Ég vill taka það fram að þetta er mín fyrsta smásaga sem ég skrifa og því væri það voða gott ef þið mynduð commenta á það hvort þið viljið lesa seinni hlutann eða ekki. Takk fyrir.

Ertu búin að koma þér vel fyrir? Því nú ætla ég að segja þér sögu sem breytti algjörlega lífi mínu. Þetta byrjaði allt saman árið 1999 þegar ég starfaði sem rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Ég átti konu og hund. Við áttum heima í stóru einbýlishúsi í úthverfi Reykjavíkur. Ég var búinn að vera vinna í þessum bransa í 14 ár og var orðinn þreyttur í starfi, mig langaði mikið til að breyta til. Aldrei bjóst ég við því að þetta myndi gerast fyrir mig enda er þetta frekar ótrúlegt.

Ég sat við skrifborðið mitt og var að fletta í gegnum Mannlíf. Á borðinu var hellingur af ljósmyndum af fyrri sakamálum, þar voru skýrslur, bæði af óleystum og leystum málum. Málið er að ég var einn af þeim sem tók vinnuna með mér heim. Konan hafði oft kvartað yfir því að fá ekki nógu mikla athygli frá mér. Hún sagði að mér þætti það meira spennandi að sjá krufið lík, heldur en sig nakta. Ég veit nú ekki hvað var mikið til í þessu hjá henni, mér þótti nú ótrúlega gaman að sjá hana nakta og æsast við það. En einnig þótti mér gaman að sjá krufið lík, því það var svo mikil ráðgata sem æsti mig líka upp.
Í þessu tölublaði af Mannlífi var viðtal við Aðalstein Björnsson, fyrrum vísindamaður. Hann var að lýsa lífi sínu og nýlegum missi eiginkonur sinnar. Það sem mér fannst merkilegt við þessa grein var hvað hann var opinskár um hugsanir sínar. Ég efast ekki um það að margir sem lásu þessa grein hafi haldið að hann væri geðveikur. Tímaflakk var hans helsta viðfangsefni og sagði hann að hann hafi ekki verið langt frá því að komast að kjarna tímaflakks. Margir hafa nú sagt þetta í gegnum söguna, en jafnan verið stimplaðir geðveikir á augabragði. En Aðalsteinn hefur nú alltaf verið mjög virtur í samfélaginu og var enn eftir þetta viðtal.
Þegar ég hafði lokið við greinina, öskraði konan mín til mín.
-Síminn!“
-Hver er þetta!?”
-Einhver frá stöðinni!“
-Ég er að koma!”
Þegar ég gekk að símanum hugsaði ég með mér hvort nú væri komið tími á að hætta þessu. Hvort það væri ekki gott að taka eitt mál í viðbót og hætta svo. Það var alveg rétt hjá konunni minni að þetta væri ekki fjölskylduvænt starf. Eitt mál í viðbót og svo búið.
-Halló?“
-Ég held að þú ættir að koma.”
Ég vissi þarna hver þetta var og hvað væri í gangi. Annað mál og mitt síðasta hugsaði ég með mér.
-Hvert?“
-Hittu mig á niður á höfn eftir 10 mín.”
Ég skellti á hann með því hugarfari að drífa mig þarna niður eftir, forvitnin var alveg að drepa mig. En í rauninni var ekkert sem gat komið mér á óvart. Ég hafði séð allt saman áður. Nauðganir, morð, mannrán, barnaklám og sjálfsmorð, ég hafði séð þetta allt saman í mismunandi útgáfum, ef þannig má orða það. Ég klæddi mig í dökkbláa, síða frakkann minn, notaði skójárnið til að fara í svörtu skóna mína sem voru svo eyddir að framan að félagarnir kölluðu mig stundum Krókódílamanninn. Mér fannst gott að klæðast þeim og á meðan ég blotnaði ekki í gegnum skóna þá mega þeir kalla mig hvað sem þeir vilja. Ég stakk farsímanum í vasann og athugaði hvort ég væri með opna buxnaklauf á gallabuxunum mínum en svo var ekki. Ég settist upp í bíl og keyrði með hraði niður á höfn.
Þegar þangað var komið mætti mér fjöldi lögreglubíla og einn sjúkrabíl. Fréttastofurnar voru komnar á staðinn og reyndu að mynda í gegnum þvögu lögreglumanna. Ég var fljótur að finna félaga minn.
-Hvað er á seyði?“
-Sko, það fannst hérna maður látinn. Við fyrstu sýn virðist hann hafa kafnað en samt eru engin sjáanlega ummerki á honum. Réttarlæknirinn er að koma og ætlar að skoða hann áður en við færum hann. En það merkilega við þetta er hvernig hann er klæddur. Hann virðist ekki vera með öllum mjalla.”
-Hvað áttu við?“
-Farðu og skoðaðu sjálfur.”
Ég gekk að honum, alveg að drepast úr forvitni. Ég þurfti að ryðjast í gegnum myndavélarnar, lögregluþjóna og rannsóknarlögreglumenn. Þegar ég loks komst í gegn tók á móti mér undarlegt lík. Þarna lá hann í hinum hinsta svefn. Hann var klæddur í þröngan klæðnan, einhvers konar búning. Efri helmingur búningsins var ljósgrænn á meðan neðri hlutinn var ljósblár. Efnið í búningnum var skrítið viðkomu, það var eins og það safnaði að sér gríðarlegu stöðurafmagni. Skórnir hans voru flatbotna skór með rauðum frönskum rennilás yfir. Hann var með hanska, sem voru með sundfit á milli fingranna og með hatt sem hallaði í átt að nefinu. Eina sem eðlilegt var við þennan mann var franski rennilásinn, sem var þó frekar hallærislegur.
