Myndbandið var birt á netinu nú í hádeginu undir vefslóðinni eurovision.vodafone.is

En það væri gaman að heyra ykkar skoðun, bæði á myndbandinu og þeirri nýju breytingu að flytja lagið á móðurmálinu okkar en ekki ensku eins og hefur verið venjan síðustu ár.

Sjálfum finnnst mér mjög skemmtilegt að lagið verði flutt á íslensku úti í Malmö en þá er alltaf hættan að boðskapur lagsins komist ekki til skila. Eins er hinn handleggurinn að þegar lög eru fært yfir á annað tungumál þá verðu boðskapurinn afbakaður. Ég hef þó mikla trú á laginu í ár. Jafnvel gæti áhrif íslensku tungunnar haft jákvæð áhrif á árangur lagsins í keppninni.

Eins er ég mjög ánægður með myndbandið sem samanstendur af flottum skotum og klippingu. Þó er ég ekki alveg að fíla þessi teiknimyndabrot sem koma inn á milli. Þó svo að þau geti komið vel inn sem uppbrot finnst mér þau ekki passa inn í myndbandinu.
Sviðstjóri á hugi.is