Ok, við komumst ekki áfram, en ég veit af hverju. Það er ekki út af stóra Austur-Evrópusamsærinu, heldur vegna þess að við vorum ekki með nógu marga gítarleikara. Ef við hefðum sleppt trommuleikaranum, og látið bæði hann og Eirík fá gítara þá hefðum við pottþétt komist áfram.

Einnig þá hefði textinn mátt vera ennþá lélegri, við hefðum átt að nota enska textann hans Kristjáns Hreins. Einnig máttu gítarleikararnir vera aðeins luralegri og trommuleikarinn, fyrst hann þurfti að spila á trommur, hefði mátt geifla sig aðeins meira. Hann gerði nefnilega ekki nóg af því.

Ég er að segja ykkur það að ef við hefðum gert allt þetta hefðum við flogið inn í úrslitin.