Ég svaf ekki dúr þessa nótt þar sem ég hafði svo mikið að hugsa um. Ég held að Matti hafi ekki heldur náð að sofna, því ég heyrði hann vera að bylta sér.
Þegar sólin var komin upp stóð ég upp úr rúminu. Ég leit að rúminu hans Matta og sá að hann hafði loksins náð að sofna. Öðru gilti um mig. Ég var með bauga undir augunum og hárið á mér var útum allt. Meikið hafði ég ekki ennþá tekið af mér síðan ég fór til Matta um daginn. Ég leit í spegilinn inná baði. Það var hörmung að sjá mig. Ég tók þvottapokann á vaskinum upp, bleytti hann og þvoði mér í framan.svo ég var aðeins skárri. Ég greiddi síðan á mér hárið svo það leit betur út. Samt leit ég ekker vel út. Ég var föl og var með bauga undir augunum og ómáluð, í fötum sem var svitalykt af.
Ég fór aftur fram og horfði á Matta sofa um stund. Hann var svo friðsæll svona, ég gat ekki fengið af mér að vekja hann svo ég fór útúr hótelherberginu og niður í mötuneytið. Það voru greinilega nokkrir vaknaðir líka í hótelinu og farnir að borða morgunmatinn. Ég settist niður og pantaði eina seríós skál. Á meðan ég borðaði hugsaði ég um daua foreldra minna og fékk tár í augun. Þau gátu ekki verið dáin! Það bara gat ekki verið!
Þegar ég var búin fór ég aftur upp í herbergi. Matti var ekki enn vaknaður, svo ég kveikti bara á sjónvarpinu, stillti á lágt og horfði á einhvern gamanþátt sem ég hafði aldrei séð áður.
Um tólf leitið bærði Matti loksins á sér. Hann opnaði augun og starði á eitthvað á náttborðinu en leit svo á mig.
,,Góðan daginn,’’ sagði ég. Hann umlaði eitthvað og teygði úr sér, stóð svo upp og labbaði inná bað. Hann kom aftur út eftir korter þar sem hann var búinn að fara í sturtu og greiða sér.
,,Er ekki nein fatabúð hérna nálægt? Mig vantar bol og þig vantar, ja, allt.’’ Sagði hann og horfði á svitastokkin náttfötin mín.
,,Jú ég held ég hafi séð fatabúð hérna áðan þegar ég fór niður í morgunmat.’’ Sagði ég. Matti starði á mig.
,,Klukkan hvað vaknaðirðu?’’ Spurði hann svo.
,,Held að klukkan hafi verið sex.’’ Sagði ég. Matti hristi hausinn.
,,Værirðu til í að fara þangað og kaupa einhver föt? Ég get ekki farið svona,’’ Sagði hann og benti á umbúðirnar um bakið á honum.
,,Jú ég dríf í því.’’ Sagði ég og labbaði að hurðinni. Matti horfði á eftir mér. Ég lokaði hurðinni. Allt í einu fékk ég rosalega löngun til að hlaupa. Ég veit ekki afhverju en ég bara varð að hlaupa. Svo ég hljóp alla leið að fatabúðinni sem var nokkrum herbergjum frá matarsalnum. Ég opnaði hurðina og gekk inn. Það var þungt loft þarna inni og húsgögnin voru greinilega orðin gömul því það var þykkt lag af ryki yfir þeim. En hins vegar voru fötin ný og ég hóf að leita af fötum fyrir mig og Matta. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að joggingsbuxur væru mikið þægilegri heldur en gallabuxur þannig ég keypti þannig handa mér. Svo keypti ég eina svarta hettupeysu á mig en skyrtu á Matta. Ég fór að afgreiðslukassanum og borgaði með penginunum úr bílnum, sem voru nú orðið allt of lítð. Ég leit áhyggjufull á smápeningana sem voru eftir. Þrír hundraðkallar og nokkrir tíkallar. Við gætum ekki verið aðra nótt hér.
Þegar ég kom aftur upp í herbergi sat Matti á rúminu sínu og horfði á sjónvarpið. Hann stóð upp þegar ég kom og tók á móti skyrtunni sem ég rétti honum. Ég fór inná bað til að klæða mig í fötin sem ég hafði keypt og fannst þau passa mér nokkuð vel. Síðan fór ég fram.
,,Við getum ekki verið eina nótt hérna í viðbót,’’ sagði ég við Matta.
,,Nú?’’ Spurði hann.
,,Útaf peningum auðvitað!’’ Sagði ég höst við hann. ,,Við eigum rúmlega þrjúhundruð kall!’’ ég leit áhyggjufull á Matta en hann ypti öxlum.
