Það var bjart. Mjög bjart. Það var sérstaklega bjart á meðan maður er labbandi að sólinni með tveim hálfvitum.
Hulda vildi að hún væri með sólgleraugu.
Júlía hinsvegar, var hálf blind. Þar sem hún hafði eitthverntíman einusinni horft of lengi uppí sólina.
Þannig að…þetta truflaði hana ekkert.
Sólin minnti Arnar bara á star wars. Arnars skoðun á þessu máli telst ekki með, Arnar er heimskur.
“Það er svo andskoti bjart hérna!” Kvartaði Hulda, skýlandi augunum.
hin tvö skildu ekkert í því hvað hún var að tala um.
“Plís,” bað Hulda “förum eitthvert þar sem er skuggi.”
“Það er ýkt mikill skuggi hérna,” svaraði Júlía, “ef við förum eitthvert í meiri skugga þá á ég ekki eftir að sjá neitt”
“Ef við förum eitthvert þar sem er myrkur,” bætti Arnar við, “Finnum við aldrei star wars.”
Það skyldi aldrei neinn neitt sem Arnar sagði.
Hornhimnunar á Huldu voru að grillast hægt og rólega.
“Júlía, mér er fáranlega illt í augunum”
Júlía andvarpaði
“Ok fínt! En ef að ég labba eitthvað…”
“Ég veeit, ég veit..”
“En-” byrjaði Arnar. Hvorugar af þeim veitti honum athygli. “…star wars?”
Júlía, Arnar og Hulda eiddu miklum tíma í að leita að skugga. En þar sem þau voru í miðri Sonoran eyðimörkinni í Arizona, var ekki mikið um þá.
Hulda var að lokum að sætta sig við það að ganga um með lokuð augun.
Arnar var mjög ánægður, núna gat hann fundið Star Wars