Einu sinni var lítill maður sem hét Skúli Pétursson og fór að heiman til að leita undir sófaborðinu hjá nágranna sínum af fjarstýringunni sem týndist daginn áður. Hann fór út og labbaði nokkur skref þangað til hann sá sólina og horfði í hina áttina og sá fjöllin sem voru sem blikur á lofti í útjaðri neistans á veturna og hann þagði er hann sá þessa sýn. Loks kom hann að dyrum vinar síns og bankaði nett á gluggan við hliðina á hurðinni. Vinurinn kom til dyra og sagði að honum fyndist Skúli heldur skrýtinn að koma í þvílíku veðri en þá sagði Skúli bara að veðrið væri gott og vinurinn varð sannfærður. Þeir gengu inn í hlaðið sem var við hliðina á húsinu til að athuga sófann sem vinurinn hafði tekið út í hlaðið því að hann var hræddur um að því yrði ekki stolið ef að sófinn væri inni í húsini. Því er um leið að hestur einn labbaði þar framhjá og sagði ekki neitt heldur labbaði bara út og áfram og kom að glugga einum en féll þá um stein og dó. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér heldur verður sögð sagan af Skúla og vini hans og nú held ég áfram. Skúli lagðist í sófann og heimtaði mat en vinurinn vildi ekki gefa en sagði samt að hann skyldi reyna að opna gluggan sem var gaddfrosinn eftir kuldann nóttina áður. Skúli gekk að borðinu og settist ofan á það en sá ekki fjarstýringuna fyrr en hann beygði sig niður og horfði undir sófann og sá hana. Hann tók hana upp og rétti vini sínum hana og fór síðan heim því að hann átti eftir að gefa hundinum, Snata, að drekka.