Sumarfrí
18. júní. Dagur eitt, fimmtudagur
Sigrún sat í bílnum og beið eftir græna ljósinu, djöfull er þetta lengi hugsaði hún. Það var loksins komið að því, hún var á leiðinni út á völl að sækja Thelmu, hún var að deyja henni hlakkaði svo mikið til. Thelma hafði búið erlendis síðastliðið ár, en þær höfðu verið bestu vinkonur í þó nokkuð mörg ár. Eftir að Thelma flutti út höfðu símareikningarnir hækkað þó nokkuð mikið. Sigrún var djúpt hugsi og fyrr en varir var hún bara komin út á völl, hún labbaði inn. Ooo… seinkun á vélinni, kemur ekki fyrir en eftir 10 mín, best að setjast bara.
Þær höfðu ákveðið að Sigrún kæmi að sækja hana á völlinn og svo yrði bara brunað beint í Kópavog og í party með “gamla” góða vinarhópnum svo var planið að kíkja í viku ferðalag daginn eftir. Þær höfðu ekki komist það langt að plana ferðina. Fyrir viku síðan höfðu þrír bestu vinir þeirra samþykkt að koma með, en þær höfðu suðað lengi í þeim að koma með.
Róbert öðru nafni Robbi var svartur, geggjað skemmtilegur og dýrkaður af Sigrúnu og Thelmu.
Síðan var það hann Logi, súkkulaði strákurinn í hópnum, sem sendi hópnum reglulega nýjustu módelmyndirnar af sér.
Svo var það hann Kiddi hommi hann var með alla þá takta sem hommum tilheyrir og hann var bara æðislegur og hjálpsamur strákur;o)
19. júní. Dagur tvö, föstudagur
Sigrún og Thelma vöknuðu eldsnemma í góðu skapi hugsandi þess að seinni partinn ætti hin langþráða ferð að byrja. Um hádegisbilið hringdi Kiddi í sínu æðislega skapi og spurði hvort það væri búð að vekja Robba og Loga. Thelma hringdi því og vakti þá og það var því ákveðiði að fara um 2 leytið af stað. Logi og Robbi voru bæði þunnir og þreyttir, en létu það ekki aftra sér og voru tilbúnir þegar þær og Kiddi komu og sóttu þá. Þegar verið var að keyra út úr bænum spurði Kiddi hvað hann ætti að borga mikið fyrir matinn sem Sigrún og Thelma keyptu. En þá kom það í ljós að það gleymdist að kaupa matinn. Í bílnum var bara 1 stykki tjald, 5 svefnpokar, nokkur föt til skiptanna og bjór. Eftir að hafa snúið við, farið í Bónus var keyrt af stað. Sigrún keyrðu að stað voða góð með sig með Loga og Robba sofandi aftur í, og Kidda í góðum fíling aftur í. Þá var leiðinni haldið í Varmahlíð. Því þar var sveitaball með Skítamóral.
Svo var tekið sig til og farið á ballið!!
20. júní. Dagur 3, laugardagur
VÁ…. þetta var snilldar ball, ekki var það nu verra að hitta vini af Króknum en núna var kl 16:45 og það var bara verið að vakna! Það var ekki komið heim fyrir en kl að verða 8 því það var farið í smá eftirparty inn á Krók. Það var ákveðið að vera þarna yfir næstu nótt því Robba langaði svo í River Rafting. Dagurinn fór því bara í eitthvað dúllerí, það var skellt sér í sund og svo var grillað um kvöldið og haft það nice.
21. júní. Dagur 4, sunnudagur
Kl var 9 þegar það var vaknað því það var búið að panta River Rafting kl 10. Það var allveg brjálað stuð í rafting, það var stokkið endalaust oft af klettinum og turistarnir sem þau lentu með voru bara snilld. Eftir rafting var farið upp í tjald, borðað, tekið til og pakkað í bílinn og lagt af stað á Akureyri, þar sem átti að dveljast yfir nóttina.
22. júní. Dagur 5, mánudagur
Eftir að hafa vaknað, skellt sér í sundlaug Akureyrar og borðað hringdi síminn hjá Kidda. Hann labbaði um tjaldstæðið. Sigrún fylgdist með honum og sá að ekki var allt í keyinu, svo hún labbaði til hans um leið og hann skellti á. Hann sagði grafalvarlegur ,,það varð slys heima og ég verð að komast heim NÚNA!!” Sigrún tók utan um hann og þau löbbuðu svo til hinna þriggja. Kiddi sagði þeim að vinkona mömmu hans hefði veið bráðkvödd á heimili sínu um morguninn og hann yrði að komast heim núna. Það var nú ekki tekið mjög vel undir það, því Kiddi þekkti þessa komu ekkert mjög vel, og þar að auki átti að fara heim eftir 2 daga. Kiddi sagðist bara taka rútuna og þetta yrði ekkert mál, hann vildi bara fara heim til mömmu og vera henni til stuðnings. Thelma var ekki sátt við þetta, hún svaf illa um nóttina og fann á sér að eitthvað EKKI gott ætti eftir að gerast, en enginn hlustaði á hana og Kiddi tók rútuna klst. seinna. Krökkunum fannst hálf leiðinlegt að halda fjörinu áfram án hans, svo ákveðið var að taka saman og bruna suður. Þegar komið var hálfa leið suður sáu þau að eitthvað var í gangi framundan. Þegar þau komu nær kom í ljós að það hafði orðið slys, rútuslys……. Sigrún steig á bremsuna og þorði ekki lengra. Thelma sá Kidda stór slasaðan og kvíslaði látt ,, ég vissi það…. ég sagði það…. hann er dáinn”