Tómatsósukéllurnar í eurovision = Hjálpið mér!
Hver man ekki eftir tómatssósu laginu sem ætlaði að gera allt crazy hér eitt sumarið? Það var meira að segja gert jólalag úr þessu sem Helga Möller og jólasveinarnir sungu “við syngjum hæ hó, húrra fyrir öllum….”. Ég man sko heldur betur eftir þessu lagi og fékk sko meira en nóg af því! Alveg hræðilegt hvað það festist á mínum ágæta heila.. púff!

Já sumum til ómældar gleði og sumum til mikillar ónægju þá eru þessa kéllur sem sungu tómatssóulagið eða Las Ketchup á leiðinni í eurovision fyrir Spán þetta árið.

Lagið sem tríóið ætlar að flytja heitir Bloody Mary, og ætla ég rétt að vona að það sé í einhverjum öðrum stíl heldur en þessi sumarsmellur þeirra um árið. Það liggur við að ég fái enn þá martraðir út af þessu lagi svo hræðilegt hljómaði það í eyrum mínum. En ætli það verði ekki í sama stíl fyrst að sami höfundur er að þessu lagi eins og hitt eða Manuel Ruiz held ég.

En allavega er ég mjög vonsvikin fyrirfram því að ég hata lagið þeirra eða tómatssósulagið eins og ég kýs að kalla það ( vá hvað það væri svo ekkert smá fyndið ef að mér finndist lagið þeirra vera svo það besta í keppninni, ekkert smá aulalegt þá að vera búin að gefa út svona yfirlýsingu - veit að maður á alltaf að passa stóru orðin, en common það er ekki annað hægt miðað við hversu hræðilegt lagið er! )
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!