Halló

Ef við tökum öll lögin sem eru að keppa í Eurovision núna árið 2009. Hvaða fimm lög finnst ykkur best? Þá er ég bara að tala um hvað ykkur finnst best, ekkert hvaða lög þið haldið að komist áfram eða neitt. Bara…hvað eruð þið að fíla?

Ég er búin að hlusta á flest þessi lög nokkrum sinnum. Það er alltaf erfitt að velja svona lög en ég held að minn listi sé svona:

1.Noregur
Ég vona að þeir vinni! Þetta er æðislegt lag! Ohh, bara elska það :) Elskaði það áður en ég sá það á sviði…og eftir að ég sá það á sviði heillaðist ég bara algjörlega að því!

2.Sviss
Hef bara séð neikvæða dóma um þetta lag allsstaðar :/ Mjög leiðinlegt. En allavegana, mér finnst þetta æðislegt lag! Rosalega flott og mér finnst það allveg eiga heima í Eurovison eins og annarsstaðar. Vona að þeir komist áfram, en er alls ekki svo viss um það.

3.Finnland
Það væri líka gaman ef þeir myndu vinna með þetta lag. Ótrúlega flott lag! Held ég þurfi ekkert að útskýra afhverju :)

4. Azerbaijan
Mér finnst þetta rosalega flott lag. Fæ aldrei leið á að hlusta á það og fæ það rosalega á heilan. (Á skemmtilegan hátt). Það er verst ef þau verða fölsk á sviðinu samt. Þá skemma þau þetta allveg, þau eru nefnilega með rosalega flott lag í höndunum!

5.Búlgaría
Þegar ég heyrði það fyrst fannst mér það ekkert spes. Bara ágætt en núna þegar ég er búin að hlusta á það nokkrum sinnum er ég farin að elska það. Það er eitthvað spes við þetta…en samt eitthvað svo flott.
—————————

Jamm, þetta er mitt. Væri samt allveg vís til að skipta um skoðun með þetta. Það skiptir líka máli hvernig þau flytja þetta allt á sviðinu! En svona er staðan núna. Hvernig er hún hjá ykkur? :)
An eye for an eye makes the whole world blind