passa.
Atli: OOOG máttu velja með sér sérstaka gesti?!?!?!?!?!
Benni: Ha? Já það líka en það er aukaatriði.
Atli: Í staðinn fyrir sérstaka gesti datt ykkur ekki í hug að fá að leyfa restinni af dómnefndinni að fá V.I.P passa?
DÓMNEFNDIN ÞJÁIST BENEDIKT!!!!!!
Benni: Atli minn, slappaðu af annars læt ég henda þér, 1000 króna klippingunni þinni, jakkafötunum sem þú féxt lánuð hjá Rauða Krossinum
og þessum cameru manni þínum út.
Atli: *snýr sér að cameru manni* Náðirðu þessu? *snýr sér aftur að Benna* Já þá hætti ég nú bara að tala við þig!!!
*Atli gengur að Leifi og sparkar fast í stöngina á stólnum svo bakið hallast alveg aftur og LEifur og Þórhildur liggja,
Atli lítur niður og byrjar að tala*
Atli: Leifur! Getur ÞÚ útskýrt hvers vegna dómnefndin þarf að borga til að fara á klósettið meðan þið fáið klósett úr gulli
og skeinið ykkur með klósettpappír úr demöntum!!!!!!!! *nuddar smá demantsklósettpappír í myndavélalinsuna*
Leifur: Atli, við erum búnir að ræða þetta, við þurftum að spara kostnað svo við gátum ekki látið alla fá V.I.P passa.
Atli: Já en! En! Sparið þið pening með því að hafa þetta *lyftir upp silfur banana*?!?!?! Eða þetta *Lyftir upp kertastjaka
allsettum smarögðum*!?!?!?!
Leifur: No comment.
Atli: Nei að sjálfsögðu ekki því þetta er óútskýranlegt!
*Gengur að Huga, skvettir vatni á hann*
Atli: Hugi, hvernig spararðu pening með því að *stingur höfðinu á kaf í pottin og kemur aftur upp og sleikir út um*
Hafa upphitað kampavín í staðinn fyri vatn? Hmm?
Hugi: Verðir!
*Stóri verðir koma og taka Atla burt og cameruamanninn*
Atli: Við náðum þessu öllu! Þessi spilling mun ekki líðast lengur!!!

*Skyndilega verður allt svart á stjóra skjánum í stóra salnum og á skjáinn koma eftirfarandi skilaboð
:“Allt sem gerðist þarna var sviðsett og átti sér ekki stað í raunveruleikanum”, ef hlustað er vel heyrist
Atli hrópa “Neeeeeiiii!!!, eftir stutta stund af engu nema þessum skilaboðum gengur Benni inn á sviðið.*
Benni: Þetta var nú aldeilis húmorískt, sniðug hugmynd hjá honum Atla að láta eins og við værum spilltir
og illir, hann er nú meiri kallinn, en allvega, fyrstu verðlaun seinni parts afhendingarinnar eru verðlaunin
um Ljósku mánaðarins!!!! Mjög indæll flokkur en þó kannski eini flokkurinn sem fólk vill ekki vinna í.
Tilnefningarnar fyrir Ljóska mánaðarins eru:

vettlingurinn
frikadella
foxyme

Benni: Og sigurvegarinn er…Surprise surprise, Fríða (vettlingurinn)!!!!!
*Salur klikkast, á stóra skjánum kviknar mynd af Fríðu í sjúkrarúmi, voða glöð*
Benni: Til hamingju Fríða! Þetta eru önnur verðlaunin þín í kvöld!
Fríða: Jei =D Nú er ég glöð =) Frábært að fá svona mörg verðlaun en hey, gætuð þið reynt að
koma mér sem fyrst burt af þessum spítala…er ekki hrifinn af spítölum.
Benni: Ekkert vandamál Fríða! *smellir fingrum og Fríða birtist á sviðinu prúðbúin*
Fríða: Vó!
Benni: Hér færðu verðlaunin *Gull stytta af ljósri hárkollu*
Fríða: Jei takk =D
*Hleypur af sviðinu og fer að monta sig við fólk um að hún eigi TVÖ verðlaun*
Benni: Ég verð nú að segja að þetta kom mér ekki á óvart en til hammó Fríða, þú ert fyrsta
manneskjan til að fá TVÖ verðlaun! En næstu verðlaun eru væri hægt að segja SÖGULEG *heldur niðri hlátrinum*
þau munu jafnvel fara á spjöld SÖGUNNAR *Berst við að hlæja ekki en getur það ekki og brýst í hlátur, eftir smá hlátur heldur hann áfram*
Næstu verðlaun eru nefnilega fyrir bestu söguna í desember og tilnefningarnar fyrir bestu söguna fá:

Zweistein - Sorp Wars

Benni: Heyrðu þá er nú nokkuð augljós hver vinnur með einróma samþykki og allt!
SORP WARS ER SÖGUFLOKKUR MÁNAÐARINS!

