Guten tag! Það er svolítið síðan ég sendi inn síðasta kafla, svo að hér fáið þið 3. kafla, vona að ykkur líki hann, og segið mér hvað má laga að ykkar mati.


3.kafli
Í honum kynnist þið álfalegri Lúdýu, hérafæði og grilluðum
Dinn.

,,Vaknaðu, svefnpurka!” Sagði rödd við Brimar og hristi hann.
,,Æ, ekki núna. Ég er ekki svangur,” bullaði hann. Honum hafði dreymt allveg fáránlega. Eitthvað um griffinn sem hét Myrkvi og risastórann varúlf sem hét Lúdýa og lofaði að rétta honum hans eigin innifli og um spádóm.
,,Vaknaðu!”
Hann hrökk upp með andfælum. Yfir honum stóð lávaxin stelpa með eldrautt, mjög stutt hár sem var allt í flækjum og stóð allt út í loftið.
Hún hafði gul – brún augu, beint nef, þykkar varir, mjög freknótta og
sólbrúna húð, þunnar augnabrýr og möndlulaga augu, enn það skrýtna var að hún var með uppmjó eyru. Var hún kannski álfur?
Já, og einn daginn munu svín geta flogið.
Hún var klædd í alsvört, undarleg föt. Buxur sem virtust of stórar á hana og
einhverskonar skyrtu eða peysu sem einhvern veginn vafðist utan um hana.
Hún var hálf skrítin í þessu, en á sama tíma átti þetta við hana.
Hann hrukkaði ennið.
,,Hver ert þú?” Sagði hann bjánalega.
,,Lúdýa,” sagði hún stuttaralega.
Hann áttaði sig. Draumurinn hafði þá ekki verið draumur!
,,Varstu ekki með skott í gær?” Muldraði hann og klóraði sér í hausnum. ,,Ég hef nú heyrt gáfulegari kommett,” sagði hún þurrlega.
,,Hættið þessu,” sagði Myrkvi, sem var vaknaður. ,,Ef við ætlum að vera hópur höfum við ekki efni á að rífast.”
,,Segir einn. Og þetta kallast rökræður, asni,” sagði Lúdýa.
,,Þú veist hvað ég meina,” muldraði hann.
Brimar leit á Myrkva af Lúdýu. Svo leit hann aftur á Lúdýu og aftur á Myrkva. Hann var jafn ringlaður á svipinn og letidýr sem finnur flugu í súpunni sinni. Veltir fyrir sér örlitla stund hvenær hún komst þangað en ákveður svo að borða hana bara með.
Við hlið þeirra geispaði Yrja Ester og klóraði sé í höfðinu. ,,Ég er svöng.”

Lúdýa hvarf inn í skóginn og kom aftur korteri seinn með eitthvað sem virtist vera hind og var í sömu stærð. Fyrir utan þá staðreynd að var með þrjú augu og aðeins eitt horn aftur úr höfðinu.
Yrja Ester starði á hana í hryllingi. ,,Drapstu hann?!” Sagði hún reiðilega.
Lúdýa leit á hana. ,,Ég hafði enga ánægju af því, en ef ég hefði ekki gert það mundum við ekki hafa orkuna til að ganga rúma 18 kílómetra, það sem eftir er dagsins.
,,Og ætlastu til þess að við borðum hann?!” Sagði Yrja Ester sem talaði enn í upphrópunum.
,,Ég neyði þig ekki til þess, en ég mæli sterklega með því ef þú vilt halda áfram að lifa. Þú borðaðir ekkert í gærkvöldi svo að líklega ertu svöng.”
Yrja Ester krosslagði handleggina og sagði: ,,Það kemur ekki til greina, auk þess er ég grænmetisæta.”
Myrkvi, sem var að tyggja bita af ný steiktu kvikindinu, svelgdist svo harkalega á að Lúdýa þurfti að slá hann á bakið. Loks náði hann andanum og ræskti sig.
,,Hvað þá?”
