Netferðalagið Hef verið að skoða í gegnum gamlar sögur sem ég skrifaði, skrifaði miklu meira þegar ég var yngri.
Ég vann 3.sæti í SAFT Netöryggissmásögukeppni með þessari sögu. Sagan er frá 2005 :Þ
Mjög kjánaleg saga, en samt frekar fyndin :)
——————————————–
Þetta var rólegur dagur hjá Mötu og Netverði. Mata hafði leyft Ölphu að fara og hlaupa eitthvert. Hún kom alltaf aftur fyrir kvöldmat.
,,Mér leiðist,” sagði Mata.
,,Kannski við gætum farið í smá netferðalag!?” sagði Netvörður.
,,Já, gerum það. Ég kalla á Ölphu,” sagði Mata.
,,Alpha, komdu heim!,” kallaði Mata, við erum að fara í ferðalag um netið með Netverði.”
Alpha kom á fljúgandi ferð.
,,Komum,” sagði Netvörður. Svo fóru þau inn.
,,Hvaða síðu stilltirðu okkur á?”spurði Mata Netvörð.
,, www.neopets.com , mjög skemmtileg síða.” svaraði Netvörður öruggur.
Þau gengu um síðuna og fóru meðal annars til lands sem hét Mystery Island.
Þar var strönd og sjórinn var rosalega góður. Þar voru fullt af dýrum. Mata fór út á sjóinn á brimbrettinu og gaf sig á tal við eitt dýrið. ,,Pa-pa-passaðu þi-þig!” sagði litla dýrið.
,,Á hverju?” spurði Mata. ,,Þessu!!!” sagði litla dýrið og stakk sér ofan í vatnið. Mata leit um öxl. Og þar var risastórt og ekkert svo góðlegt dýr. Mata brimaði í burtu eins hratt og hún gat.
,,Þarna munaði mjóu,” sagði Netvörður, hvar sem hann nú var.
,, Hvar ertu, Netvörður. Ekki hefur þú gert þig ósýnilegan aftur, er það?” sagði Mata pirruð.
,,Nei, ég bara sofnaði og… þú veist, þetta gerist stundum þegar ég sofna.” sagði Netvörður sem birtist allt í einu sitjandi í gulum sólstól.
,,Eigum við að fara á aðra síðu?” sagði Mata. ,,Allt í lagi,” sagði Netvörður og ýtti á nokkra takka á síðuskiptitækinu.
,,Ekki fara strax” sögðu öll litlu dýrin og horfðu á þau. Mata gapti.
,, En við verðum að koma okkur á aðra síðu,” sagði Netvörður. ,,Allt í lagi þá, bless,” sögðu dýrin og veifuðu með litlu loppunum eða hófunum sínum.
,, Eigum við að fara á síðu af handahófi?” sagði Netvörður. ,,Allt í lagi,” sagði Mata. ,,Voff,” sagði Alpha og sleikti út um.

,, Allt í lagi,” sagði Mata ,, Hvar erum við núna?” ,,Þessi síða heitir: Um… ég næ því ekki . Þetta er ólögleg síða!”sagði Netvörður. ,,Æ, nei!” sagði Mata,, Komum okkur burt.” ,, Hvar er Alpha? Alpha!!! Komdu, vinan,”kallaði Mata á árangurs.
Allt í einu stökk stórt og ógeðslegt skrímsli fram. Mata öskraði og hljóp eitthvert í burtu. Þar fann hún Ölphu þefandi úti í myrkrinu. Alpha ýlfraði í áttina sem Mata hljóp frá, líklega að skrímslinu. Netvörður kom svo á fljúgandi ferð á eftir Mötu.
,,Flýtum okkur,” sagði Mata ,,Komum okkur á aðra síðu.
,, Við skulum ekki fara á síðu af handahófi núna.” sagði Netvörður.
,,Sammála,” sagði Mata.
,,Voff,” sagði Alpha og kinkaði kolli.
