Sælir kæru hugarar

Ég vildi bara benda á að fresturinn fyrir smásagnakeppnina er runninn út og könnunin er komin upp. Ennfremur vil ég leggja mikla áherslu á það að það má ALLS EKKI krossa við eina sögu án þess að vera búin/n að lesa hinar sögurnar.

Annars vildi ég líka bara segja það að þetta er frábær þáttaka, heilar átta sögur voru sendar inn, og því fá kjósendur mjög líklega valkvíða þegar kemur að því að kjósa!

Ég áætla að þetta verði gert aftur en kannski með regulega millibili, spurning um að gera nýjan greinadálk fyrir keppnissögur. En ég vildi líka spyrja ykkur, hvort væri betra að hafa þetta á tveggja mánaða fresti eða eins mánaðar fresti?

Ef það eru einhverjar frekari hugmyndir, endilega deila með okkur stjórnendum.

Bætt við 24. mars 2010 - 16:23
Ég gleymdi líka að segja að könnunin verður uppi í viku, við endann á því tímabili mun sigurvegarinn koma í ljós. Ef það er jafntefli þá verður sett upp önnur könnum og kosið aftur um þær sögur.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.