[Þriðji kafli]
Skrímslið í Gashi-Mendu:
Aðeins nokkra tíma leið til Gashi-Mendu. Lengi hafði verið talið að eitthvað skrýtið ætti sér stað þar eftir sólsetur. Oft fundust illa útleikið fólk um morguninn. Fáir höfðu lifað árásina af en þeir sem það gerðu höfðu lýst einhverju loðnu og með flugbeittar klær en myrkrið hefði verið svo mikið að erfitt hafði verið að sjá hvað það væri. Nokkrir menn höfðu reynt að vakta þorpið á næturna en fundust dauðir næsta morgun. Þegar Lei kom loks í bæinn voru aðeins nokkrir tímar til sólseturs. Hann ákvað að gista á gistiheimilinu. Þegar þangað kom kanrinrin staðarins og bauð hann velkominn.
“Vertu velkominn góði herra,” sagði hann.
“Ég heiti Lei Fong og vil aðeins gista hér yfir nóttina.”
“Gott, gott. Ég er kanrinrin staðarins og nafn mitt er Chen. Ég tryggi það að dvöl þín verði ánægjuleg.”
“Svo lengi sem þakið leki ekki þá mun dvöl mín vera ánægjuleg.”
“Gott, gott. Ég læt son minn vísa þér leiðina.”
Chen kallaði á son sinn, Hong Chen, og sagði honum að vísa Lei til herbergisins. Þegar þangað var komið sagði Lei:
“Ég hef heyrt að það eiga vandræði sér stað hér í Gashi-Mendu.”
“Já, herra. Margir menn hafa fundist dauðir eftir nóttina. Enginn veit hvað það er sem ræðst á þorpið okkar í skjóli næturs.”
“Ég gæti hugsanlega hjálpað. Gætirðu lýst einu líkinu fyrir mér?”
“Líkin eru öll rifin á hol og sumir líkamspartar hafa verið rifnir af. Þeir sem hafa lifað árásina af hafa yfirleitt ekki lifað lengi eftir það. Einn þeirra fannst án höfuðsins.”
“Líkist helst árás einhvers dýrs. Hugsanlega björn.”
“Nei, herra. Enginn verður var við neitt annað en öskur fórnalambsins. Björn mundi án efa gefa frá sér eitthvert hljóð. Þetta minnir helst á einhverjar árásir frá vel þjálfuðum hermanni.”
“Enginn hermaður berst án vopna. Enginn sem ég veit af alla vega. Þetta er eitthvað annað. Ég er viss um það.”
“Herra, það er best að forðast að vera utandyra eftir sólsetur.”
Lei leit við og sólin var í þann mund að setjast.
“Þú ættir að fara niður,” sagði hann, “ég mun hugsa aðeins betur um það sem er að hrella þorpið.”
“Herra, ég bið þig. Ekki fara út í nótt. Það er ekki óhætt.”
“Farðu niður, Chen.”
Við þessi orð fór Hong Chen úr herberginu og fór niður. Lei hugsaði lengi um þær upplýsingar sem hann hafði fengið frá Hong Chen og eftir stutta stund tók hann upp daishoið sitt hélt af stað út. Þegar út var komið var niðamyrkur og ekki eitt einasta ljós til að lýsa göturnar. Lei hafði hvora hendina á sitthvoru sverðinu líkt og venjulega þegar hann bjóst við einhverri árás. Eftir aðeins stutta stund heyrði hann öskur frá götunni handan hornsins. Hann hljóp af stað og sá þar mann liggjandi á götunni og yfir honum stóð einhver annar. Það var erfitt að sjá nokkuð í svo daufri birtu en þó sýndist honum dauf birta koma frá augum þess sem stóð. Hann hafði rétt fyrir sér. Augun voru glóandi. Veran réðst til atlögu gegn Lei sem sjálfur réðst gegn verunni. Eitt höggið kom frá hægri en Lei vék sér frá því. Hann tók ekki eftir því að annað högg kom frá vinstri. Klærnar á verunni skárust í vinstri öxlina en Lei dró fram sverð sitt og reyndi að skera í veruna. En veran var snögg og vék sér frá og kýldi Lei í andlitið. Veran var sterk en Lei varð ekki nógu vankaður til þess að veran gæti gert aðra atlögu með klónum. Lei dró fram vinstra sverðið og í sömu hreyfingu skar hann langan skurð yfir bringuna á verunni. Veran greip um axlirnar á Lei og fleigði honum á einn vagninn sem var í götunni. Lei náði að jafna sig nógu fljótt til þess að víkja undan öðru höggi og náði að stinga sverðinu í síðuna á verunni. Veran æpti af sársauka og stökk burt í snatri. Lei hljóp að manninum sem lá í götunni. Hann var ennþá lifandi en mundi hugsanlega ekki vera það lengi. Lei bar hann til græðara þorpsins og fór síðan aftur í gistiheimilið þegar dagaði.