-Réttarlæknirinn er kominn!“
Ég fylgdist með því á meðan hann skoðaði hann gaumgæfilega. Hann skoðaði ummerki þess hvort hann hafði verið kyrktur eða einhverju troðið ofan í háls hans. Eftir klukkutíma skoðun, kom hann til mín og tilkynnti mér að hann þyrfti að kryfja hann. Hann gat ekki sagt mér mikið að svo stöddu en sagði mér þó að augljóst væri að hann hafi dáið hérna, hann hafði ekki verið fluttur hingað látinn.
Þegar honum var lyft upp á kerru, sá ég hvar lá undir honum kúla, álíka stór og golfkúla. Ég tók kúluna upp og skoðaði hana. Kúlan var úr stáli og var öll lituð rauð. Eftir því sem ég snéri henni hringi sá ég betur að kúlan var þakin stöfum, ekki í neinni ákveðinni röð, heldur bara allt stafrófið út um allt á kúlunni. Ég grandskoðaði kúluna en gat engan veginn áttað mig á tilgangi hennar.
-Ég verð kominn með niðurstöðu á mánudaginn, kíktu til mín þá.”
Réttarlæknirinn hafði ekki séð mig stinga kúlunni í vasann þegar hann tilkynnti mér þetta, sem betur fer. Ég vissi að ég ætti að skrá þetta sem sönnunargagn en það var eitthvað sem hvatti mig til að stinga henni í vasann. Hvað áttu þeir svo sem að gera ef þeir kæmust að því? Þetta var mitt síðast mál hugsaði ég statt og stöðugt.
Þetta kvöld hugsaði ég stöðugt um rauðu kúlunu. Hvað var hann að gera með þessa kúlu? Þjónaði hún einhverjum tilgangi? Átti hún eftir að leiða mig að sannleikanum um andlátið? Ég sofnaði við hliðina á konunni minni útfrá þessum pælingum og rétt áður en augun lokuðust áttaði ég mig á því að hafði ekki kysst hana góða nótt.
Kl. 6.30 á mánudagsmorgninum var ég kominn fyrir utan hjá réttarlækninum. Hann var ekki kominn og því beið ég í bílnum eftir honum. Ég tók upp rauðu kúluna úr vasanum og skoðaði hana betur. Hún fékk alla mína athygli þessa dagana og konan mín tók vel eftir því. Það sem ég hafði komist að um þessa kúlu undanfarna daga, var að hver stafur á henni var takki, en ekkert gerðist ef ég ýtti á þá. Ég hafði reynt að mynda orð og athuga hvort eitthvað gerðist. Ég var orðinn það örvæntingafullur um þessa kúlu að mér datt í hug að nota útilokunaraðferðina. Í því kom réttarlæknirinn og benti mér á að koma inn.
Við gengum eftir löngum dökkbláum gangi þar sem lík voru okkur bæði á vinstri og hægri hönd. Lyktin þarna inni minnti mig á myglað gras að hausti og langaði mig mest að koma mér út.
-Það kom nú ekki mikið í ljós við krufningu.“
-Nú?”
-Nei, hann virðist hafa kafnað eins og við sáum fyrst. Hann var hvorki kyrktur né kæfður.“
-Hvað gerðist þá?”
-Eftir að hafa skoðað lungu hans virðist sem svo að hann hafi óþol fyrir helstu óhreinindum í lofti og það hafi skaðað lungu hans svo mikið að hann hafi kafnað.“
-Óhreinindi í lofti! Hérna á Íslandi! Erum við ekki með hreint loft hérna á klakanum?”
-Jú, mér þykir þetta svolítið skrítið, en óhreinindin hafa étið upp lungnatoturnar og gert honum ómögulegt að anda.“
-Það er semsagt búið að leysa þetta mál þannig að hann var með ofnæmi fyrir óhreinindum?”
-Ég er hræddur um það. Já, það var eitt í viðbót. Sjáðu hérna úlnliðinn á honum.“
Ég kíkti á úlnliðinn og sá að hann var með tattú á sér, þetta voru stafir sem mynduðu orðið TÍMI. Ég gat ómögulega skilið hvað þetta var og afhverju hann var með þetta tattúverað á úlnliðinn á sér. En nú var þetta mál leyst og því þyrfti ég ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu. Nú var best að koma sér niður á stöð og ganga frá skýrslunni. Þessi rauða kúla hefur semsagt verið ofnæmilyfið hans, getur eiginlega ekkert annað verið. Ég fór út í bíl og stefndi niður að stöð. En það var eitthvað sem sagði mér að fara aftur niður á höfn, eins og einhver kraftur togaði í mig.
Eftir nokkrar mínútur var ég kominn niður á höfn. Ég steig út úr bílnum og hélt á rauðu kúlunni í annarri hendinni. Gekk að staðnum þar sem hann hafði fundist. Hvað var svona undarlega klæddur maður að gera hérna? Hvaða kúla var þetta? Hvernig hafði hann lifað af hingað til, í þessu “óhreina” lofti? Ég settist niður við bryggjustólpinn og handlék kúluna. Ég sló á takkann T, skrítið hann hélst inni, það hafði ekki gerst áður. Þarnæst sló ég á takkann Í, hann hélst líka inni. Í flýti sló ég á takkana M og I. Í því fékk ég gríðarlegan straum og féll kylliflatur í jörðina. Myrkur.