*Zwestein stendur upp og tekur hin verðlauninn með sér til að sýna að hann á líka TVÖ*

Benni: Til hamingju Zweistein! Nú eru TVEIR búnir að vinna TVÖ verðlaun, það mætti segja
að þetta væri TVISTA kvöld *Hlær mjög mikið en enginn annar..dauft klapp heyrist úr salnum*
Zweistein: Benni minn, láttu skondnasta sorparann um svona hluti *segir brandara enn fyndnari en þann fyrri og
allir hlæja í sirka hálftíma….nema Benni*
Benni: Mér fannst minn nú betri….jæja komdu þér burt við þurfum að halda áfram *ýtir Zweistein af sviðinu og hendir á eftir honum
gull styttu sem er blek krús með fjaðurpenna upp úr*
Benni: Á eftir næstu verðlaunum mun koma alveg vægast sagt æðislegt skemmtiatriði sem við erum öll
örugglega mjög spennt að sjá svo lets get down to business!
Eftir næstu verðlaun verða óbeint 3 aðilar komnir með 2 verðlaun, það eru Fríða, Zweistein og TSNG!
Því næstu verðlaun eru fyrir Fréttmann mánaðarins!!!
Tilnefningarnar fyrir fréttmaður mánaðarins fá:

Pikknikk
allidude
sky
MadClaw

Og fréttmaður mánaðarins eeeer:
sky!1!1!1!1!1!1!111!1!1!!!1!1!1!!!!!!!!

*Sky, enn að spegla sig bregður svo mikið að hún kreistir spegilinn fast og hann brotnar
og glerbrotinn fljúga í andlitið á einhverjum óheppnum manni fyrir aftan hana sem öskrar hástöfum
OH MY GOD!!! THE PAIN!!! MAKE IT STOP!!!!!!!! En öllum er hjartanlega sama því sky var að vinna =) svo hún
hleypur upp á svið*
Benni: Til hamingju Dagný! Þú ert fréttamaður mánaðarins!
sky: Frábært!!! Komdu nú með verðlaunin! *Hrifsar til sín gyllta míkrafóninn, Benni bakkar undan*
Benni: Nohh, bara svona ánægð!
sky: My…preciusssssssshshshshshshs!
Benni: Hehe já sko hehe ehh…Verðir!
*Verðir koma og bera Dagnýu aftur í sæti sitt*
Benni: En jæja nú er komið að skemmtiatriði svo að bíðið bara í smástund þolinmóð og njótið
svo atriðisins.
*Benni labbar af sviðinu og ljósin dempast í….svarta myrkur, eftir þó nokkurn tíma
þá byrjar þvílíkt grúví taktur að spilast úr hljóðkerfinu og bassinn hristir húsið, skyndilega kvikna ljósin
og risa bling bling hengur í loftinu og fyrir aftan þá á tjaldi er myndband af Huga og Leif að partýa þvílíkt
í risa setrum með ofurfyrirsætum með nóg af búsi og öllu saman og með heilu byssusöfnin á veggjum*

*Hugi labbar inn í víðum blingblingfötum, á eftir kemur Leifzi úbersvalur í álíka kúl blingblingfötum, Hugi grípur í de la mæk (úr gulli og demantsskreyttura að sjálfssögðu) og segir*

Jó jó jó jó jó jó blámennirnir mínir, gerið smá háááááávaða!