,,Ég er grænmetisæta.”
,,Oj, hvernig ferðu eiginlega að því að borða bara hérafæði?! Það er ógeðslegt!” Sagði Myrkvi, og fitjaði upp á arnarnefið.
,,Ekki jafn ógeðslegt og að drepa dýr til að borða þau!”
Myrkvi ætlaði að svara, þegar Lúdýa sagði honum að þegja, og rétti Yrju Ester eitthvað.
Yrja leit á þetta eitthvað, og sá að þetta voru sjö bláir greipávextir á stærð við hafnabolta.
,,Ég vona að þú borðir ávexti. Ég fann ekkert annað.” Sagði Lúdýa bara og settist niður, greip sér kjöt af kvikindinu og byrjaði að borða.
Yrja Ester leit hikandi á greipávextina, en beit svo í hann, því að það var ekkert híði á honum. Það var sterkt bragð af honum sem minnti á blöndu af lakkrís og ananas og ekki ólíkt að bíta í hann og að bíta í epli. Hún hámaði þá í sig. Lúdýa og Myrkvi hökkuðu í sig dinninn.
Brimar sat og horfði tortrygginn á kjötið. ,,Hvað er þetta?” Spurði hann, því hann var frekar matvandur.
,,Dinn,” sagði Lúdýa. ,,Fáðu þér.”
,,Ah, ég veit ekki…”
,,Æ, láttu ekki svona Brimar,” sagði Myrkvi. ,,Þetta er frábært!”
,,Þetta er með þrjú augu, Myrkvi!”
,,Hefurðu eitthvað á móti fólki með þrjú augu, eða?”
,,Heyrðu, veistu hvað, ef þú smakkar ekki bindi ég þig við kaktus og finn einhvern annan sem vill örugglega éta þig.” Sagði Lúdýa.
,,Svo þú vilt það ekki?”
,,Nei, ég er viss um að þú bragðast alveg hræðilega.”
Brimar vissi ekki hvort hann átti að vera móðgaður eða ekki en lét til leiðast og smakkaði dinninn.
,,Ekki sem verst,” sagði hann og fékk sér meira.
Svo leit hann upp.
,,Er hægt að fá fisk hérna einhversstaðar?”
Lúdýa leit á hann.
,,Sérðu vatn einhversstaðar?” Spurði hún.
,,Nei.”
,,Þá er ekki líklegt að það sé fiskur hérna, Brimar litli.”
Brimar móðgaðist, og tautaði eitthvað um sushi.
En hann gat aldrei verið fúll lengi og var ekki lengi að byrja að spyrja aftur. (Hey, þetta rímar!)
,,En hvar erum við eiginlega?” Spurði hann til dæmis.
,,Á jaðri Criiztela – eyðimerkurnar,” sagði Lúdýa sem var búin að borða næstum einn þriðja af dinninum sem var hreint ekki svo lítill.
,,Hvar er það?”
,,Í Norður Narada, auðvitað. Hvar annarstaðar?”
,,Mmm, Íslandi?”
,,Íshvað?” Sagði Myrkvi og leit ruglaður á Lúdýu.
Hún hristi höfuðið. ,,Einu löndin sem ég þekki utan Narada eru Gevora, Korrva, Terramia og Vreda.”
,,Kannast þú við þau?” Spurði Brimar Yrju Ester.
,,Aldrei heyrt minnst á þau. Og hvernig komumst við eiginlega hingað?”
,,Ekki spyrja mig,” sagði Brimar.
,,Eruð þið að koma?” Kallaði Lúdýa, sem hafði staðið upp og gengið inn í skóginn.
Þau eltu hana.
,,Ég vissi ekki að það væri eyðimörk hérna,” sagði Yrja Ester.
,,Og veist þú allt?” Spurði Myrkvi hana.
Hún varð pirruð á svipinn.
Brimar stöðvaði rifrildið sem var í uppsiglingu með því að spyrja: ,,En hvert erum við að fara?”
,,Til Sjötindafjalla í miðri austur – Narada, þaðan til Fimmarmasúlunar í norður Narada og þaðan til Gömlu-Brastíu í vestur Narada,” svaraði Lúdýa.
,,Hvað?”
,,Það eru rústir mikillar verslunarborgar í Suður-Narada. Madam Lupe sagði að þar væri einhver sem við ættum að hitta. Og þið þyrftuð að vera lagfærð á einhvern hátt vegna þess að þið væruð ekki eins og þið ættuð að vera.”
,,Lagfærð?” Spurði Brimar eins og hann hafði gert kvöldið áður.
,,Ekki spyrja mig. Ég er bara að segja það sem hún sagði.”
Þau luku við matinn og héldu áfram ferð sinni. Þau töluðu ekki mikið.
Yrja Ester rauf þögnina. ,,Rosalega er heitt!!!” Sagði hún og reyndi að koma stöðnuðu loftinu í skógingum á hreyfingu með því að veifa hendinni. Af einhverjum undarlegum ástæðum virkaði það ekki.
,,Nei, eiginlega ekki. Eða það finnst mér,” sagði Lúdýa.
,,Eins og þú ert nú klædd,” tautaði Yrja Ester og gjóaði augunum á kolsvörtu fötin hennar Lúdýu.
,,Á Íslandi er aldrei svona heitt og það er vetur þar núna.” Sagði Brimar, sem þoldi hitann enn verri en Yrja Ester.
Forvitnin greip Myrkva. ,,Þetta Ísland, hvar er það eiginlega?”
Yrja Ester klóraði sér í hnakkanum.
,,Sko, ég veit að útlendingar vita venjulega ekkert um það nema að það er ekki stórt, og það búa ekkert brjálæðislega margir þar. Flestir halda allaveganna að Jólasveinninn búi þar.”
,,Hvað er Jóas-vinninn?” Spurði Myrkvi með rödd sem sagði: ,,Ok… Hversu skrítið sem það hljómar gæti það verið þess virði að hlusta.”
Yrja horfði bara á hann.
,,Hvað um það,” sagði hún. Það höfðu flestir heyrt um Jólasveininn… Þarna fór síðasta hálmstráið um að þau væru kannski ekki svo langt að heiman.
Hún stundi. ,,Ég skil þetta ekki! Fyrst vorum við bara að hrapa niður af þriðju hæð og svo kom eitthvað svarthol og svo vorum við hér! Þetta hljómar eins og… Bermúda – þríhyrningurinn eða eitthvað!”
,,Hvað er það?” Spurði Myrkvi.
,,Það er… Skiptir ekki máli…” Svaraði Yrja Ester, og varð þögul.
Myrkvi snéri sér að Brimari.
,,Svo, hvernig er þar? Á þessu Íslandi meina ég.”
,,Kalt, allavegana núna. Við búum í Keflavík, það er fínt en þar gerist aldrei neitt. Svo að það er eiginlega ekki frá miklu að segja. Við eltum ykkur bara í von um að komast aftur til siðmenningar. Ekki móðgast.”
,,Engar áhyggjur. Við leyfum ykkur bara að koma með vegna þess að Lupe sagði okkur að gera það,” svaraði Myrkvi.
,,Og hvað með fjölskyldur ykkar? Hafa þær ekki áhyggjur af ykkur?” Sagði Lúdýa allt í einu, hálf ásakandi. Yrja leit upp frá sjálfsvorkunninni. Hún var hálf hissa á spurningunni. Þótt ótrúlegt væri hafði hún ekkert velt því fyrir sér. Ætli foreldrar hennar og stóra systir hennar, Ylfa Elva hefðu miklar áhyggjur af henni? Og kæmist hún einhvern tímann heim aftur?
,,Ég veit það ekki… Það á enginn eftir að trúa Don, ég meina, hann sá okkur hrapa niður á gangastéttina og hverfa svo bara allt í einu, nema við séum í dái og þetta sé allt draumur.”
,,Ég skal klípa þig til að sanna að þetta er ekki draumur,” bauð Myrkvi. ,,Nei, takk!” Svaraði hún og bakkaði í burtu.
,,Hver er Don?” Spurði Lúdýa.
,,Strákur í tíunda bekk í skólanum okkar sem er algjör padda. Alltaf að lemja okkur og stela peningunum okkar og eyðileggja fötin okkar og svoleiðist. Að vísu ekki bara við okkur heldur við marga.”
,,Af hverju takið þið ekki á móti honum? Af hverju standið þið ekki upp í hárinu á honum?” Sagði Lúdýa.
,,Ertu ekki að grínast??? Slást? Við hann!”
,,Stundum þarf maður að berjast, sama þótt maður vita að maður fari illa út úr því.” Sagði Lúdýa. Yrja Ester horfði á hana eins og hún væri ekki með öllum mjalla. Þau slitu samtalinu.
,,Hvað með fjölskyldu þína, Brimar?” Hann yppti öxlum.
,,Eiginlega á ég ekki fjölskyldu. Ég bý hjá frænda mínum og ég verð að segja að mér er alveg sama hvað honum finnst því að ég veit að honum er nákvæmlega sama um mig. Hvað í fjáranum er þetta?!” Spurði hann
Í fjarska sáu þau bregða fyrir gríðarstórri rauðri og gylltri eðlu með beingadda á bakinu.
,,Þetta eru Sólarsendiboðar,” sagði Lúdýa.
,,Þær heita það vegna þess að fyrir mörg hundruð árum þegar hvorki sólin né tunglið skein hérna en gerði það allsstaðar annarsstaðar í Narada og ekkert gat lifað hérna, sendi einn fornkonunga Narada, Lesíl fyrsti, en hann var skógarálfur, nokkrar eðlur til Criiztela eldgyðju, sem bjó á sólinni, og bað hana að líta á þetta ólífhæfa landsvæði því að hann vildi reisa þar risa verslunarborg.
Criiztela reiddist yfir eigingirni Lesíls og varð að ósk hans, en hún gerði svo að þetta yrði heitasti staður í allri Narada svo að ekki yrði líft hér fyrir hvern sem er og gerði svo eðlusendiboðana að aðal íbúum Criiztelaeyðimerkurinnar. Lesíl þrjóskaðist við og hélt út í eyðimörkina til að reyna að finna hentugan stað fyrir borgina en hann kom aldrei aftur. Sólareðlurnar hafa hins vegar fjölgað sér helling og stækkað svo um munar. Þær lifa líka ótrúlega lengi. Þið þurfið ekki að vera hrædd við þær, þetta eru fínir náungar. Mjög gáfaðir líka.”
,,Hvað, geta þeir talað?” Spurði Brimar.
,,Hvort þeir geta. Sumir eru meira en lítið málglaðir.”
Þau héldu áfram að ganga, og ganga, og ganga ennþá meira þangað til að það kom myrkur og þau sáu ekki lengur handa sinna skil. Þá námu þau staðar á milli sandaldanna og kveiktu bál með tinnusteinum sem Myrkvi var með. Lúdýa hvarf í korter og kom aftur með enn undarlegra dýr en dinninn, Pix sem var mjög líkur héra nema hann var skordýraæta og með mun lengri skott, tvö skott, meira að segja, eins og á ketti og eyrun voru breiðari og loðnari, og vatn, hvernig sem henni tókst að ná í það í eyðimörkinni. Hún kom líka með helling af einhverjum undarlegar hnetum fyrir Yrju Ester.
Þau skiptu niður í vaktir og svo lögðust hin til svefns.
Yrja Ester tók fyrstu vaktina, enda ekkert mál að halda sér vakandi þá. Myrkvi þá næstu, Lúdýa þá þriðju og Brimar þá síðustu.
—-
Þar hafiðið það, ég mun líklega senda inn fjórða kafla, ef það eru einhverjir sem vilja sjá framhald:)