Dvergaganga á Laugaveginum

Fjórtán fjalladvergar gengu niðurlútir eftir Laugaveginum með útskeifa kú í eftirdragi.

Það var sjóðandi hiti og varla hægt að fóstíga fyrir fólki á veginum. Dvergarnir áttu að koma kúni til skila til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.

Erfitt var að dragnast með útskeifa stóra kú í þessum hita. Einn dvergurinn sagði með djúpri röddu : ,,Við verðum að koma kúni til skila fyrir myrkur”. Dvergarnir kinkuðu kolli og héldu ótrauðir áfram.

Það var ekki gott að vera dvergur og hafa stóra kú í eftirdragi. Fólk gekk hjá og spurði hvort að það gæti hjálpað til engu svöruð dvergarnir.

Klukkan var að verða sex og tekið var að dimma. Leið þeirra var að taka enda þar sem þeir voru komnir upp í Árbæinn.

,,Ég verð að hvíla mig” sagði einn dvergurinn kófsveittur og eldrauður í framan. Hefði sólin séð hann hefði hún skammast sín fyrir litarhátt sinn þar sem rauði liturinn á andliti dvergsins hefði orðið henni um megn.

Er dvergarnir gengu upp hæðina sáu þeir áfangastað sinn : Mjólkursamsöluna. Aldrei hafði hún litið eins fallega út eins og hún gerði eftir langt brölt dverganna.

Bank bank heyrðist í stóru málmhurðinni sem drundi eins og garnagaul hungursoltins manns.

Hurðin opnaðist og stór maður í hvítum sloppi kom út og starði á dvergana með hvössum augum.

,,Hvað í ósköpunum eru þið að gera hér”? sagði maðurinn. ,,Við erum með kú sem ferðast hefur langan veg”. Maðurinn varð eins og stórt spurningarmerki í framan og sagði : ,,Þið komið hér eins og skrattinn úr Sauðalæknum og eruð með kú í eftirdragi. ,,Já það erum við herra” sagði einn dverganna.

,,Hvaða ár haldið þið eiginlega að sé”? spurði maðurinn. ,,1798 herra” sagði einn dverganna sem var stærstur.

,,Ja þið hafið þá verið svei mér lengi að koma með kúna hingað þar sem að nú er árið 2004”. ,,Við höfum kýrnar ekki lengur í Mjólkursamsölunni og mjólkum þær” sagði maðurinn glottinn
á svip.
,,Æ nei ég trúi því ekki, allt þetta erfiði til einskis sagði einn dverganna með kökk í hálsinum og tár í augunum.

En sjaldan er ein báran stök sögðu dvergarnir í kór og fóru með kúna aftur til heimaslóða sinna. Maðurinn lokaði hurðinni og sagði með sér : ,,Þetta er það furðulegasta sem ég hef lent í um ævina og ekki er lífsklukkan þrútin enn.
Menntun er það sem situr eftir þegar þú hefur gleymt öllu sem þú hefur lært