Næstkomandi laugardag munu þjóðverjar fá heilt kvöld af upphitun fyrir eurovisionkvöldið! Ein af sjónvarpstöðvunum hefur tekið sig til og útbúið heila kvöldagskrá sem tileinkuð er eurovision. Fyrst verður sögustund þar sem fjallað verður um helstu atburði í keppnunum síðustu 47 árin. Einnig verða tekin viðtöl við fyrrverandi flytjendur þýskalands. Síðan tekur við sérstakur þáttur um keppnina í ár þar sem hluti af myndböndunum verður sýndur og fleira djúsí. Loks verða svo forkeppnin 75 sýnd í heild sinni og svo að lokum keppnin 83 sem haldin var í þýskalandi. Þetta samanstendur því af 8 klst og 15 mín af júróvisionefni!!! til að hita sig upp! Væri ekki munur ef við fengjum líka að sjá svona?? Það væri nú gaman að sjá þátt þar sem púslað hefði verið saman brotum úr lögum íslendinga, kannski mistökum á sviði á generalprufum(hlýtur að vera ofsalega gaman að sjá svoleiðis!!) og svo hvað er að gerast úti í Riga núna! En íslensk dagskrágerð á nú víst lítið af peningum og lítill séns að þeir fari að eyða meira af þeim litlu fjármunum í eurovision. Verst að hafa ekki gervihnattardisk til að horfa á þessa þýsku dagskrá!

Aðeins 14 dagar til stefnu og margar kannanir spá Spáni sigri. En það er þó nokkuð ljóst að kannanir eru ekki að fara að segja okkur rétt úrslit, frekar en þær gerðu í fyrra, þar sem Svíþjóð átti að vera í fyrstu sætunum og endaði svo í þeim neðstu!! Það er því víst ekki að spyrja fyrr en að leikslokum.

Vil svo benda fólki á íslensku eurovision síðuna þar sem hægt er að nálgast allt um íslenska lagið ásamt lagið sjálft og myndbandið ->www.eurovision.is

(Heimild: www.esctoday.com frétt frá 10.maí 2003)