,, Förum á … www.b2.is ” sagði Mata.
,, Þar er nú samt stundum eitthvað ógeðslegt” sagði Netvörður.
,, Já ,en samt eru stundum skemmtilegir leikir,” sagði Mata sannfærandi.
,,Nei, við verðum að vera varkár á netinu. Förum á www.dyraland.is,” sagði Netvörður ,,Þar er aldrei neitt ógeðslegt.”
Skyndilega lifnaði yfir Ölphu og hún horfði löngunaraugum á síðuskiptitækið.
,, Allt í lagi, förum þangað” sagði Mata.

,,Jæja, núna erum við komin. Er það ekki annars?” sagði Mata óörugg.
,,Voff,” sagði Alpha og leit á Netvörð.
,,Jú,” sagði Netvörður,,Við erum komin”
Mata leyfði Ölphu að hlaupa burt og leika sér.
,,Netvörður, sjáðu Ölphu!” sagði Mata og brosti.
,,Hún er að leika sér við annan hund,” sagði Netvörður og hló.
,,Leyfum þeim að leika sér í friði” sagði Mata.
,,Komum og sjáum kettlingana þarna,” sagði Netvörður.
,,Æ, hvað þeir eru sætir,” sagði Mata ,,Þeir eru örugglega nýfæddir, heldurðu það ekki, Netvörður?
,,Jú, örugglega, því þeir eru með lokuð augun,” sagði Netvörður.
,,Komum á aðra síðu.” sagði Netvörður þegar Mata var búin að horfa á kettlingana í kortér.
,,Já,” svaraði Netvörður,,Ég kalla á Ölphu,”
,,Alpha. Komdu vinan,” kallaði Mata og Alpha kom til hennar næstum því þegar hún hafði sleppt orðinu.
,,Af handahófi, kannski?”sagði Netvörður spyrjandi.
,,Allt í lagi. Varla getur eitthvað vont hent aftur,” sagði Mata.
,,Förum þá,” sagði Netvörður og þau hentust af stað inn á aðra síðu.

,,Jæja, hvernig síða er þetta nú?” spurði Mata.
,, Mér sýnist þetta vera spjallsíða,” sagði Netvörður.
Svo gengu þau af stað. En þau tóku ekki eftir svartklædda skuggalega náunganum sem elti þau.
,,Netvörður,” hvíslaði Mata,, Ég held að það sé einhver að elta okkur.
,,Já,” hvíslaði Netvörður á móti og leit um öxl. ,,Það er rétt hjá þér. Þegar ég segi NÚ hlaupum við af stað.”
,,Já heyrirðu það, Alpha?” sagði Mata.
Alpha kinkaði kolli og leit snöggt aftur fyrir sig.
,,Einn,” hvíslaði Netvörður.
,,Tveir…”
,,Oooog…”
,,NÚ!!!” öskraði Netvörður og hljóp af stað.
Þau hlupu og hlupu og hlupu eins og þau ættu lífið að leysa.
,,Við… stungum… hann… af…” sagði Mata móð.
,, Halló, hvað heitið þið?” sagði drengur á unglingsaldri.
,,Halló, ég heiti… sagði Mata en þagnaði svo og horfði út í loftið.
,,Hvað heitirðu?” sagði drengurinn aftur.
,, Fyrirgefðu, en ég má ekki segja þér það.” sagði Mata.
,, Þú hlýtur að vita að það er bannað að gefa upp persónulegar upplýsingar á netinu” sagði Netvörður.
,,Annars getur maður lent í vandræðum.” sagði Mata.
,,Já, það er rétt.” sagði Netvörður.
,,En ég vil bara eignast vini.” sagði drengurinn.
Alpha horfði tortryggin á drenginn og ýlfraði lágt.
,,Það á aldrei eftir að ganga á netinu,” sagði Mata ,,Maður á aldrei að hitta fólk sem maður hittir á netinu.
