Komið nóg? eða hvað?? Frekar langt eru um liði (eða kannski ekkert svo) síðan eurovision var, eða reyndar bara í maí.. nokkrir mánuðir bara, en sjálfri þykir mér það vera heldur langt síðan. En það er ekki aðalmálið. Þessi ágæta keppni sem fór fram í ár fannst mér vera frekar döpur á einhvern hátt, ég veit ekki alveg hvers vegna? Fannst Lordi og Finnar eiga það svo sannarlega skilið að vinna, eftir að hafa tekið þátt í rúm 60 skipti og náð 6.sæti sem besta árangri.

Það vakti smá von hjá mér þegar þeir unnu, þá hugsaði ég : “Hey, fyrst að Finnar gátu þetta, þá hljótum við litla Ísland að geta þetta einn daginn.” Ég hljóma kannski sorgleg þegar ég segi þetta, en vá hvað það er mikill draumur hjá mér að Ísland fái að vera svo heppið einn daginn að vinna þessa keppni, ég meina vá! Hvað það væri gaman, ekki satt?

En já gleymi því aldrei, þá meina ég aldrei, hehe þegar Selma söng ´99 All Out Of Luck, eg varð svo fúl, alveg grautfúl þegar það var komið af Bosníu að gefa okkur stig… reiðin fór alveg með mig, pælið í þessu við unnum næstum því! Unnum NÆSTUM Eurovision (já ég veit, en samt) en seinna á litið þá hugsa ég alltaf með mér.. æji væri gaman að halda Eurovision hér heima? Er það? Hvar? Er til nógu mikið fjármagn?(Held að ég sé bara að nota þetta til að réttlæta hvernig fór hjá Selmu :/ ) Eflaust væri það hægt og ég veit að allt er hægt ef viljin er fyrir hendi, en hey vonandi kemur einhvern tíman að þessu, þ.e. að við vinnum. Hvað finnst þér?

En af öðru, Silvía “meigaði það” og” meigaði það ekki” úti í Aþenu? Hver og einn verður að meta það… en ég verð að vera sammála Páli Óskari, að maður kemst ekkert langt á að vera með dónaskap, en hún var bara að leika? Fattaði fólkið það? Sumir já sumir ekki, erfitt að vega og meta þennan karekter sem búið er að tala svo mikið um, ég gæti talað endalaust í hringi um persónuna Silvíu Nótt en ég bara nenni því ekki :D. Orðin smá þreytt á henni , en skvísan er nú samt víst að koma með nýja þáttaröð í vetur, sem verður gaman að fylgjast með.

En næsta ár…

Vill landinn hafa forkeppni? Val á einstaklingi/um og lagahöfundi? Eða bara hvíla þetta ? Sjálf finnst mér skemmtilegra að hafa undankeppni en væri samt til í að öll login væru flutt sama kvöldið bara… ekki skipta á milli kvölda, bara klára að renna þessu í gegn og já.. gaman væri líka að sjá eitthvað nýtt.. hvað það ætti að vera veit ég ekki, en ég tel nýjungar alltaf vera að hinu góða, eða allvega svona oftast.

En smá spurningar svona í lokin sem gaman væri að fá svör við:
1. Magni í Eurovision?
2. Komið nóg af þessu í bili? (hvíla þetta)
3. Forkeppni?
4. Val á einstaklingi/um?
5. Hvern villt þú sjá í Eurovision
6. Á ég eftir að sjá þig stíga á svið einhvern tíman í framtíðinni í eurovision? (draumur hjá mér að minnsta kosti :P )

Takk takk fyrir ef þú nenntir að lesa þetta, þá ertu æði ;) en með fyrirvara vill ég byðjast afsökunar á stafsetningarvillum, gaf mér ekki tíma í að kíkja yfir textann aftur.

Kveðja Helga
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!