Aðeins 15 dagar til stefnu! Fyrst vil ég bara segja: Þetta er sniiildar áhugamál! Gott framtak, takk fyrir.

Hvernig legggst keppnin annars í fólk í ár? Sjálf er ég búin að hlusta á öll lögin margoft og finnst þau misjafnlega góð. Efnilegt ár, mun betra en í fyrra, en nær þó ekki uppáhaldsárinu mínu 2001. Það eru lög þarna sem eru allt frá því að vera hörmuleg líkt og Austuríki og Belgía, vera soldið stolin eins og Írland(mjööög líkt “Fly on the wings of love”) og svo bara mjög góð líkt og Ísland, Spánn, Lettland og fleiri.

Nú hafa margir rætt um möguleika Íslands til að vinna líka og íslendingar pæla alltaf í þegar kemur að keppninni. Sjálf tel ég líkur á því að Ísland lendi í 5 efstu sætunum nokkuð miklar miðað við gæðin á hinum lögunum. Við erum líka á góðum stað í keppninni, því að þetta er sá tími sem fólk situr fast við sjónvarpið, mun verra er að vera í miðjunni þegar allir eru farnir að hugsa um eitthvað annað, sækja sér snakk og svo framvegis.

En það er þó alveg nokkuð ljóst að það er dagsformið sem skiptir mestu, hvernig Birgittu mun takast upp í Riga 24.maí sem mun skera úr um hvar við lendum í sætaröðinni. Líkt og með Lettland í fyrra, atriðið þeirra tókst FULLKOMLEGA,allt gerðist á réttum tíma og trikkin með fötin tókust fullkomlega. Þetta tryggði þeim sigur. Við skulum bara vona að okkar “performans” muni takast vel á sjálfu kvöldinu!

En hvaða lög eru í uppáhaldið hjá ykkur? og teljiðið möguleika Íslands góða?