Regnið glumdi á rúðunni, dæmigert íslenskt haustveður. Rútan skrölti eftir malarveginum niður fjallshlíðina. Að þessu sinni voru aðeins fjórar manneskjur í rútunni, með rútubílstjóranum.
Hún sat aftarlega og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Stór hnútur hafði komið sér fyrir í maganum á henni en hún vonaði að allt færi vel. Hún vissi það samt innst inni að pabbi hennar hefði drukkið á meðan hefði verið í burtu, hún vonaði bara að það væri allt í lagi með Árna. Hún kom sér betur fyrir og sökkti sér niður í hugsanir sínar. Allt í einu stöðvaðist rútan og hún leit upp. Við henni blöstu glæsilegar fjallshlíðarnar með fossandi lækjum sem höfðu greinilega vaxið í rigningunni. Hún reyndi að draga það eins mikið og hún gat að koma sér af stað en hún gat ekki flúið raunveruleikan. Hún gekk heim þungum skrefum og loks stóð hún fyrir utan húsið. Hún opnaði varlega og gekk inn. Í stofunni sat pabbi hennar sofandi, með flöskuna í hendinni. Hún læddist fram hjá honum og fór inn til bróður síns, Árna. Hún skreið upp í rúm og faðmaði hann að sér, tár runnu niður vangan. Þá áttaði hún sig á því, þetta var 16. afmælisdagurinn hennar.


Veit að þetta er svona svolítið þungt. Varð bara að að gera eina smásögu sem byrjar á “regnið buldi á rúðunni”!!:)