,,Nú? Hvað getur það gert manni?” sagði drengurinn.
,,Sumir glæpamenn tala við krakka á mínum og þínum aldri á netinu,” sagði Mata.
,,Hefur þú einhvern tímann ætlað að hitta einhvern sem þú hefur hitt á netinu?” spurði Netvörður .
,, Nei… Jú, reyndar, en hún kom ekki.” sagði drengurinn niðurlútur.
,, Einmitt, þetta er það sem getur gerst.” sagði Netvörður.
,,Já, kannski, en sýnist ég eitthvað vondur?” sagði drengurinn.
,, Nei, en kannski er þetta ekki þín rétta mynd,” sagði Mata.
,,Fólk hefur ekki alltaf myndir af sjálfum sér á netinu,” sagði Netvörður ,,Þetta gæti verið þín rétta mynd en samt gæti þetta ekki verið sú rétta.
,,Nú? Þá fer ég bara” sagði drengurinn og strunsaði í burtu.
,,Úff, þetta var erfitt.” sagði Mata.
,,Já, hugsaðu þér ef við hefðum gefist upp og sagt honum eitthvað,” sagði Netvörður ,,Hann hefði getað gert okkur eitthvað.
,,Já, eins gott…,” sagði Mata ,,En ég vorkenni honum svolítið.
,,Af hverju?” spurði Netvörður.
,, Við vorum eiginlega að saka hann um að ljúga að okkur,” sagði Mata.
,,En hann hefði getað gert eitthvað,” sagði Netvörður.
,,Já, líklega,” sagði Mata.
,, Komum eitthvert annað.”sagði hún svo.
,,Heyrðu, við erum að hreyfast!” sagði Netvörður.
,,Hvar er síðuskiptitækið þitt?” sagði Mata.
,,Það er hér í vasa…,” sagði Netvörður en hélt ekki áfram með setninguna því hann fann sér til skelfingar að hann fann ekki tækið. ,,Ónei, ég hlýt að hafa misst það.”
Alpha horfði til baka í áttina að staðnum þar sem þau höfðu talað við drenginn.
,,Og einhver hlýtur að hafa tekið það og farið að fikta við það því nú erum við á annari síðu,” sagði Mata og litaðist um.
,,Hún er mjög … dökk,” sagði Netvörður en síðan var kolsvört.
,,Þetta er ólögleg síða. AFTUR!!!” sagði Mata hrædd.
,,Og við getum ekkert gert því við erum ekki með tækið,” sagði Netvörður og tók í höndina á Mötu.
,,Taktu í bandið hennar Ölphu,” sagði Netvörður,,Reynum að halda hópinn.”
Þau löbbuðu um í nokkra stund og þögðu. Svo settust þau niður til að hvíla sig.
,,Ég er hrædd,” sagði Mata snöktandi.
,,Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hræddur líka,” sagði Netvörður.
Alpha lagðist í kjöltu Mötu. Mata strauk henni og Ölphu líkaði það vel.
Svo byrjuðu þau að hreyfast. ,,Loksins,” sagði Mata glöð.
,, Mér sýnist þetta vera www.leikur1.is,” sagði hún.
,,Þetta er góð leikjasíða,” sagði hún líka.
,,Sérðu. Hvað er þetta?” sagði Netvörður og tók upp lítinn bréfmiða.
,,Mér sýnist þetta vera miði fyrir leikinn Bubble Trouble .” sagði Mata. ,,Þetta er mjög skemmtilegur leikur. Hann er á Topp 10 listanum!!!”
,, Förum í hann,” sagði Netvörður spenntur.
,,Voff,” sagði Alpha glöð.
,,Mér sýnist þetta þarna vera inngangurinn fyrir hann,” sagði Mata og benti.
,,Förum þá þangað,” sagði Netvörður.
,,Voff,” sagði Alpha.
Þau fóru inn og léku sér í leiknum langa lengi.