*salur þegir*

*Hugi missir andlitið smá en ekki það mikið, Leifzi ákveður að starta lagið með miklum tillþrifum svo blingið hossast í allar áttir*

Jó jó jó, ég er hér með lítið flott og lítið jójó
og ég er miklu betri en kellingin hún bíbí Gógó
Við Hugi kallinn representum alla þá sem fóru sóló
en ákvaðu svo að vera hip og kúl og sameina sig
Og nú við stöndum hérna uppá sviði you *beep* leimass bitsh
og við erum svo fine að stúlkurnar sem höfðu verið að geyma sig
missa sig og stökkva uppí til okkar og missa sitt sakleysi
og hrósa okkur svo fyrir frammistöðu á við sjálfan Geysi
*Leifzi þagnar en um leið byrjar Hugi á úberrappinu sínu og “slammar” höfðinu í hringi svo blingið sveiflast í hringi*
Við eigum líka peninga og háhýsi en engin hreysi
við erum ríkir kúl gaurar með stór og mikil blingbling
höldum partý alla daga með stúlkur sem eru í því
fullar á við veskin okkar, útúrdópaðar að öskra *báðir*”bíbí!“
við erum harðir gaurar og höfum miljón sinnum verið skotnir
tjah, kannski bara í stelpum en við erum samt sko rosaflottir
við förum útað labba og stelpur öskra að okkur ”stoppið!
við erum ekki sluts en við viljum samt að þið píkunokkar opnið“
*Hugi og Leifur báðir í einu í viðlaginu*
Því við erum blingbling gaurar
rosaharðir blingbling gaurar
og við þurfum ekki að laumast
því við erum blingbling gaurar

*áhorfendur sem hafa verið að kveljast allt versið kasta ávöxtum og grænmeti uppá svið og reka okkur í burtu… pff*

*Eftir smá stund af engu á sviðinu slökkna ljósin aftur, eftir stutta stund af kveiktum ljósum heyrist þríraddað
svona ”úúúúúh!" (voða skært dæmi, þegar ljósin kvikna standa Lína, Beta og Kyra á sviðinu, næstum naktar aðeins
í gylltum bíkíní sundfötum,…ímyndið ykkur þetta aðeins og höldum svo áfram*, þær eru allar með svona
söngkonu minimic dæmi eins og kynnarnir og byrja að syngja og dansa, ímyndið ykkur svona destinys child/britney/shakira/christina aq/sugababes
/madonna bara djarfara*

*Lína*
VIð höfum lent í því sem kallast ást
höfum við hana þurft að kljást
en þeir sem við hana þurfa að fást
vita hvað hún er skrítin þessi ást
Kallana við höfum aldrei skilið
við höfum gefið þeim svo mikið
en þeir hafa á móti gefið lítið
*Ljósin dofna og verða voða rauðleit*
*Beta*
Svo við ákváðum að standa upp og mótmæla
þeir fara með okkur eins og sína litlu þræla
en núna munu þeir ei lengur okkur niðurbæla
Við upp tökum litla hnífa,
svo agnarlitla hnífa
og við þá munum rífa
og upp skera og skilja eftir blæðandi
þeir hafa verið svo særandi
en hver er núna liggjandi?
*Smá klámmyndafílingur kemst í undirspilið og stelpurnar byrja að nuddast við hvor aðra mikið
og eru vægast sagt mjög djarfar við hvor aðra*
*Kyra*
Þetta núna er frágengið
þetta sem við höfum beðið eftir lengi
en getur núna gerst því ég kallinn hengdi
Við saman í rúmið förum
og þó við höfum fullt af örum
á bæði fótum sem og höndum
þá erum við ei lengur bundnar böndum
getum saman legið, og kysst hvor aðra fallega
og faðmast núna loksins og verið saman - alvarlega
Því hver segir að lesbísk ást
sé ekki ást?
*Nú fara stelpurnar í massífan sleik, smá stunur og ljósin slökkna*
*Áhorfendur stara ALLIR, karlar sem konur á sviðið og slefa eftir stutta stund kviknar aftur
og þá gengur Benni á sviðið og áhorfendur rifna upp úr þessu*

