Nú bý ég í Danmörku, og um seinustu helgi var haldin svona barnasöngvakeppni. Krakkarnir áttu að senda inn lög sem þau sjálf höfðu samið og voru valin 10 lög til að keppa. Þetta voru alveg ótrúlega flott lög miðað við aldur krakkana og ég verð bara að segja: Nokkur af þessum lögum voru betri en sum lög í Eurovision, sem er auðvitað fullorðinskeppni! En nóg um það. Svo vinnur einhver 11 ára stelpa OG mun fara seinna í svona barna-Eurovision(haldið í október held ég). Þarna erum við komin að aðalmálinu. Ég leitaði aðeins á netinu og svoleiðis um þetta, og sá að 15 eða 16 lönd eru að keppa. Svo byrjaði ég að pæla…er Ísland eitthvað að hugsa um að vera með? Finnst ykkur við vera of fá til að geta haldið undankeppni og svona? Ég veit að það eru fullt af heifileikaríkum krökkum þarna úti á milli 8 og 15 ára sem geta búið til lag og sungið það!

by the way: YES! EUROVISIONÁHUGAMÁL!

kv. Tobba3