Á mbl.is (undir “fólkið) má finna grein undir heitinu ”Breskir tónlistarmenn hallmæla Júróvisjón-keppninni". Þar er sagt frá tveimur gömlum júróvisjónköppum, sem eru lítt hrifnir af keppninni. Katrina, sigurvegari fyrir Bretlands hönd 1997, segir keppnina lélega og á rangri braut og Martin Lee sem vann árið 1976 er á því ad gera þurfi keppnina nútímalegri. Hvað finnst ykkur? Eruð þið á því ad keppninni ætti ad breyta á einhvern hátt? Hvernig? Sjálfri finnst mér leiðinlegt ad sjá fyrrum keppendur tala illa um keppnina og þá sérstaklega vinningshafa. Ég skil ekki hvers vegna þeir taka þátt ef keppnin er svona ömurleg í þeirra augum. Lýsir kannski best þeirra vinnubrögðum.
Annað sem mig langar að fá skoðun manna á er hvort fólk er hrifnara af keppninni núna þegar frjálst er ad velja tungumál lagsins? Hvað finnst ykkur um símakosningu? Er hún til góða eður ei?