Þegar hann kom að gistiheimilinu lá blóðslóð bakvið húsið og inn um bakdyrnar sem voru opnar. Lei dró fram sverð sitt og gekk hægt og rólega inn. Blóðslóðin lá alla leið að herbergi kanrinrins og þar inn. Þegar Lei opnaði dyrnar sá hann son kanrinrinsins blóðugan upp í rúmi og kanrinrininn sjálfan sitja hjá honum. Kanrinrininn stóð upp þegar hann tók eftir Lei.
“Sonur minn varð fyrir árás í nótt,” sagði hann.
“Ég tók eftir því. Hví hafið þig ekki farið til græðarans?”
“Græðarinn getur lítið gert, herra. Sonur minn mun ekki lifa þetta af. Ég þarf engan græðara til þess að segja mér það.”
“Leyfist mér að líta á sárið?”
Lei gekk að Hong Chen en faðir hans reyndi að koma í veg fyrir það. Lei náði samt að rífa lakið af honum og sjá samskonar sár og hann hafði gefið verunni um nóttina. Einn skurður yfir bringuna og eitt djúpt sár í síðunni.
“Vissir þú allan tíman af þessu?” spurði hann kanrinrininn.
“Ég hef vitað þetta síðan sonur minn kom eftir fyrstu árásina.”
“Og þú sagðir engum?”
“Hvernig gat ég það? Ég gat ekki látið þorpsbúana drepa son minn!”
“Hvernig fór hann að þessu?”
“Hann seldi Kompera sál sína í skiptum fyrir krafta til að drepa óvini sína.”
“Kompera? Hvað var hann að hugsa?”
“Smátt og smátt missti hann stjórn á kröftunum og að loks náði púkinn yfirhöndinni á næturna. Púkinn hefði náð algjörru valdi ef þú hefðir ekki mætt, og þá hefði enginn orðið óhultur.”
“Ef sonur þinn deyr, mundi þá púkinn hljóta sömu örlög?”
“Púki Kompera getur ekki lifað án hýsils.”
Loks virtist Hong fá örlitla meðvitund.
“Herra, ekki láta blekkjast af Kompera,” sagði Hong.
“Hvað er hann að tala um,” sagði Lei.
“Ég veit það ekki. Hann hlýtur að vera sárþjáður,” sagði kanrinrininn.
Lei hallaði sér nær Hong.
“Óvinur þinn stendur fyrir aftan þig,” sagði Hong.
Lei snéri sér við og þar stóð veran sem hann hafði barist við um nóttina. Veran greip um hálsinn á Lei og lifti honum upp.
**Eru þetta launin sem hann fær fyrir allt sem hann hefur gefið þér?** sagði veran og beindi orðum sínum að Hong.
“Það er ekkert sem hann hefur gert fyrir mig, skrímslið þitt,” svaraði Hong á móti.
**Hann gaf þér völd til að útrýma óvinum þínum og þú launar honum með svikum!**
“Ég bað aldrei um að deyja í þinn stað.”
Lei fannst hann hafa hangið nógu lengi í hendi ófreskjunnar svo hann sparkaði í andlit hennar nokkrum sinnum eða þar til hún sleppti honum. Lei greip um sverð sitt og réðst gegn andstæðingi sínum. Plássið þarna var mun minna en áður þannig að erfiðara var fyrir báða aðila að berjast.
