Seðlabankinn og Fiktið, Smásaga 1:
hér á eftir fer ein “saga” úr smásagnaheftinu “Seðlabankinn og Fiktið” sem ég gaf út í 9 eintökum seint á árinu 1998, en þá vann ég sem tölvufræðingur í ónefndum banka… :D eins og sést þá var fremur rólegt að gera í bankanum… þessar sögur eru svona smásögur/dagbókarbrot…
endilega komið með Comment.
—————————
Mánudagur 5/1 98
ekkert útvarp!!!!
á jónsmessunótt 1238 var strákur að nafni Egill í fjósi föðurs síns á ströndum. pilltur þessi var 7 ára gamall og honum var verulega kalt. Hann lá ofan á Skjöldu til að sjúga í sig hitann af henni. þetta var mikill frostavetur og snjóbyljir miklir gengu yfir landið hver á eftir öðrum. í þetta sinn var um 32 stiga frost og 10 vindstig og skafrenningur. Egill litli stytti sér stundir í fjósinu með því að lesa upphátt úr símaskránni fyrir kýrnar en þær virtust ekki hafa áhuga á því að vita að Hulda Þráinsdóttir leikskólakennari ætti heima í Völvufelli 48 og hefði símanúmerið 5872439. hann ákvað því að fara í sund og klæddi sig úr öllum fötunum og stakk sér í laugina. hún var dálítið köld og Egill saup hveljur, en það voru kvenkyns hvalir sem áttu heima í laugini á veturna…. á svamli sínu um laugina fann Egill kennslubók í Excel og fannst verulega sniðugt að þarna skyldi finnast Excel 4 kennslubók(sem allir vita að er löngu orðin úrelt). Eftir sundið fór Egill og fékk sér ís úr vél og japplaði á honum á heimleiðinni sem var nokkuð löng. Egill komst við illann leik heim í föðurhús og lifði hamingjusamur til æfiloka.
sé þig seinna kæri vin!!!!!