Það gerist oft (ömurlegt en satt) að Íslendingar verði of sigurvissir. Ég gæti talið upp dæmi en þá væri ég að telja upp eiginlega öll lögin sem send hafa verið í þessa keppni. Íslendingar eru alltaf svo vissir um að þeir eigi eftir að vinna… þeir hlaupa út á engi eins og hirtir, beint fyrir framan veiðimennina með rifflana og bíða eftir að verða skotnir niður. Verða svo geðveikt heartbroken vegna tapsins því þeir allan hugann við að vinna. Vandamálið er að innan um svona náunga, þá verður maður svo sigurviss sjálfur að maður dregst niður í svaðið þegar við töpum… enn og aftur. Ég er alls ekki að segja að Íslendingar eigi eftir að grúttapa keppninni fram undan en það er svo óþolandi að tapa þegar maður veit að maður eigi eftir að vinna. Þegar maður fer í keppnir er alltaf gaman að vera bjartsýnn, en það er munur á bjartsýni og sigurvissu. Meðal annars, munið þið í hvaða sæti við lentum í, í fyrra?? ;) Nee, eins og ég sagði þá er ég ekki að segja að við lendum neðarlega (ef við verðum með sömu stig og vanalega). Ég er að segja að ef við verðum viss um að lenda ofarlega (ef ekki efst) þá verður leiðinlegra að lenda neðarlega.

Áfram Ísland! ;)

- Kexi
_________________________________________________