Benni: Yeah! Þetta var magnað! Bæði Leifur, Hugi og stúlkurnar! En við megum ekki gleyma okkur
í kynþokka, bóllist, bling blingi og rappi því við þurfum að halda áfram með þessa
verðlaunaafhendingu. Næsti flokkur er flokkurinn Samkunduatvik mánaðarins og þar voru
engar tilnefningar heldur valdi dómnefndin bara og vegna ýmisra skemmtilega hluta voru valin
tvö atvik. Þau atvik voruuuuuuuuu *sprengingar eldur og blöðrur og bátar og bílar og þyrlur og allt*
*Öskrar allt sem kemur hér á eftir með mangþrunginni rödd sem ekki er hægt annað en að hlusta á, svona gaur að
auglýsa æðislegan bíla eða ferða pakka sem bjargar lífi þínu alveg og er að lifa sig inn í það*
Allir á einni samkomunni fóru úr strætó rétt hjá húsi Atla, leituðu upplýsinga um hvar hann byggji hjá vegfarenda krökkum,
allt í einu birtast þau svo öll í stigaganginum hjá Atla meðan hann er bara að tjilla og horfa á spaugstofuna!
Kom honum víst mikið á óvart en hann kom með og skemmti sér vel!
Hitt atvikið var svo leifur3!
Leifur2 sem var LucyTree, kom ekki alveg nógu vel í staðinn fyrir ekta Leif, svo að þegar ég var minnir mig búinn að borða subwayinn minn,
tók ég eina servíettu sem er vafið utan um subwayinn, og spurði hvort e-r væri með penna. enginn var með penna, svo ég fór að þarna
borðinu þar sem maður fyllir út lottó og 1x2 og það, og teiknaði mynd af leif á servíettuna með pennanum sem var þar. síðan sat Leifur hjá
okkur þangað til við fórum frá essó, en þá gleymdum við honum óvart í essó. ég held að örlög leifs3 hafi verið ruslatunnan!!!!!
*andar mikið og er alveg rauður í framan*
Benni: Ég vill biðja alla sem voru á báðum þessum samkomum að koma hér upp á svið og fá öll lítil verðlaun.
*Allir fara upp á svið, smá troðningur á leiðinni og 2 eða 36 troðast undir, öll fá þau dúkkur (bara litlar sætar heimatilbúnar)
af öllum sem voru á samkomunum, allir fá af öllum nema sjálfum sér.*
Benni: VOða krúttlegt? Gerði þetta alveg sjálfur!
*Allir knúsa og kyssa Benna fyrir frábæru verðlaunin og fara svo*

Benni: Jæja, eins sorglegt og leiðinlegt og það er þá er núna komið að seinustu verðlaunum kvöldsins.
Eftir þessi verðlaun er aðeins eftir kveðjan OG þegar það verður upplýst hver er leynimeðlimur dómnefndar.+
Ég legg til að við tökum okkur smá tíma til að meta þetta augnablik og höldum svo áfram.
[Allir stoppa og meta augnablikið]
Benni: EInmitt svona, en seinustu verðlaun kvöldsins eru alveg sveitt svöl og eru verðlaunin
um virkasta sorpara mánaðrins, tilnefningarnar fengu:

supernanny
allidude

Og virkasti sorparinn í desembermánuði 2006 eeeeeer *undirmeðvitundarskilaboð* elskið mig *undirmeðvitundarsrkilaboð enda*
Allidude!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
*Salur gjörsamlega brjálast og rífur sig úr fötunum og étur hvort annað og allur pakinn*
*Alli flýr upp á svið og er frá sér numinn af gleði, í sjöunda himni*
Benni: Til hamingju Alexander!
Alli: YEAH! Mín fyrstu verðlaun! HELL YEAH!!! Vúhúúú!!!!
Benni: Hérna *Verðlaunin eru tölva, 500 ghz örgjöri, úr gulli og demöntum, allt besta equip
í heiminum og tölvustóll úr heimsinsbesta efni ásamt helling af snakki*
Benni: Nú verða stundirnar sem þú eyðir á sorpinu ENN þægilegari!
Alli: Takk! Takk kærlega!
*Hleypur niður í sal með tölvuna og missir hana….hún er ónýt*
Alli: *Starir á brotna tölvuna*
Benni: Tough luck (er svona á svipinn =))
Alli: *Starir á brotnu tölvuna*
Benni: Oh what the hell hér er ný! *Gefur honum nýja alveg eins tölvu.
Alli: Yay =D *Hleypur í salinn með hana*

Benni: En jæja kæru áhorfendur, nú er komið að stundinni sem maður vill helst ekki að komi,
það er kveðjustundin. Við höfum farið í gegnum margt merkilegt, blóðugt, skemmtilegt og æsandi hér
í þessum verðlaunum en nú er það allt búið, en hey, lítum á björtu hliðarnar.
Hver kveðjustund leiðir til þess að það er styttra í að hittast næst.

*Skyndilega kemur geðveik sprenging og eldur og flugeldar og inn á sviðið koma Benni,
Hugi, Leifur, Skullfuck, Road Kill (Þó Skullfuck og Roadkill séu eiginlega sama hljómsveitin en gaurarnir
eru bara klónaðir núna =) tveir af öllum, Lína, Beta, Kyra*

Öll í einu við undirspil Skullfuck og Roadkill:
Já hver kveðjustund, er gull í mund.
Því hver kveðjustund, boðar endurfund.
Hver kveðjustund, hún léttir lund.
ÞVí kveðjustund boðar endurfund.

