ég sit einn í klefanum mínum og horfi tómum augum á skjáinn, “nenni þessu ekki”. Reyni að halda áfram að spila, hef ekkert annað til að gleyma öllum leiðindunum í lífi mínu í dag.
Ég gefst upp á þessu og loka tölvunni. stend upp og rölti út á dekk. sest í stigann, reyki eina sígarettu. Líður eins og ég sé gersamlega að kafna, þótt það sé í kringum 20° frost úti og ég á bol. hætti að geta andað af hita, klæði mig úr bolnum og sé að ég er hálffjólublár á handleggjunum og maganum. rölti upp stigan og stari niður í djúpið, hugsa;“afhverju ekki? afhverju ekki að ljúka þessu af, losna við allt þetta rugl á einu bretti? til hvers er ég að berjast anyways?” rölti fram og til baka eftir handriðinu. Hugsa síðan með mér “nei, ég má ekki gefast upp núna, þó lífið virðist vera á móti mér núna þá get ég snúið þessu við, ég verð!” ég rölti aftur niður stigan, tek með mér bolinn og fer aftur inn.
óskemtileg lífsreynsla….