**Það lítur út fyrir að við verðum að flytja okkur á stærra svæði,** sagði veran og fleygði Lei í gegnum vegginn sem hún stökk síðan í gegnum.
Lei var snöggu á fætur og nú átti hann meiri möguleika en áður til að drepa óvættina. Nú var plássið meira og ekkert myrkur til að hylja hana. Í hvert sinn sem hún gerði árás með klónum hjó Lei á móti með sverðinu sínu. Veran var ekki orðin sátt þar sem hún gat ekki gert almennilega árás svo hún stökk á Lei. Lei dró fram vinstra sverðið og skar veruna í öxlina með því. Þegar veran lenti á honum rak hann hitt sverðið í gegnum síðuna á henni og þegar þau voru lent á gólfinu skar hann hana á háls með vinstra sverðinu. Þar með var veran öll og Lei velti henni af sér. Því næst fór hann til Hongs þar sem hann lá nærri dauða en lífi í rúminu.
“Það er satt með að ég vildi völd til að drepa óvini mína,” sagði Hong þegar Lei gekk inn.
“Hvað var þetta?”
“Þetta var púkinn sem Kompera sendi mér. Hann átti eingöngu að drepa þrjá stigamenn sem höfðu verið í þorpinu og eyðilagt ýmsar eigur mínar. En púkinn vildi ekki hætta þegar því var lokið. Hann naut þess að finna lyktina af blóði. Í staðinn fyrir líf mitt fékk ég þetta skrímsli sem hrellti þorpið og hefur nú ollið dauða mínum.”
“En hvers vegna þóttist hann vera faðir þinn?”
“Hann þóttist ekki. Hann tók sér bólfestu í föður mínum til að endast lengur í þorpinu. Án hýsilsins hefði hann dáið. Í fyrstu tók ég ekki eftir neinu en smátt og smátt tók ég eftir því að hann var öðruvísi en hann var. Loks var ekkert líkt með honum og föður mínum.”
Eftir ekki svo langan tíma dó Hong af sárum sínum. Lei sat hjá honum allan tímann og hlustaði á hann segja frá öllum syndum sínum. Á leið sinni út varð hann var við að það var komið algjört myrkur úti þó enn væri hádegi. Allt í einu opnuðust dyrnar upp á gátt og úti stóð maður klæddur í svörtum kufli og hettan huldi andlit hans. Lei var snöggur að grípa til vopna.
“Vertu óhræddur,” sagði maðurinn, “ég er hér vegna verunnar sem þú hefur drepið.”
Maðurinn beindi hendi sinni að verunni sem enn lá í blóði sínu á gólfinu og fór með einhverja galdraþulu. Veran stóð þá upp eins og hún hafði aldrei verið dauð og snéri sér að Lei. Þegar hún sá hann ætlaði hún að ráðast á hann en maðurinn skipaði honum að stoppa. Þegar veran sá manninn í dyragættinni hneigði hún sig.
**Meistari. Hvað ert þú að gera hér?** sagði hún.
“Ég er hér til að fara með þig til baka, Gonda,” sagði maðurinn á móti.
**En meistari, verki mínu er ekki lokið.**
“Þvæla! Verki þínu er löngu lokið og þú hefur óhlýðnast skipunum mínum! Þú skalt koma með mér þangað sem þú munt hljóta réttlætanlega refsingu.”
**En meistari…**
“Ekkert en, Gonda!! Þú kemur núna!!”
**Já, meistari.**
Gonda gekk út um dyrnar með meistara sínum og þeir settust upp í vagn dreginn af tveim svörtum hestum sem drógu síðan vagninn út úr þorpinu. Lei var ekki viss hvað þetta hafði verið en hann taldi best að slíðra sverð sitt og reyna að hugsa ekki of mikið um það. Þegar aftur var orðið bjart hélt hann aftur af stað í átt til höfuðborgarinnar.

kanrinrin = gistihúsrekandi
Kompera = japanski galdra og púka guðinn<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font>
Kíkið endilega á <a href="http://kasmir.hugi.is/lundi86">kasmír síðuna mína</a