Nýjar og “gamlar” fréttir og slúður úr Eurovision heiminum :

*Kósóvó sýnir mikinn áhuga á því að ganga inn í heim Eurovision og taka þar með þátt 2009. En Kósavó er ekki meðlimur af EBU (European Broadcasting Union) enn svo að ekkert er komið á hreint.

*Stóru fjóru (Big 4) löndin, Bretland, Þýskaland, Frakkland og Spánn eiga á hættu að missa forgang sinn í Eurovision að sögn skipuleggjenda keppninar.
BBC tekur vel í það og margir telja að óvelgengni Stóru fjóru sé af sökum þess að þau eiga fast sæti í úrslitunum. Fólk kýs þau ekki vegna þess að því finnst þetta ósanngjarnt.

*Öll núv. Stóru fjóru löndin hafa staðfest þátttöku að ári nema Frakkland.

*Túnis (fyrir þá sem ekki vita er það Afríku-þjóð) hefur gefið frá sér yfirlýsingu að þeir muni ekki taka þátt í náinni framtíð.
Vegna araba-gyðinga deilunar kannski?

*Andorra ákveður í september hvort að þeir taki þátt á næsta ári.

*Lúxemborg hefur lýst því yfir að þeir hafi ekki ennþá áhuga á Eurovision þrátt fyrir að hafa unnið þrisvar. Þeir drógu sig úr keppnini árið 1993.

*Framtíð Póllands í Eurovision er óvís. Póllverjar taka ákvörðun um það í október.

*Líkur eru á því að Austurríki og Slóvakía snúi aftur í keppnina, einnig hefur heyrst að Ítalía varði aftur með okkur á næsta ári.

*System of a Down hefur lýst yfir miklum áhuga á keppninni og mun [kannski keppa fyrir Armeníu að ári.

*Keppnin stendur yfir 12-16 maí í Moskvu á næsta ári.

*Hátiðin fer fram í Olimpiisky-höllinni í Moskvu á næsta ári.

*Forkeppnin hérna heima fyrir Eurovision 2009 verður töluvert stittri en sú sem var í ár. Hún verður með svipuðu sniði og keppnin 2007.

*Terry Wogan sem hefur lýst Eurovision fyrir BBC svo lengi sem elstu menn muna mun sennilega ekki lýsa keppninni á næsta ári vegna kíkuskaps Austur-Evrópu að hann sögn. Segir hann að Rússland hafi verið pólitískur sigurvegari frá upphafi. Að hans mati er Eurovision orðin pólitísk áhrifa keppni.

*Wolfgang Lorenz, útvarpstjóri austuríska útvarpsins ORF hafði þetta að segja um keppnina í ár:

„Á meðan söngvakeppnin er aðeins pólitísk skrúðganga en ekki alþjóðlegur skemmtiþáttur hefur ORF ekki áhuga á að senda listamenn í keppni sem þeir eiga enga möguleika á að vinna."
En samt er talið líklegt að þeir taki þátt næst.


Ekki fleiri fréttir í bili,

Kv.

uPhone

Það er nefnilega það.