,,Við hefðum hvort eð er ekki getað verið lengur. Við megum ekki vera lengur en eina nótt á stað þar sem mennirnir eru, þeir finna okkur fljótar þá.’’ Ég andvarpaði.
,,Jæja, hvar verðum við þá?’’ Spurði ég þreytulega.
,,Ég hef hugsað mikið um það og ég held að það sé öruggast að fara inn í skóginn.’’ Sagði hann og benti út um gluggann þar sem sást í trjátoppa í fjarska.
,,Ertu að grínast eða?’’ Spurði ég hæðnislega.
,,Sýnist þér ég vera að grínast?’’ Spurði hann hvasst.
,,Jæja þá, hvernær þurfum við að leggja af stað eiginlega?’’ Spurði ég með uppgjöf í röddinni. Ég var ekki í skapi til að rífast.
,,Sem fyrst, það tekur okkur örugglega dálítinn tíma að koma okkur að skógunum. Notaðu restina af peningnum til að kaupa kyndil og kveikjara.’’ Ég kinkaði kolli og fór að kaupa kyndilinn og kveikjarann. Við rétt höfðum nóg fyrir því. Því næst fórum við út í bíl. Þar sem við höfðum ekkert dót með okkur þurftum við ekki að pakka neinu og við fórum strax af stað. Matti krafðist þess að keyra, sagði að hann væri mikið hressari en í gær, svo á endanum leyfði ég honum það.
Það var þögn í bílnum allann tímann sem við keyrðum. Ég svaf samt megnið af leiðinni vegna svefnleysinu síðustu nótt. Við töluðumst ekki mikið við þegar ég var vakandi, en þegar við áttum um það bil klukkutíma eftir þá talaði hann við mig.
,,Mannstu allt sem ég sagði heima í íbúðinni minni?’’ Spurði hann hikandi. Ég umlaði eitthvað til að gefa til kynna að ég mundi það.
,,Það var allt satt. Líka að ég elskaði þig.’’ Ég fékk sting í magann. Ég var nærri búin að gleyma því. Og síðan hugsaði ég um þegar hann kyssti mig fyrst. Þá hafði hann enn ætlað að drepa mig. Líka þá nótt þegar hann bauð mér heim. Ef ég hefði leyft honum að halda áfram væri ég dauð núna. En einhvern veginn höfðum við orðið nánari á þessari viku sem leið og þar til að hann bauð mér aftur heim til sín. Þegar hann kyssti mig þá var það ekki eins og hann hafði kysst mig fyrst, kaldur koss sem hafði enga merkingu. En þegar hann kyssti mig inní herberginu sínu fann ég fyrir ástríðu frá honum. Ég fann að þessi koss var allt öðru vísi. Hann var þá orðinn veikur fyrir mér. En eftir atburði næturinnar hafði ég haldið að við yrðum kærustupar. Að allt yrði í lagi, en að ástin kæmi seinna. En núna mundi ég hvað hann kyssti mig af mikilli ástríðu og það hlaut að vera satt að hann elskaði mig.
,,Ég trúi þér.’’ Sagði ég loks. Hann leit á mig og brosti hlýlega. Ég brosti á móti.
Nokkru seinna var bíllinn byrjaður að hiksta. Matti leit á bensínmælinn. Bensínið var búið. Þegar bíllinn stoppaði alveg sátum við í bílnum og störðum á bensínmælinn. Á endanum rauf Matti þögnina;
,,Jæja, þar fór það. Ætli við þurfum ekki að labba restina.’’ Sagði hann mæðulega.
,,Jú, það er nú ekki það langt eftir.’’ Sagði ég og horfði á trjátoppana sem voru dálítið frá. ,,Mér sýnist það ætti að taka okkur um hálftíma að labba þangað.’’ Hélt ég áfram.
,,Jæja komum þá, taktu kveikjarann, ég skal bera kyndilinn.’’ Sagði Matti.
,,Ég held að ég ætti að bera kyndilinn, sárin eru ekki ennþá gróin.’’
,,Ég læt ekki dömuna halda á þyngri hlutinum. Ég er ekki hræddur við smá sársauka!’’
,,Það er ekki málið. Ef við þurfum að halda áfram að ferðast þarftu að vera heill í bakinu. Ég nenni frekar að halda kyndlinum núna heldur en þér seinna.’’ Matti horfði rannsakandi á mig en lét síðan undan, þannig ég bar kyndilinn, sem var nokkuð þungur, en Matti hélt á kveikjaranum. Við byrjuðum að labba í áttina að skóginum. Á leiðinni töluðum við saman um það hvar við ættum að sofa, þar sem við höfðum ekki neitt tjald meðferðis. Við ákváðum að kanna staðinn áður en við ákváðum svefnstað.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.