Í uppáhaldi
Mig langaði að spyrja hvort fólk hafi fylgst með Júróvisjón í langan tíma? Er einhver hérna aðdándi frá því árið 1982 og kann öll lögin utan að (Þetta hljómar kannski ýkt en ég hef hitt fólk sem gat sönglað lög frá ýmsum tímabilum keppninnar, nóg að biðja um franska lagið frá 1987 eða það íslenska frá 1994)? Eigið þið ykkur uppáhaldsár? Ég er nú ekki svo djúpt sokkin í þetta áhugamál en hef samt fylgst með keppninni frá því 1986 (var reyndar bara fimm ára en man samt eftir íslenska laginu) en af mismiklum áhuga. Síðustu árin hefur áhuginn samt aukist enda farið að gefa út diska með öllum lögunum og svona. Mitt uppáhaldsár er, held ég (erfitt ad dæma) 2000 thegar Brainstorm-verjar tóku þátt med laginu “My Star”. Endilega komið með ykkar álit!