Mig verkjaði í augun þegar ég opnaði þau. Það var allt í myrki í kringum mig. Ég sá að ég var ennþá niður á höfn. En eitthvað hafði breyst. Ég sá nokkra metra frá mér risastóran glervegg. Þar fyrir innan sá ég lítinn strák vera hrópa einhverju að mér, en ég heyrði ekki í honum. Innan glerveggsins var allt grænt og fallegt en fyrir utan hann var allt svart og eyðilagt. Mér varð litið í höfnina. Þar voru skip sem litu út eins og draugaskip, myrkrið hafði étið þau upp og sjórinn í kringum þau var orðinn að þykkri drullu. Ég átti erfitt með anda og fann að loftið þrengdi að lungunum í mér. Ég reyndi að standa upp en ég var orðinn alltof máttlaus. Ég féll aftur niður og augun lokuðustu. Myrkur.

Ég vaknaði upp á sjúkrahúsi. Birtan þarna inni skar í augun á mér og áður en ég náði að opna augun að fullu, heyrði ég rödd kvenmanns kalla ,,hann er að vakna!” Þrátt fyrir að röddin var há, þá skar hún ekki í mig. Þetta var falleg kvenmannsrödd. Loksins þegar ég gat opnað augun að fullu sá ég að andlit raddarinnar olli mér ekki vonbrigðum. Þetta var ung stúlka, dökkhærð með svolítið skáeygð augu. Nef hennar var lítið og sætt. Augnliturinn var svo fallegur, grænblá með brúnu ívafi. Ég hafði ekki séð önnur eins augu áður. Munnurinn var lítill og myndarlegur í samræmi við rödd hennar. Þegar ég hafði lokið við andlitsgreininguna streymdi fleira fólk að, sem var miður fallegra heldur en konan.
-Drekktu þetta.“
Konan rétti mér brúsa með vatni í. Hún hefði getað rétt mér vítissóda og sagt mér að drekka hann og ég hefði hlýtt. Svo mikill var sannfæringarkraftur þessarar konu. Þegar ég kláraði vatnsbrúsann datt mér fyrst í hug að spurja hvað hefði gerst og hvar ég væri.
-Þetta er allt í lagi. Þú ert búinn að vera í í dái í tvö og hált ár.”
Það sem var af vatni eftir upp í mér endaði nú á gólfinu.
-Tvö ár! Hvað gerðist eiginlega?“
Ég fann, þegar ég reyndi á röddina, að ég var allur sár í hálsinu og vélindanu.
-Við fundum þig fyrir utan hýsið fyrir tveimur og hálfu ári og björguðum þér inn. Reyndar var það hann sem bjargaði þér.”
Hún benti á ungan pilt sem stóð út í horni, frekar sorgmæddur á svip. Þarna fyrst tók ég eftir því að fólkið klæddist eins og maðurinn sem við höfðum fundið á höfninni.
-Hýsið? Hvað eigið þið eiginlega við?"

Vonandi biðjið þið um framhald…
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona