Stutt skáldsaga eftir mig, mhm afsaka villurnar.
—-
Ég sat í rúminu mínu með blað og blýant í kjöltunni og byrjaði að skrifa.

Elsku Smári.
Hugsunin að þú sért farinn frá okkur núna, er næstum óbærileg.
Það er ekki sanngjarnt að strákur eins og þú hafir þurft að yfirgefa þennan heim svona ungur.
Sérstaklega á þennan hryllilega máta.
En ég vil ekki minnast þín eins og þú dóst, heldur eins og þú lifðir.
Þú varst enginn venjulegur strákur, allavega ekki fyrir mér.
Tilfinningarnar sem ég bar til þín, voru ekkert venjulegt skot.
Það var ást.
Og að hugsa sér að núna ertu farinn, og munt aldrei vita hvernig mér líður gagnvart þér… og að ég mun aldrei vita hvaða tilfinningar þú barst til mín.
Minningarnar frá föstudagskvöldinu ásækja mig enn.
Ég sé þig hverfa fyrir framan sjónum mínum. Aftur og aftur.
Bara ef við hefðum ekki farið út að ganga.
Bara ef við hefðum verið heima
Eða ef konan í bílnum hefði ekki ákveðið að fara út að keyra einmitt þetta kvöld.
Eða ef þú hefðir ekki misst símann þinn á jörðina einmitt á þessu augnabliki.
Ef. En það virkar ekki að hugsa um hvað gæti hafa gerst og hvað gerðist ekki.
Ég má ekki lifa þannig. Þetta gerðist og það er ekki aftur snúið.
Mundu að ég mun ávallt elska þig, hvar sem þú ert núna.

Ástarkveðjur
María Ósk.


Ég lauk við bréfið og setti það í umslag, tárin voru farin að leka niður úr augum mínum þegar ég reis af rúminu og fór niður í stofu.
Mamma mín og pabbi sátu þögul í sófanum en litu strax upp þegar ég kom inn.
“María?” spurði mamma rólega “Hvert ertu að fara?”
Ég fór inn í stofuna til þeirra og reyndi að kreista fram bros “Ég ætla í göngutúr”
Mamma brosti til mín tilbaka “Vertu ekki lengi”.
“Nei,” lofaði og og gékk út úr stofunni og framm í forstofuna og fór að klæða mig í skóna.
Ég klæddi mig í hvíta dúnúlpu og labbaði útum dyrnar og lokaði henni á eftir mér.
Ég lagði af stað hægum skrefum í átt að kirkjugarðinum þar sem Smári hvíldi núna.
Það var farið að snjóa. Snjórinn gerði bæinn svo ósköp fallegan. En það breytti engu um hvernig mér leið.
Ég andvarpaði og leit á bréfið mitt. Tárin laumuðust fram í augun, en ég þurrkaði þau burt. Ég hugsaði um það sem hafði gerst föstundaginn fyrir um einni viku. Og hvernig hann breytti lífi mínu.
Dagurinn sem Smári lét lífið.