[Gítarsóló frá Gunna í Roadkill]
[Gítarsóló frá Master of Ultimate destruction and Pain í Skullfuck]
[Gítarsóló frá Ella í Roadkill]
[Gítarsóló fra Violnece of Death í Skullfuck]

*Undirspil verður mjög þungt og Master of Ultimate destruction and Pain í Skullfuck “syngur” einn*
Að kveðja er frábært.
Að kveðja er fínt.
Þá er styttra í að ég geti þig pínt.
[Allir í skullfuck taka bakraddir núna]
OOOOH MY GOD!!! THE PAIN!!!! MAKE IT STOP!!!!

*undirspil verður svona funky R & B og stelpurnar 3 byrja að syngja*

Lína:
úúúúú þegar ég þarf að kveðja.
Um mig fara straumar.

Beta: Straumar gleði og spennu.
Gleðin í mér kraumar

Kyra: Því alltaf er ég kveð.
Þá veit að það styttist.

Allar:
Í okkar endurfundi.
Að sálir okkar hittist.

[Bassa sóló frá Danna í Roadkill]
[Trommu sóló frá Vigga í Roadkill og Nigtmare of Hell and Death úr Skullfuck í einu]

*Um leið og það hættir kemur skyndilega fljúgandi geimskip og út úr því geimskip*

Geimvera 1: Við heyrðum að hér væri í gangi kveðjustund?
Geimvera 2: Já og við bara urðum að koma.
Geimvera 3: Maður getur ekki misst af kveðjustund!
Allar: Því kveðjustund táknar endurfund!

Öll hin: Já svo sannarlega!

*Öll, líka geimverur*
Já hver kveðjustund, er gull í mund.
Því hver kveðjustund, boðar endurfund.
Hver kveðjustund, hún léttir lund.
ÞVí kveðjustund boðar endurfund.

*Leifur og Hugi rappa aftur, voða 50 cent legt bít*

Leifur:Þó þú munir kveðja skaltu ekki vera down.
Hugi:Þegar kveðjustundin kemur ekki setja upp frown.
Leifur:Því það eru ýmsir kostir, við kveðjustund.
Hugi: Já *bleep* kveðjustund!
Báðir: Boðar endurfund!

*Öll saman*
Já hver kveðjustund, er gull í mund.
Því hver kveðjustund, boðar endurfund.
Hver kveðjustund, hún léttir lund.
ÞVí kveðjustund boðar endurfund.

*Skyndilega kemur fljúgandi loftskip, réttara sagt Zeppelin og úr því sígur pallur
og á honum er öll Led Zeppelin (ó já líka John Bonham) að spila og í miðjunni stendur Jimmy Page (gítarleikari Led Zeppelin) og tekur klikkað sóló*
*Allt í einu kemur eldsprenging og þegar hún hverfur stendur Dave Mustaine og tekur klikkað sóló líka*
*Allt í einu koma líka 2 líkkistur úr jörðiinni hlið við hlið og þær opnast og þá
stökkva út Jimi Hendrix og tekur klikkað sóló, og síðan strax á eftir honum stekkur
út Dimebag Darrell og tekur klikkað sóló, skyndilega poppar upp þriðja kistan og
Chuck Schuldiner stekkur úr henni og tekur klikkað sóló og öskur*

Jimi Hendrix: (Purple Haze, söngurinn er einmitt samatempó og byrjunar söngurinn í því)
Yeah!
When I say goodbye I don't feel blue
because it shortens the time untill I see you
I just lay back and smoke my weed.
And look forward, to the next time we'll meet.

[Jimi Hendrix Solo]

*Death metal undirspil*

Chuck Schuldiner:
Oooh!
Goodbye moments, are not so bad.
Its just like death, don't fear it and be sad.
Just take it with a smile, don't fear it, don't bother.
Cause it makes it soones that we'll each other.

[Chuck sóló]

*Pantera style undirspil*

Dimebag:
Hell yeah!

[Dimebag sóló]

*Happy happy happy lag*

*Öll saman*
Já hver kveðjustund, er gull í mund.
Því hver kveðjustund, boðar endurfund.
Hver kveðjustund, hún léttir lund.
ÞVí kveðjustund boðar endurfund.

