Er ekki kominn tími til að hætta að vera með í þessari frekar hallærislegu samkomu, við komumst líklega adrei til að komast nær sigri en 1999, svo væri það í raun vandamál ef við ynnum af því að við höfum enga burði til að halda þesa keppni, en eins og annað hjá okkur þá á bara að hugsa um það eftir á.

Þessi keppni núna var sérstök að því að þetta var svo mikið “freakshow” núna sbr. Finnarnir, Pólverjarnir og Sylvía, við Íslendingar erum ekki vanir að það sé púað á okkur, venjulega er allir svo miklir vinir “litla Íslands”. En það var gengið of langt með þennan langa leikþátt sem nú hlítur að enda með þessari þáttöku, því miður virðist mörgum ungum Íslendingum þykja flott að vera grófur og sýna fingurinn, en þetta þykir ekki smart í S-Evrópu.

Svo er líka ljóst að smekkur okkar er allt annar er flestra þjóða þarna og svo virðist sem Austur og S-Evrópulönd séu að taka þessa keppni yfir og það að Litháen og Finnland komust áfram segir sýna sögu, þvílík hörmung. Annars eru mörg fyrrum “hallærislönd” eins og Rússland og Úkraína að bæta sig, hún var flott stelpan þaðan, og lagið líka flott.

Málið er að við höfum lítið í þessa keppni að gera lengur, og til hvers líka, þetta er dýrt og tilgangslítið. Við eigum nóg af alvöru tónlistarmönnum sem eru að gera það gott og við þurfum ekki að vera að reyna að vinna þessa glans-glyðrukeppni, það hefur enginn gert neitt af viti eftir að vinna þetta, nema Abba.