Er ég er að vakna þá lít eg út um gluggann og þar sé ég að lögreglan er að handtaka einhvern á barnum. Ég tek þá ákvörðum að drífa mig í fötin og stökkva niður og athuga hvern hann er að handtaka og er ég labba niður sé ég að hórurnar eru komnar á kreik og allir gömlu kallarnir eru utan í þeim. Ég hristi bara hausinn og held för minni áfram niður stigan. Þegar á barinn er komið sé ég að löggann hafið verið að handtaka Leo og hans lið. Leo er einn alræmdasti nauðgari og morðingi sem uppi hefur verið og það var um 100 þúsund krónur lagðar á höfuð hans. Er ég panta mér bjór þá heyri ég rosaleg læti og það hljómaði eins og það væri að berja einhvern. Ég stekk á fætur og lít út um gluggann og sé að þeir eru að berja lögguna og hans aðstoðarmann, ég hóa á nokkra menn sem eru á barnum og bið þá um að koma og hjálpa mér að bjarga þeim en allir segja bara nei og segjast ekki vilja lenda upp á móti Leo. Ég öskra á þá og kalla þá skræfur en er ég sný mér við þá sé ég að þeir eru komnir á hestbak og eru á leiðinni út úr bænum og stefna í ættina að Þingvöllum en er þeir ríða framhjá barnum þá dreg ég upp byssuna og byrja að skjóta í áttina til þeirra. Er ég skyt öllum mínum kúlum þá sé ég að einn þeirra dettur af baki en Leo æsir sig ekkert upp við það og heldur bara áfram að ríða út ur bænum. Ég hleyp til mannsinns og sé þá að hann er illa særður og er eg er að huga af honum kemur aðstðarmaður lögreglustjórans og dregur upp byssuna og setur eina í hausin á honum og segir. Þetta færðu fyrir það að lemja mig.
Er hann labbar í burtu þá fæ ég þessa rosalega löngun til þess að setja eina kúlu í bakið á honum en eg er búin með allar kúlurnar og ég nenni ekki að hlaða hana aftur. Ég sný mér við og labba aftur á barinn og drekk bjórinn minn. Þegar svona 10 mínútur eru liðnar þá kemur lögreglustjórinn inn og segir Hver skaut þenann unga herramann og bentir til líksins? Ég skaut hann segir ég. Er ég sný mér við til þess að líta á hann þá sé ég að hann er ekki sáttur við það að ég skaut hann. Hann labbar til mín og þakkar mér fyrir að bjarga lífi sínu og segist vilja fá mig í lögguna sem hans aðstoðarmaður. Ég þakka bent og hlæ en hann segist ekki vera að grínast með þetta og hann bætir við að hann þurfi mann eins og mig sem hræðist ekki neitt. Ég horfi á hann og segi að ég hræðist margt en sýni það bara ekki.
Hann segist vilja fá mig með til þess að elta þessa menn uppi og handtaka þá. Eftir svolítið nuð þá segi ég bara allt i lagi og tek við lögreglumerkinu. Er ég set það á mig þá segir hann að við förum eftir ca 15 mínútur og segir mér að vera tilbúin. Eg stend upp og fer að gera hestinn minn tilbúin og tek með mér haglabyssuna sem faðir minn gaf mér er ég varð 12 ára. Er við ríðum út úr bænum þá heyri ég í Geysi gjósa og hugsa með mér að þetta gæti verið síðasta sinn er ég heyri í honum. Er við erum að koma að þingvöllum þá heyrum við hestunum sem þeir stálu er þeir flúðu út úr bænum. Við felum okkur og bíðum eftir myrkrinu til þess að geta komist að húsinu þeirra án þess að verða séðir. Er myrkrið skellur á þá förum við af stað og er við erum alveg að komast upp að húsinu þá sé ég að hurðin er að opnast og stígur Leo út alveg pissfullur. Er hann lítur á mig þá kalla ég stopp þú ert handtekinn. Hann horfir á mig og brosir og er hann teygir sig í byssuna þá verð ég svolítið skelkaður og skít óvart bara og hann dettur sprikklandi til jarðar. Er félagar hans sjá hann detta þá leggja þeir byssu beltin frá sér og leggjast á jörðina. Er ég sný mér við þá sé ég að það er enginn fyrir aftan mig þannig að ég labba aftur að hurðinni sé ég að það eru allir í felum.
Ég handsama gauranna og fer með þá út er ég rétti lögreglustjóranum fangana þá tek ég af mér merkið og hendi því í hann. Ég stekk á bak og ríð til baka.

FIN.
KV