*Á mótórhjóli koma Judas Priest keyrandi í gegnum sviðsmyndina og Zakk Wylde með þeim,
K.K. Downing, Glenn Tipton og Zakk Wylde stökkva allir af hjólunum og láta þau rúlla áfram.
Lenda allir standanda og taka sóló hlið við hlið*

*Undirspilið verður algjör klassa heavy metal*

Robert Halford í JUdas Priest:
Goodbye moments, are really great.
Its fantastic to say goodbye to a mate.
A guy or a gal, white or black.
You always know that they're coming back!

*Skyndilega kemur upp úr sviðinu á palli Kurt Cobain*

Kurt Cobain: (Lithium undirspilið nema bara fleiri hljóðfæri)
I'm so happy, cause todayyy i saw this show.
It was great.
I'm so happy, I saw it allll.
I didn't show up late, fu***ng great.
I was so exited, I couldn't waaaiiit.
To find out who.
Would win what.
I'm so high now, before i caaame.
I smoked a bunch of pot.

YEAHHEHEHEEHHHH!!
YEAHEHEHEEEEEEEEEHEH!
YEAHHEHEHEEHHHH!!
YEAHEHEHEEEEEEEEEHEH!

*Undirspil verður geðveikt hratt og Megadeth legt*

Dave Mustaine:
I like goodbyes, but it depends.
If your saying goodbye to your rivals or friends.
To your friends? They're coming back, no grievin'.
To your rivals? Well you can be glad that they're leavin'!

*Marty Friedman stekkur út úr Dave Mustaine (já út úr honum) og tekur klikkað sóló og á
sama tíma hlaupa inn á sviðið The Who, Elvis*

*Voða happy undirspil*

*Öllsaman*
Já hver kveðjustund, er gull í mund.
Því hver kveðjustund, boðar endurfund.
Hver kveðjustund, hún léttir lund.
ÞVí kveðjustund boðar endurfund.

*Out of nowhere kemur fljúgandi engill en ekki hvaða engill sem er, engillinn af 2Pac!!

*Geðveikt grúví undirspil*

2Pac:

Hello my homies!
Hello my friends.
Now this show has come to its end.
You've all been awesome, you've all been fantastic.
And the show itself, has been really boombastic!


*Skyndilega hættir allt undirspil, 2pac lendir og Benni labbar að micnum*

Benni: Kæru áhorfendur, við þökkum fyrir áhorfið og vonum að þið verðið jafn yndisleg næst.
En núna er komið að því að þið fáið að vita hver var 4 meðlimur dómnefndar!
Þið hafið öll beðið spennt og sennilega haft ykkar tilgátur en nú kemur það.
Fjórði meðlimurinn eeeeeeeeeeeer!!!
*Geðveikar sprenginar, allir hljóðfæraleikararnir klikkast, dansararnir dansa,
geimverurnar skjóta geislum út um allt og loft farið burstar í eld, skyndilega fellur
tjald burtu og á bak við það situr í stól*
Allir: Kynlífsdúkka?
Hugi: Úpps, vitlaust tjald
*Rétta tjaldið opnast og út stekkur
Allir: vansi!!!!!
*og lendir á hnjánum, haldandi á míkrafón með sólgleraugu og í leðurjakka og voða svalur
með svona grease look og allt undirspilið byrjar aftur, voða mikið grease undirspil*

Atli:
Já ég er sá fjórði í þessu liði.
Það er *geðveikt hátt upp* frábært!
*aftur niður* Ég titr' og er allur á iði!
En núna ég þarf að segja bless.
Hittumst bráðum! Kát og hress!

Öll:
Kááááááááááááát
oooooooooooog
*geðveikt margar áttundir, allt frá dýpsta söng upp í hæstu píkuskræki en allt í réttri tónhæð
bara svona sirka 32 raddað eða eitthvað*
Hreeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeesss!!

*Sprenging og öll ljós slokkna og allur eldur og allt hverfur*


Vonandi höfðuð þið gaman af þessu og ímynduðuuð ykkur endaatriðið eins og ég =)
Vill þakka Leifi fyrir hjálp við textasmíðar, Atla fyrir hjálpa mér með innkomu sína
og að muna nokkur atriði og Benna fyrir þessa líka FRÁBÆRU góðmennsku að kynna í staðin
fyrir að hanga í V.I.P room með okkur allan tímann, þó að hann hafi fengið að vera þar
meðan skemmtiatriðin voru var þetta mikil fórn!