Allt í einu fóru þau að hreyfast.
,,Nei, ekki núna,” sagði Mata leið ,,Ég er að verða komin í 11 borð.
,,Þetta er allt í lagi. Þetta er bara leikur,” sagði Netvörður.
,,Já, en ég hef aldrei komist svona langt í leiknum,” sagði Mata pirruð og stappaði niður fótunum.
,,Þetta er bara leikur. Mundu það. Þetta er ekki í alvörunni,” sagði Netvörður.
,,Já, það er rétt hjá þér.” sagði Mata og tók gleði sína á ný.
,,Bíddu nú við, ég hef aldrei séð þessa síðu en samt stendur á síðunafnatækinu að þetta sé í minninu,” sagði Netvörður.
,, Kannski hefur einhver komist í síðuskiptatækið á meðan þú varst sofandi,” sagði Mata.
,,Já, kannski,” sagði Netvörður.
,,Ég vona að þetta sé síðasta síðan sem þessi maður eða kona fer á,” sagði Mata og geispaði ,,ég er orðin svolítið þreytt.
,,Já, ég líka” sagði Netvörður og geispaði líka.
,,Voff,” sagði Alpha og dillaði skottinu.
,,Mér sýnist þú ekkert vera að þreytast” sagði Mata og klóraði Ölphu bak við eyrað.
,,Jæja, en eigum við ekki að fara að skoða þessa síðu?” sagði Netvörður .
,,Jú, gerum það.” sagði Mata og gekk af stað. Netvörður elti og Alpha líka.
,,Heyrðu, ég þekki þessa síðu. Þetta er www.paperdollheaven.com, þetta er rosalega skemmtileg síða,” sagði Mata.
,,Er þetta ekki leikur þar sem maður á að klæða frægt fólk í föt?” sagði Netvörður.
,,Jú,” sagði Mata og gekk inn í sal þar sem stóð Britney Spears.
Mata lék sér við að klæða hana í föt og setja allskonar fylgihluti á hana.
Netverði leiddist. ,, Er ekki hægt að gera neitt annað á þessari síðu?” sagði hann og geispaði.
,,Nei, eiginlega ekki. Þetta er líka svo skemmtilegt, ” sagði Mata og setti húfu á Britney Spears.
,,Já, fyrir þig. En bíddu við, við erum að hreyfast .” sagði Netvörður.
,,Já en, við erum ekki að færast neitt,” sagði Mata.
,,Við erum að fara út af netinu.” sagði Netvörður.
,,Vá, loksins.” sagði Mata.
,,Þetta var skemmtileg ferð.” sagði Netvörður og geispaði.
,,Já, en samt hefðum við getað lent í vandræðum.”
,,Loksins. Velkomin heim,” sagði Netvörður og hoppaði út úr tölvunni og lenti á fótunum með glæsibrag. Mata gerði það sama. Líka Alpha.
,,Nú þarf ég bara að fá nýtt síðuskiptitæki,” sagði Netvörður.
,,Já og svo þarft þú líka að taka hitt úr sambandi. Eins gott að þú skildir síðuskiptaslökkvarann eftir heima.”
Síðan fóru þau út og Mata kastaði bolta langar leiðir. Netvörður fór inn til þess að elda kvöldmat. Alpha hljóp á eftir boltanum, en kom svo aftur og lét boltann í hendina á Mötu. Mata settist niður í stól og hvíldi sig eftir erfiðan dag og Alpha hoppaði upp í kjöltu hennar og sofnaði. Þegar Netvörður kom til þeirra til að kalla á þær í kvöldmat voru þær báðar sofnaðar. Netvörður brosti og hætti við að vekja þær. Þetta hafði verið erfiður dagur fyrir þau öll og helst vildi hann bara setjast hjá þeim og sofna. En hann átti eftir að gera húsverkin. Ja, kannski hann bara setjist aðeins hjá þeim. Smástund gæti ekki sakað.