Doris Dragovic Nú ætla ég að hafa þetta stutt og laggott. Vonandi er það í lagi ykkar vegna.. Ég ætla að fjalla aðeins um hana Doris Dracovic.

Doris fæddist í gömlu Júgóslavíu, þeim megin sem Króatía er í dag þann 16. apríl árið 1961. Flestir muna eftir henni í keppninni í Jerúsalem árið 1999 því þá söng hún sig í 4. sætið fyrir hönd Króatíu með laginu “Marija Magdalena” á svo eftirminnilegan hátt.

Þetta var ekki fyrsta skiptið sem Doris tók þátt í keppninni því að hún tók áður þátt í keppninni árið 1986, þá fyrir hönd gömlu Júgóslavíu með laginu “Zeljo moja”. Hún hafnaði þá í 11. sæti, 5 sætum fyrir ofan Gleðibankann (vá við ætluðum að meika það þá;)) híhí..
13 árum síðar tekur hún aftur þátt í keppninni en þá höfðu íslendingar betur í það skipti. Selma lenti í 2. sæti og Doris í 4. sæti.

Það var heldur betur fjallað um Doris árið 1999 því að eftir keppnina hafði fólk orð um bakraddir hennar. Í laginu “Marija Magdalena” heyrist í allavegana 5 bakröddum (konu og karlröddum) en á meðan keppninni stóð, þá var Doris ein á sviðinu með eina bakkrödd en samt heyrðist í öllum bakröddunum. Þetta þótti mikið heyksli hjá fólki.

Kjóllinn (eða bolurinn að ofan) sem hún klæðist í keppninni árið 1999 minnir svolítið mikið föt úr myndinni The Fifth Element sem mér finnst nota bene mjög flott! Það er alltaf gaman að þessum keppnum því að það er alltaf hægt að pæla svo mikið í þeim.. ;)

Engin skítköst takk fyrir.


Með kveðju, libero.