Góðan dag, þú hefur eflaust ákveðið að lesa þessa grein útaf forvitni! En jæja það sem þessi smásaga fjallar um er stelpa!

Þegar þessi stelpa er 1. árs missir bróðir hennar hana útí sundlaug, hún var föst í barnavagni og kunni ekki að synda með einskærri heppni lifir hún af! Frænka hennar sem var að sóla sig á bakkanum ásamt öðrum ættingjum sá þegar hún datt útí og fleygði sér á eftir henni!

Líf hennar er alls ekkert slæmt! Matur á borðunum og nægilega stór fatastafli í skápunum, fjölskyldulífið er mjög gott og allir eru vinir!

Pabbi hennar deyr úr krabbameini þegar hún er 3. ára, hún fékk aldrei að kynnast honum og hún man ekkert eftir honum. Henni finnst erftitt þegar er spurt um pabba hennar af sölumönnum og þannig lagað!

Hún byrjar í skóla allt er sosum fínt þar, hún á fáa vini en góða vini, hún er ekkert vinsæl en það skiptir hana ekki máli, henni líður vel! Hún er alltaf minnst reyndar og finnst það leiðinlegt, fólk hefur þann leiðinlega ávana að vilja taka hana upp!

Hún er hryfin af mörgum strákum í gegnum grunnskólann en ekkert gerist milli hennar og neins þeirra! Henni er sosum sama en það er samt frekar pirrandi að fá ekki verðskuldaða athygli finnst henni!

Hún fer ávallt í sveit á sumrin og skemmir sér konunglega þar yfirleitt fer yngri frænka hennar með og þær eru góðar vinkonur! Það eru ekki mikið af krökkum á svæðinu, einn strákur á hennar aldri sem kemur líka alltaf á sumrin þau þrjú voru góðir vinir en nú tala þær lítið við hann!

Þegar bestu-vinkonur hennar hætta að vilja að vera með henni fær hún ör á líkamann hún er með a.m.k 3 á hælnum, hnénu og hökunni! Þetta er samt þeim að kenna að kenna að hún fái þessi ör og eitt örið (þetta á hnénu) er eftir vinkonu sem hún hætti að umgangast en ekki öfugt! Svo að það var henni sjálfri að kenna!

Vinkonan sem á hælsörið var mjög vond við hana, hún skilur ekki afhverju hún hafði umgengist hana svona lengi! Einu sinni í leikfimitæima í grunnskóla þá voru þær tvær eftir með nokkrum öðrum skemmtilegum stelpum, ein þeirra ákvað að henda stelpunni út á handklæðinu eftir sturtu, þær hentu stelpunni fram á gang og læstu hurðinni! Opnuðu fljótt aftur, stelpan var mjög þakklát fyrir að enginn var á ganginum og að hún missti ekki handklæðið, hún reiðist þessum stelpum sérstaklega þeirri sem henti henni fram á gang en mest “bestu”-vinkonu sinni fyrir að stoppa þetta ekki!
En það er ekki búið þar, stelpan vill þá henda út á gang þeirri stelpu sem var aðal í að hendi henni þangað, en nei “besta”-vinkona hennar segir “nei hún er ekki klædd” þó svo að stelpan okkar hafi verið allsber en hin sem henti henni fram á nærfötum, taka þær ekki upp á því að henda henni aftur þangað, læsa þær hurðinni eins og í fyrra skiptið en þetta er öðruvísi stelpan okkar er alveg að missa handklæðið og eldri strákur er á ganginum!
Stelpurnar í klefanum leypa henni loks inn og hún sest upp við vegg og setur upp fýlusvip =( en þá fara allar stelpurnar að hlæja að henni, hún klæðir sig í flýti og drífur sig í tíma!
“Besta”-vinkona hennar kemur seinna inn og hendir þá til hennar miða “Sorry að ég hló að þér ég bara gat ekkert að því gert þú sast þarna með þennan fyndna svip =(”
hún hendir miðanum frá sér og yrðir ekki á hana!

Þessi “besta”-vinkona hennar hættir svo bara endanlega að tala við hana!

Um einhver jólin í grunnskóla fær vinur bróðir hennar að vera hjá þeim í smá tíma útaf erfiðleikum með föður sinn, hann sefur í neðri koju stelpunnar, hún veit ekki að hann er kókaín fíkill, hún vaknar upp við að hann er með hendina inná nærbuxunum hennar!

Hún á eina góða vinkonu í skólanum og nokkra kunningjavini en enga alvöru, allir aðrir vinir eru í ættinni! Henni finnst það bara fínt, reynir bara að pirra sig ekki ofmikið á því! Það getur samt verið frekar pirrandi því flestir þessarra ættingja búa svo langt í burtu svo hún hefur lítið að gera en að einbeita sér að náminu sem hún nennir varla, en er samt alltaf með mjög háar einkunnir!

Hún kynnist strák í gegnum vini frænku sinnar, hann er einu ári eldri en hún og honum þykir vænt um hana en bróðir hennar fælir hann á endanum burt frá henni!

Hún hefur alltaf hugsað mikið um dauða en það hækkar við þetta um rúmlega 350%
Bróður hennar er sama! Hann er of upptekinn af sjálfum sér til að hugsa um það að kannski leið henni vel með þessum strák!

Hún fer í háskóla erlendis og hún áttar sig á því að það var ekkert líf á íslandi fyrir hana, hún hefur það mikið betur úti, hún skilur afhverju henni leið ekki vel á fróni og flytur því endanlega til Amsterdam, þar á hún vini sem líka vel við hana.

En allt sem hefur byrjun hefur endi vinkona hennar hættir að hafa samband og loks kemst stelpan okkar að því að það var vegna þessa að hún var að sofa hjá kærastanum hennar! Henni líður mjög illa og getur ekki snúið sér til neins því þetta var vinahópurinn hennar!

Hún getur ekki einbeitt sér að starfinu og er á endanum rekin, hún á ekki fyrir íbúðinni sinni!

Hún neyðist til að flytja aftur til fjölskyldunnar á Íslandi!

Þessi saga er fullkominn skáldskapur og á sér enga stoð í sannleikanum!

Kv. Ég
Have a nice day