Við sátum tvö heima hjá honum í sófanum og borðuðum nammi úr skál og horfðum á myndina sem var í þann mund að klárast.
Höndin hans var yfir öxlunum á mér.
Myndin kláraðist og hann andvarpaði og reis á fætur
“Hvað viltu gera núna?” spurði Smári mig
“Mér er sama” svaraði ég og hallað mér aftur í sófanum “Hvað sem er eiginlega”
Hann brosti „Komum út í göngutúr“
Ég kinkaði kolli og við lögðum á stað. Hann hélt í hendina á mér og leiddi mig niður götuna. Við töluðum ekki, heldur vorum við alveg hljóð. Ég leit af og til á hann. Starði á fallegt slétt andlitið á honum og horfði á súkkulaði brún augun í honum sem pössuðu svo vel við dökkt hárið.
„Langar þig í ís?“ spurði Smári og glotti
„Auðvitað“ svarað ég og brosti. Hann þekkti mig svo vel. Við gengum í átt að næstu sjoppu. Vindurinn var farinn að magnast frekar mikið.
„Súkkulaði eða vanillu?“ spurði Smári
„Súkkulaði“ svaraði ég
Hann borgaði ísinn og rétti mér minn. Síðan gengum við útur búðinni.
Við gengum meðframm stéttinni, enn þá byrjaði síminn hans Smára að væla.
Hann tók hann upp „Mamma var að senda mér skilaboð“ sagði hann við mig og pikkaði eitthvað í símann sinn um leið og við gengum fyri götuna, hann setti símann kæruleysislega ofan í vasann, en ekki nógu vel. Síminn féll niður á jörðina
“Anskotinn“ muldraði hann og brölti tilbaka á götuna. Ég stóð við gangstéttina og spurði „Er hann nokkuð brotinn?“
„Held ekki“ en þetta voru síðustu orin sem ég heyrði hann segja.
Græni jeppinn nálgaðist hann of fljótt. Konan í bílnum gat ekki séð hann þar sem hann beygði sig niður á eftir símanum. Síðan varð áreksturinn. Konan reyndi að beygja en henni tókst það ekki, bíllinn skall á Smára og fór svo beint á ljóststaur hinum meginn við götuna.
Ég öskraði. En það heyrðist varla.
Vindurinn feykti ljósu hárinu mínu frá þegar ég hljóp að Smára sem lá á götunni í blóði sínu
„Smári, Smári“ kallaði ég örvæntingafull. Fólk myndaðist í kringum okkur
”Hringjið í neiðarlínuna“ kallaði einhver.
En ég hlustaði ekki, ég bara lá yfir Smára og grét yfir hann alllan.
„Smári ! SMÁRI !“ kallaði ég grátandi „vaknaði Smári, Smári vaknaðu !“ Einhver dró mig í burtu frá honum „NEI NEI“ kallaði ég og reyndi að grípa í peysuna á Smára, en hendurnar voru of sterkar sem drógu mig burt og ég missti takið á honum „SMÁRI“ kallaði ég en sá ekkert fyrir tárunum sem blinduðu mig „Smári..-“ röddin mín var uppgefin eftir hrópin. Ég heyrði þegar lögreglu bílinn og sjúkrabílinn komu þjótandi í átt að okkur. Allt gerðist svo hratt sjúkraliðarnir hlupu að smára og að konunni sem var í bílnum. Ég vissi ekkert hvað hafði orðið um hana. Það eina sem ég vildi var að vita hvernig Smára liði. En ég held ég hafi þegar vitað það. Ég held að ég hafi vitað að það vor of seint að reyna að bjarga honum. Lögreglan kom gangandi til mín „Þekkir þú drenginn“ spurðu þeir mig og störðu á mig sorgmæddir að sjá. Ég vissi að ég var frekar ófrínileg að sjá öll grátbólgin, ég reyndi að kinka kolli. Tárin héldu áfram að streyma.
„Hvernig þekktir þú hann?“ spurði lögreglan. Mig langaði ekki að svara.
„H-hann var kærasti minn“
Lögregluþjóninn horfði á mig með vorkunarsömum augum og hélt áfram að spurja mig inn og út
„Hvað er nafnið þitt vinan?“
„María Ósk Bergþórsdóttir“ svaraði ég hægt með tárin í augunum. Lögregluþjóninn leiddi mig að einum lögreglubílnum. Ég vissi ekki hvað hann ætlaði að gera við mig, mér var sama.
„Farðu með stelpuna uppá stöð“ sagði hann hægt við einn lögregluþjóininn „hún heitir María Ósk Bergþórssdóttir, fyndu út hvar hún á heima og fáðu foreldra hennar til að ná í hana, hún er í mikklu sjokki…“ ég heyrði ekki meira. Ég lokaði eyrunum, vildi ekki heyra neitt, sjá neitt eða hugsa um neitt.
Lögregluþjóninn bauð mér sæti í bílnum og keyrði mig einhvert. Uppá stöð giskaði ég.
Það eina sem ég gat leitt hugan að var Smári.
Hvort sem hann var á lífi eða ekki. Lífið mitt hafði gjörbreyst á nokkrum sekóndum.
Fyrsta ástin mín var að deyja

Ég var komin að kirkjugarðinum. Ég þurkaði tárin sem höfðu læðst niður kynnar mínae við minningarnar, ég opnaði hliðið að garðinum og gékk inn.
Kirkjugarðurinn var alltof stór að mínu mati, það voru allt of mikið af legsteinum hér.
Of mikið af dánu fólki. Gömlu sem ungu. Það var sárt.
Ég kom strax auga á legsteininn sem ég þekkti svo vel.
Nafnið hans var ritað á hvítan marmara.

Smári Már Hilmarsson
1990 - 2005

Ég kraup við legsteininn hans og lagði bréfið ofan á gröfina og sá strax eftir því að hafa ekki tekið með mér blóm.
“Smári” hvíslaði ég, rólega með grátstafinn í hverkunum. „Þetta er ég María“
Þetta var asnalegt, það var ekki eins og hann gæti heyrt í mér. En þetta var þess virði að reyna. „Ég skrifaði þér bréf… eitthvað til að segja þér hvernig mér líður“ ég tók pásu „Lífið án þín er rosalega erfitt, ég veit ekki hvort ég.. l-lifi af. En ég verð að gera það. Fyrir þig og alla aðra. Það sakna þín allir“ ég hætti að hugsa um tárin sem streymdu niður „Dn enginn jafn mikið og ég, það er ekki hægt, það er ekki einu sinni hægt að lýsa því, hvernig mér líður núna. Elsku Smári minn“ ég vissi ekki hvað ég átti að segja meira við hann „Þ-þú getur ekki verið farinn“ Þetta var svo ósanngjarnt „þú“ byrjaði ég „þú, ert mér meira virði en allt annað í heiminum. Smári… mundu að ég elska þig. Að elífu, okei? Þú verður að vita það að ég elska þig“
Síðan reis ég á fætur og starði á görfina sem geymdi strákinn sem ég elskaði. Og myndi alltaf elska. Fyrsta ástin mín. Fallegasti drengur í heimi með fallegasta hjarta sem til var.
Ég hvaddi hann hljóðlega og labbaði burt, ég vissi að ég myndi aldrei gleyma Smára.
Hann var það besta sem hafði hent mitt stutta ömurlega líf og ég myndi aldrei gleyma honum.
Ég myndi aldrei elska neinn jafn mikið og hann.
Eða því gat ég ekki trúað.
Framkvæma fyrst. Hugsa svo.