Það er heitur dagur í Callahan, kyrrlátum gullgrafarabæ í villta vestrinu. En Callahan er allt annað en kyrrlátur fyrir þá sem búa þar, þar er allskonar undirheimastarfsemi í gangi, allt frá smámunalegum og litlum ránum upp til stranglegaskipulagðra og útsjónasamra bankarána eða rána á póstlestini.

Aðalglæpafjölskyldan er Willowbræðurnir Andy og Rey og gengi þeirra, eða þá Maraeno Callaseirro og hrottar hans. Svo koma önnur gengi sem vinna sjálfstætt en eru samt undir áhrifum og mútum frá þeim tvemur aðalklíkunum. Þeir eru t.d. Kalkasi, Fonti, Onaklever eða þá Bruton. Löggan gerir ekkert, Þeir eru allir undir mútum. En hver er ég spyrjið þið. Ég er bara leiguþjófur og morðingi frá Texas að nafni Clyde Ulisees Nobody. Eftirnafnið mitt, Nobody á vel við, mjög fáir þekkja mig náið. Ég blandast alveg inn í hópinn. Ég er einfari en vinn mest fyrir Bruton sem stjórnast af Willow bræðrum. Ég hef einusinni hitt Rey og Andy. Þeir eru báðir myndamenn, giftir og eiga börn. En það skrítna er að Rey er getulaus. Krakkarnir hans eru allir börn konu hans og annara manna í gengi hans. Ég á tvo stráka með henni, annar er hjá henni og heitir Antony. En hún átti tvíbura, öðrum var laumað undan Rey og færður mér. Hann heitir Jeremy. Hann er 8 ára og er myndastrákur.Rey veit að konan hans er lauslát en hann byrgir það allt inni. Og út af því er hann mjög reiður og uppstökkur.
En nú sný ég mér frá glugganum og elti Jeremy út úr herberginu okkar fyrir ofan kránna og niður stigan á kránna til að fá okkur að borða kvöldmat. Þegar ég kem niður sé ég að kráin er full að vanda. Það er reykjarlikt í loftinu og smá vottur af þessum ölvandi ilmi af fimm Xa viskíinu hans Samma barþjóns. Þar sem ég stend í nokkrar sekúndur og þefa af loftinu sé ég að Carlos Alvarez, mikill vinur minn situr við borð úti við glugga sunnanmeginn í húsinu. Hann kallar til Jeremys og bendir honum að setjast hjá sér. Ég geng til þeirra og sest niður. “Hei Clyde, langt síðan við höfum sést. Sestu niður, ég skal bjóða ykkur í mat.” Hann kallar á gengibeinuna og leyfir okkur að panta. Jeremy er ánægður með það að fá að panta hvað sem hann vill. Svo eftir matinn sér Jeremy nokkra vini sína og hleypur frá borðinu og út í leiki með krökkunum. Þá snýr Carlos sér að mér og við förum að tala saman. “Jæja Clyde, við höfum verkefni fyrir þig.” segir hann með djúpu röddinni sinni. Carlos er ofarlega á vinsældarlista Bruton og þarmeð meðal Willowgengisins. En ég er ekkert það ofarlega, samt einn besti vasaþjófurinn í genginu. En það breytir því ekki að ég vil vera sem mest laus við verkefni vegna Jeremy. Hann þarf nú að eiga föður. En þegar ég er að vinna að verkefni er hann hjá Carlosi og fjölskyldu hans. Carlos á sex börn. “Eins og þú veist hafa Fontimenn framið marga glæpi fyrir utan bæinn, farið með menn þangað og drepið þá, pyntað þá til sagna og margt fleira. Margir hafa fallið með þeirri aðferð.” “Við höfum komist að því að maðurinn bakvið þetta allt heitir Che Ngo Sasa. Hann er pyntingasérfræðingur. Við viljum að þú drepir hann.” “Ef þeir sjá til þín og ná þér þá þegir þú, sama hvað þeir pynta þig, skilið?.” Ég er orðlaus. “Pyntingasérfræðingur”, “pyntað þá til sagna” “ef þeir ná þér, þá þegir þú, sama hvað þeir pynta þig.” En þá segir Carlos svolítið áhugavert. “Ef þú gerir þetta fyri okkur verða þér allir vegir færir.” Eftir að heyra þetta hugsa ég mig ekki um tvisvar um, svara bara strax já. Carlos brosir ánægjubrosi, stendur upp frá borðinu og yfirgefur mig. Þarna sit ég einn eftir við borðið og stari út í loftið. “Hvað hef ég gert?.”
- MariaKr.