Hundasaga (eftir Halldór Berg)

Halli á hund. Hann heitir Snati.
Halló Snati, sagði Halli.
Voff, sagði Snati.
Snati minn, Snati minn, þú ert góður, sagði Halli.
Viltu bein? Sagði Halli.
Voff, sagði Snati.
Gaman, gaman, sagði Halli.

Afi hans Halla á hús. Mamma hans Halla á heima í húsinu hans afa.
Halli fór til mömmu sinnar.
Halli fór til mömmu sinnar og afa síns.
Mamma, sagði Halli.
Já? Sagði Mamma.
Ég á marga aura, sagði Halli. Má ég kaupa bein? Bein handa Snata? Sagði Halli.
Má ég? Sagði Halli.
Ég gef þér bein, sagði mamma, og þú átt að gefa Snata það.
Snati fær bein og segir: Voff.

Snati vill ekki borða bein.
Snati vill bara bíta það.
Halli vill hjálpa. Halli vill hjálpa Snata að borða bein.
Snati bítur Halla.
Æ, æ, æ, sagði Halli.